Philips 42" vantar álit á því og fleiri tækjum

Skjámynd

Höfundur
urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Philips 42" vantar álit á því og fleiri tækjum

Pósturaf urban » Mið 24. Nóv 2010 12:17

http://ht.is/index.php?sida=vara&vara=42PFL5405H
semsagt þetta tæki.

vita menn eitthvað hvernig þessi tæki eru að reynast ?
þar sem að þetta er á þrusu tilboði þá er freystandi að skella sér á þetta.

síðan mega menn koma með tillögur af sjónvörpum

FULLHD 40"+
verðbil, segjum bara upp að 260 þús


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

TheVikingmen
Nörd
Póstar: 108
Skráði sig: Fim 21. Okt 2010 23:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Philips 42" vantar álit á því og fleiri tækjum

Pósturaf TheVikingmen » Mið 24. Nóv 2010 12:26

Philips sjónvörp hafa verið að koma vel út finnst mér.
Gott verð fyrir þennan grip ölluheldur.

En ég mæli með LG sjónvarpi :D


Nörd er jákvætt orð!


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6352
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Philips 42" vantar álit á því og fleiri tækjum

Pósturaf AntiTrust » Mið 24. Nóv 2010 12:29

Hörkutæki, þessu nýju allavega sem ég hef haft kynni af.

Þessi stærð, þessi upplausn, þetta merki, þessi tengi og 100mhz - á þessu verði?

Ekki spurning um að þetta séu geðveik kaup.



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Philips 42" vantar álit á því og fleiri tækjum

Pósturaf Halli25 » Mið 24. Nóv 2010 12:30

Systa fékk sér þetta tæki og líkar vel við það, ég smellti venjulegum flakkara við það með MKV og það spilaði það léttilega :)


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Philips 42" vantar álit á því og fleiri tækjum

Pósturaf audiophile » Mið 24. Nóv 2010 12:33

Lítur út fyrir að vera mjög gott tæki.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Höfundur
urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Philips 42" vantar álit á því og fleiri tækjum

Pósturaf urban » Mið 24. Nóv 2010 12:34

AntiTrust skrifaði:Hörkutæki, þessu nýju allavega sem ég hef haft kynni af.

Þessi stærð, þessi upplausn, þetta merki, þessi tengi og 100mhz - á þessu verði?

Ekki spurning um að þetta séu geðveik kaup.



þetta var einmitt nákvæmlega það sem að ég hugsaði.
vildi eiginlega bara fá einhvern annan til þess að benda á það :)


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


stebbi23
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 17. Júl 2009 09:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Philips 42" vantar álit á því og fleiri tækjum

Pósturaf stebbi23 » Mið 24. Nóv 2010 13:13

Flott tæki. Mæli með að þú farir samt og fáir að sjá mynd með Pixel Plus HD off.
Man þegar ég var að selja þessi tæki að PPHD átti til að breyta myndinni all svakalega og t.d. setja margt í fókus sem átti einfaldlega ekki að vera í fókus.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Philips 42" vantar álit á því og fleiri tækjum

Pósturaf Daz » Mið 24. Nóv 2010 14:37

Sama tæki, 5000 kalli ódýrara? 42PFL5405H hjá Elko



Skjámynd

Höfundur
urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Philips 42" vantar álit á því og fleiri tækjum

Pósturaf urban » Mið 24. Nóv 2010 15:35

Daz skrifaði:Sama tæki, 5000 kalli ódýrara? 42PFL5405H hjá Elko


það verður þá orðið dýrara komið hingað heim.
þar sem að það er umboðsaðili fyrir heimilistæki hérna í eyjum.
og borga ég því engan flutning á tækinu til eyja


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

TheVikingmen
Nörd
Póstar: 108
Skráði sig: Fim 21. Okt 2010 23:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Philips 42" vantar álit á því og fleiri tækjum

Pósturaf TheVikingmen » Mið 24. Nóv 2010 15:51

Ef þú ert tilbúinn að borga soldið meira þá mæli ég með þessu

http://www.hataekni.is/is/vorur/5000/5020/42LE730N/


Nörd er jákvætt orð!


stebbi23
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 17. Júl 2009 09:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Philips 42" vantar álit á því og fleiri tækjum

Pósturaf stebbi23 » Mið 24. Nóv 2010 17:25

Að mínu mati, flottasta LCD tækið á markaðnum í dag.
Er að fara á 200k í Ormsson og BT

http://www.samsung.com/se/consumer/tv-h ... cification



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16512
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2112
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Philips 42" vantar álit á því og fleiri tækjum

Pósturaf GuðjónR » Mið 24. Nóv 2010 17:47

urban skrifaði:http://ht.is/index.php?sida=vara&vara=42PFL5405H
semsagt þetta tæki.

vita menn eitthvað hvernig þessi tæki eru að reynast ?
þar sem að þetta er á þrusu tilboði þá er freystandi að skella sér á þetta.

síðan mega menn koma með tillögur af sjónvörpum

FULLHD 40"+
verðbil, segjum bara upp að 260 þús


Hringdu í fellow spjallverja Ómar Smith s: 568-9090 hann vinnur hjá http://www.sm.is sem er rekið af sömu aðilum og http://www.ht.is og hann veit ALLT sem hægt er að vita um þessi tæki.

