Var lengi að vetla fyrir mér að svara ekki í þessum þræði. Eiga það til að leiða útí rugl, því miður.
Keypti mína fyrstu leikjavél sumarið 2007. Þá var Xbox 360 meira heillandi vegna leikjanna, eins og allt er það persónubundið en á þeim tíma voru ekki margir exclusive leikir á PS3, flestir komu á báðar vélarnar. Fjarstýringin á Xbox er stærri og þægilegri í hendi og gerði það útslagið. Keypti Premium 20gb útgáfuna. Hitnaði eins og motherfucker og var mjög hávær, bæði með leikjum og í idle en hún keyrir enn þann dag í dag af fullum krafti án þess að gera svo mikið sem píp. Uppfærði svo 2008 í Elite vélina með HDMI tengi og munurinn á hita og hávaða var töluverður.
Núna í sumar keypti ég mér svo PS3 slim á tilboði hjá Elko á 45þ. Hef oft notað vélina annars staðar hjá félögum og hafði ágætist reynslu á PSN og fyrirbærinu sem kallast Playstation 3. Langaði að upplifa leiki á borð við Resistance 1 og 2, LBP, Demons Souls og GT5. Hafði fengið að spila Uncharted 2, MGS4, Infamous og Resistance 2 áður á vél sem ég fékk lánaða.
Xbox fjarstýringin er stærri, Dashboard-ið á Xbox er þægilegra (þó að PS3 valmyndin sé oh so pretty), fleiri leikir sem ég fíla og communityið stærra. Persónulega finnst mér allt í lagi að borga fyrir Live árlega einhverja þúsundkalla.
(Roll in the hatin' train) Mér finnst Xbox 360 betri leikjavél. PS3 vélin er núna inní stofu notuð sem DVD/Blu-ray spilun og til að stream-a myndir af PC tölvunni. Auðvitað fær Sony mad respect fyrir að troða gjörsamlega öllum mögulegum fídusum í þetta litla tæki í byrjun. Veðja á Blu-ray (og hafa rétt fyrir sér), bluetooth, innbyggt WIFI, backward compatability, kortalesara, 7 USB tengi. En því miður þurftu þeir að skera það niður á endanum.
Og til að enda þetta keypti ég þriðju Xbox vélina núna í október. Fékk hana senda frá Amazon.co.uk á 175 pund. Slim 250gb með Fifa 11, Crackdown 2 og Fallout New Vegas og aukafjarstýringu. Borgaði í endann rúmlega 41þ fyrir þennan pakka. En auðvitað eins og bent hefur verið á er Xbox samfélagið og stuðningurinn á íslandi sama og enginn. Allar helstu verslanir sem selja tölvuleiki taka eiginlega undantekningarlaust mun meira af PS3 leikjum og vörum.
En eins og ManiO sagði:
ManiO skrifaði:Það er endalaust hægt að rífast um þetta. En fyrir mér var valið einfalt. Leikirnir og fjarstýringin, enda er það tvennt það sem skiptir nánast öllu máli.
Gæti ekki verið meira sammála.
13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini