Fartölvuvandræði


Höfundur
Feeanor
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Mið 29. Sep 2010 12:31
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Fartölvuvandræði

Pósturaf Feeanor » Fim 16. Des 2010 11:38

Sælir vaktarar,

Málið er sem sagt að það kviknar ekki á skjánnum í fartölvunni hjá mér (Acer aspire 5920G, I hate thee) og mig vantar hjálp við sjúkdómsgreininguna, og það hvort það sé þess virði að gera eitthvað í þessu.

Tölvan er 3 ára, og hefur verið mikið í gangi, og því er rafhlaðan sem er upprunalegt orðið handónýtt. Hún er því alltaf háð því að vera í sambandi við rafmagn, raunar svo mjög að hún endist vart mínútu án þess.

Einn daginn þá lenti ég í því í skólanum að tengja tölvuna í innstungu sem virkaði ekki án þess að taka eftir því að það kviknaði ekki á ljósinu fyrir rafhlöðuna, og í stuttu máli þá kveikti hún á sér eðlilega en drap eðlilega á sér þegar að rafhlaðan tæmdist (á um það bil mínútu). Ég reyndi mörgum sinnum að koma henni í gang tengdri í innstungu (líka án þess að hafa rafhlöðuna í) sem virkaði þennan daginn í skólanum og hún lenti ekki í neinu hnjaski þar á milli svo það er sennilega hægt að útiloka það. Öll ljós kvikna, hún virðist ætla að koma sér í gang fyrstu 1-2 sekúndurnar, en svo kviknar ekki á skjánnum og það heyrist ekki í neinu nema harða disknum :-({|=

Þegar ég kveiki á henni þá virðist hún ætla að fara eðlilega af stað fyrstu 2 sekúndurnar (heyrast öll hljóð eðlilega, ekkert birtist þó á skjá) en stoppar svo snögglega og fer í eitthvað sleep mode eða eitthvað. Þegar ég ýti svo aftur á takkan þá heyrist smá íl. Öll ljós sem eiga að vera á henni lýsa þó áfram.

Eftir að þetta gerðist hafa allar tilraunir til að koma henni í gang mistekist, þó ég viðurkenni fúslega að mér dettur nú ekki beint margt í hug til að gera í þessu.

Búið er að:
1. Reyna að fullhlaða rafhlöðuna og koma henni svo í gang

2. hafa tölvuna bara tengda í innstungu og koma henni þannig í gang

3. rjúfa straum við hana á meðan hún er að ræsa sig og reyna svo aftur

4. tengja harða diskinn við borðtölvuna, hann er í lagi


Svo hvað segið þið, er þetta rafhlaðan? skjákortið?




zdndz
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Sun 13. Apr 2008 14:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvuvandræði

Pósturaf zdndz » Fim 16. Des 2010 11:42

gætir testað að tengja fartölvuna við annan skjá, sjá hvort það sama gerist


Intel E5200 @ 2.5 GHz | Radeon HD 4850 | Corsair 2x2 GB RAM 1066 MHz | 480 W aflgjafi | Móðurborð Micro-Star P43 NEO | 500GB Samsung | Windows 7 / Ubuntu
Ruddaleg túpuskjátölva!


Höfundur
Feeanor
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Mið 29. Sep 2010 12:31
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvuvandræði

Pósturaf Feeanor » Fim 16. Des 2010 12:13

takk fyrir svarið, prufaði það, og ekkert gerðist, þ.a. við getum kannski útilokað að það sé eitthvað að skjánnum líka?




avi1
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 20:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvuvandræði

Pósturaf avi1 » Fim 16. Des 2010 12:18

Feeanor skrifaði:Þegar ég kveiki á henni þá virðist hún ætla að fara eðlilega af stað fyrstu 2 sekúndurnar (heyrast öll hljóð eðlilega, ekkert birtist þó á skjá) en stoppar svo snögglega og fer í eitthvað sleep mode eða eitthvað. Þegar ég ýti svo aftur á takkan þá heyrist smá íl. Öll ljós sem eiga að vera á henni lýsa þó áfram.


Er þetta ekki bara ónýtt móðurborð? . Ef hún fer bara af stað í 2-3 sek, kemur aldrei neitt á skjáinn og tölvan slekkur á sér strax aftur finnst mér það ekkert ólíklegt.




Höfundur
Feeanor
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Mið 29. Sep 2010 12:31
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvuvandræði

Pósturaf Feeanor » Fim 16. Des 2010 12:29

ja ef það er málið þá borgar sig ekki að gera neitt í þessu,

reyndar var eitthvað að gamla móðurborðinu (upprunalega) svo ég fékk þetta í staðinn (út á ábyrgð) fyrir c.a. 1,3 árum svo ef það er farið aftur þá "#$"% :mad :mad




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6350
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvuvandræði

Pósturaf AntiTrust » Fim 16. Des 2010 12:51

Alltaf gott að skipta vinnsluminni út fyrir annað og ath. hvort það sé valdurinn. Ef það er sama vandamál með öðru vinnsluminni er þetta 95% móðurborðið, og lítið í því að gera.



Skjámynd

beggi90
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 15. Okt 2008 21:02
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvuvandræði

Pósturaf beggi90 » Fim 16. Des 2010 12:51

Býst við að móðurborðið sé að klikka.

Getur prófað að taka raflhöðuna úr tölvunni setja hana í samband og kveikja á. Hef séð bilaða rafhlöðu koma í veg fyrir að fartölva kveiki á sér. Samt ekkert svaka algengt.




oskarandri
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Þri 25. Maí 2010 14:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvuvandræði

Pósturaf oskarandri » Fim 16. Des 2010 12:52

gæti verið vinsluminni..... spurning hvort þú hafir tök á að komast í vinsluminni sem þú veist að er í lagi og skella því í vélina... taka hitt/hin úr á meðan.


1. Intel i5 3570K, AsRock H77 Pro4/MVP, 16GB RAM, Samsun 840 Pro 128GB, 3TB storage
2. Lenovo Thinkpad T500 Mushkin 8GB RAM, Mushkin 60GB SSD Win7
http://is.oskarandri.com


Höfundur
Feeanor
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Mið 29. Sep 2010 12:31
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvuvandræði

Pósturaf Feeanor » Fim 16. Des 2010 13:04

ok takk kærlega prufa það, þá er bara að tékka hvernig vinnsluminni er í henni og redda sér svoleiðis

er búinn að taka báða 1gb kubbana úr henni, fyrst þeir eru tveir gæti þá verið að þeir hafi báðir farið í einu, ?

ætla að prufa að gangsetja með hvorn kubbinn fyrir sig ef bara annar skildi vera ónýtur




Höfundur
Feeanor
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Mið 29. Sep 2010 12:31
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvuvandræði

Pósturaf Feeanor » Fim 16. Des 2010 13:20

jæja er búinn að prófa annann 1gb kubbinn í báðar raufarnar, ekkert gerðist.

Prufaði svo hinn kubbinn í efri rauf, og ég heyri amk að það er vinnsla í tölvunni núna (ekki bara harði diskurinn) svo það lofar góðu...




topas
Ofur-Nörd
Póstar: 244
Skráði sig: Mið 16. Jún 2010 11:22
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvuvandræði

Pósturaf topas » Fim 16. Des 2010 14:03

Prufaðu þetta:

Taka battery úr
Taka úr sambandi við rafmagn
Halda power takkanum inni í 60 sec.
Setja í samband og prufa að kveikja.

Nokkrar tegundir móðurborða geta fest í sleep mode og þá dugar þetta til að tæma straum úr þéttum og reset-a tölvuna. Sakar ekki að prufa.

Kv,




Höfundur
Feeanor
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Mið 29. Sep 2010 12:31
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvuvandræði

Pósturaf Feeanor » Fim 16. Des 2010 14:22

prufaði það sem topas stakk upp á tvisvar, virkaði ekki. Takk samt

Hinsvegar kviknar á öllu nema skjánnum núna, heat sinkið fyrir örgjörvan hitnar, þ.a. það er greinilegt að hann er að vinna og það heyrist núna eðlilegt hljóð í henni, nema hvað það kviknar ekki á skjánum :-({|=

ætla að prufa aftur að tengja hana við borðtölvuskjá núna þ.s. meira lífsmark er komið í hana eftir að ég tók annað vinnsluminnið úr




Höfundur
Feeanor
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Mið 29. Sep 2010 12:31
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvuvandræði

Pósturaf Feeanor » Fim 16. Des 2010 14:32

virkar enn ekki að tengja hana við borðtölvuskjáinn :dissed

svo hingað til er árangurinn sá að það virðist a.m.k. allt fara af stað eftir að ég tók út annað vinnsluminnið




Tölvuvinir.is
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Fös 20. Mar 2009 22:25
Reputation: 0
Staðsetning: Bjallavað 11-110 Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvuvandræði

Pósturaf Tölvuvinir.is » Fim 16. Des 2010 22:45

Sælir vaktarar!!

Það er ekki ósennilegt að skjákortið sé farið í vélinni. Í þessum Acer Aspire 5920g fartölvum er skjákort, en ekki skjástýring föst á móðurborðinu. Við eigum líklega svona skjákort til handa þér, þannig að vertu velkomin til okkar með vélina.

Kkv
Ólafur Baldursson
Tölvuvinur nr 1....



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1068
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvuvandræði

Pósturaf Hargo » Fim 16. Des 2010 23:33

Feeanor skrifaði:ja ef það er málið þá borgar sig ekki að gera neitt í þessu,

reyndar var eitthvað að gamla móðurborðinu (upprunalega) svo ég fékk þetta í staðinn (út á ábyrgð) fyrir c.a. 1,3 árum svo ef það er farið aftur þá "#$"% :mad :mad


Ef þú fékkst nýtt móðurborð fyrir 1,3 árum þá held ég að ábyrgðin eigi að framlengjast á þeim parti sem skipt er um í ábyrgð. Þannig að móðurborðið er enn í ábyrgð þó sjálf fartölvan hafi verið keypt fyrir 3 árum.

Hinsvegar hljóma sjúkdómseinkennin ansi skjákortslega og ef skjástýringin er ekki innbyggð í móðurborðið þá gæti verið nóg að skipta um skjákortið. Kannski þá too bad fyrir þig að það sé ekki innbyggð skjástýring því þá ættirðu séns á að fá móðurborðinu skipt út aftur.




nonesenze
Kerfisstjóri
Póstar: 1228
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 99
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvuvandræði

Pósturaf nonesenze » Fim 16. Des 2010 23:38

skrítið að enginn er búinn að minnast á rikhreinsun.. :wtf


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x16gb 7600mhz cl36
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB
HDD: WD 12TB
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos


Höfundur
Feeanor
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Mið 29. Sep 2010 12:31
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvuvandræði

Pósturaf Feeanor » Fim 16. Des 2010 23:45

ok snilld þá er allavega sjúkdómsgreiningin komin, líklegast að þetta sé skjákortið (sem er seperate, ekki innbyggt) .

spurning hvort ég troði ekki bara einu GTX580 þarna inn í staðinn :sleezyjoe :sleezyjoe :sleezyjoe


@tölvuvinir.is : okey snilld, hvað myndi það kosta?
eigið líka pm ef þið viljið svara þar frekar.

@nonsenze : fyrsta sem ég gerði reyndar :p klúður af minni hálfu að nefna það ekki, var bara búinn að gleyma því að eitthvað ryk hefði verið þarna (var smá ryk við viftuna, annars var ég tiltölulega nýbúinn að rykhreinsa hana áður)



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvuvandræði

Pósturaf Halli25 » Fös 17. Des 2010 13:50

minnir að hið yndislega 8600 skjákort hafi verið í þessum vélum frá nVidia sem voru meingölluð.


Starfsmaður @ IOD


Daði29
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Þri 06. Mar 2007 00:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvuvandræði

Pósturaf Daði29 » Mið 12. Jan 2011 15:13

Jú sælir vaktarar.

Heyrðu þetta sama var einmitt að koma fyrir mína rúmlega tveggja ára gömlu Acer 5920 fartölvu núna í fyrradag.

S.s. hún kveikir alveg eðlilega á sér og geisladrifið er eitthvað að gera, bluetooth ljósið kemur upp og hún virðist starfa eðlilega til að byrja með en skjárinn er helst kolsvartur. Ég googlaði þetta og skoðaði nokkrar útlenskar forum síður og þar komust flestir líka að því að þetta væri skjákortið. Alveg frá því ég keypti þessa tölvu nýja þá hefur hún alltaf verið sjóðandi heit á þeim stað sem skjákortið og viftan er í henni (uppi vinstra megin), þannig það er kannski ekki að undra að það hafi endanlega stiknað núna.

Mér langar að vita tvennt:

Hvar er best að henda tölvunni í viðgerð? Ég keypti hana í Tölvutek en þar sem ég held að hún sé komin úr ábyrgð þá get ég svosem farið með hana hvert sem ég vil. Spurning hvaða gæjar kunni best á Acer tölvurnar. Hef nokkrum sinnum haft viðskipti við Tölvuvirkni, gæti alveg eins fengið þá til að kíkja á hana?

Ég sá líka á þessum forum síðum sem ég skoðaði um þetta vandamál að það væri hægt að skipta þessu 8600GT korti út fyrir tvö önnur fartölvuskjákort. Náttúrulega líka bara fyrir nýtt 8600GT kort en þessi tölva byði líka upp á að hafa annars vegar eitthvað ATI skjákort minnir mig og svo tæki hún líka við 9600GT skjákortum. Er það eitthvað sem væri sniðugt að gera? Þetta 8600GT kort hefur hingað til alltaf verið að sjóða tölvuna í leikjaspilun.




Tölvuvinir.is
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Fös 20. Mar 2009 22:25
Reputation: 0
Staðsetning: Bjallavað 11-110 Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvuvandræði

Pósturaf Tölvuvinir.is » Mið 12. Jan 2011 23:33

Sælir.
Við höfum góða reynslu í viðgerðum á þessum Acer aspire 5920G vélum, og eigum líka handa þér skjákort. Velkominn að kíkja við.

Kv
Ólafur Baldursson
Tölvuvinir.is
Langholtsvegi 126
S:445-0100