Ég keypti þetta tæki hjá honum fyrir tveimur árum, mjög ánægður með það fyrir utan þessi þrjú skipti sem það hefur þurft að fara í viðgerð og þá tvo mánuði sem tók að gera við það :evil:



Skjámynd

Hörde
Ofur-Nörd
Póstar: 242
Skráði sig: Mið 12. Feb 2003 15:31
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Philips 42" vantar álit á því og fleiri tækjum

Pósturaf Hörde » Fös 03. Des 2010 01:38

Ég er með 42" Panasonic G20 plasma sem er á einhvern 230kall hjá þeim og ég er frekar ánægður með. Það er ekki gallalaust (frekar en önnur sjónvörp) en kostirnir vega auðveldlega upp á móti göllunum. LCD vs. plasma er þó annað mál og smekksatriði, en ef baklýsingin og svartir tónar almennt bögga þig í LCD tækjum þá er plasma hiklaust málið. Sömuleiðis er mun lægra input lag í plasma tækjum ef þú kemur til með að nota 360 eða PS3 með tækinu, og almennt finnast mér meiri myndgæði í plasma en LCD.

Það er reyndar sorglegt að hugsa til þess að ég keypti mitt tæki á 290þús fyrir rétt rúmum 5 mánuðum. Það var þó næstum því hverrar krónu virði þrátt fyrir að ég sé algjör nasisti þegar kemur að myndgæðum. Ég get a.m.k. mælt með því þó ég hafi ekki reynslu af hinum tækjunum.



Skjámynd

bAZik
Tölvutryllir
Póstar: 691
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 20:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Philips 42" vantar álit á því og fleiri tækjum

Pósturaf bAZik » Fös 03. Des 2010 01:49

GuðjónR skrifaði:
urban skrifaði:http://ht.is/index.php?sida=vara&vara=42PFL5405H
semsagt þetta tæki.

vita menn eitthvað hvernig þessi tæki eru að reynast ?
þar sem að þetta er á þrusu tilboði þá er freystandi að skella sér á þetta.

síðan mega menn koma með tillögur af sjónvörpum

FULLHD 40"+
verðbil, segjum bara upp að 260 þús


Hringdu í fellow spjallverja Ómar Smith s: 568-9090 hann vinnur hjá http://www.sm.is sem er rekið af sömu aðilum og http://www.ht.is og hann veit ALLT sem hægt er að vita um þessi tæki.

Ég keypti þetta tæki hjá honum fyrir tveimur árum, mjög ánægður með það fyrir utan þessi þrjú skipti sem það hefur þurft að fara í viðgerð og þá tvo mánuði sem tók að gera við það :evil:

Ég er líka með tæki líkt þessu, gerði miklar rannsóknir áður en ég ákvað að taka það. Ég er ekkert annað en hæst ánægður með það!

Keypti það í SM fyrir aðeins meira en ári síðan.



Skjámynd

Raidmax
vélbúnaðarpervert
Póstar: 979
Skráði sig: Mið 05. Ágú 2009 19:19
Reputation: 3
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Philips 42" vantar álit á því og fleiri tækjum

Pósturaf Raidmax » Fös 03. Des 2010 02:42

Ég er einmitt að fara að skella mér á þetta Philips tæki , hef verið að skoða það. Þeir hjá Elko segja að þeir séu búnir að selja hundruð Philips tæki og hefur allt virkað fínt.

Þetta sjónvarp er auðvitað 100hrz , 2ms í viðbragstíma , skerpu 100.000 á móti 1 og Full HD auðvitað. Mér finnst ekki þurfa ekki mikið meira þannig ég myndi skella mér á þetta nema eitthverjir Sjónvarps sénar segja annað. Fylgir HDMI snúra með sem er flott en þeir segja ekkert hversu löng né neitt ?




Feeanor
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Mið 29. Sep 2010 12:31
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Philips 42" vantar álit á því og fleiri tækjum

Pósturaf Feeanor » Fös 03. Des 2010 12:49

http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... ry_id=1705
ég er sjálfur búinn að vera að spá dálítið í þessu hérna að ofan
40" Full HD LED philips tæki með 2ms svartíma, 100Hz etc á 180K...



Skjámynd

Raidmax
vélbúnaðarpervert
Póstar: 979
Skráði sig: Mið 05. Ágú 2009 19:19
Reputation: 3
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Philips 42" vantar álit á því og fleiri tækjum

Pósturaf Raidmax » Fös 03. Des 2010 15:14

Já þetta er samt fake LED ,það er ekki svona þunnt bara með LED baklýsingu




eta
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Mið 20. Feb 2008 13:43
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Philips 42" vantar álit á því og fleiri tækjum

Pósturaf eta » Fös 03. Des 2010 16:25

Raidmax skrifaði:Ég er einmitt að fara að skella mér á þetta Philips tæki , hef verið að skoða það. Þeir hjá Elko segja að þeir séu búnir að selja hundruð Philips tæki og hefur allt virkað fínt.

Þetta sjónvarp er auðvitað 100hrz , 2ms í viðbragstíma , skerpu 100.000 á móti 1 og Full HD auðvitað. Mér finnst ekki þurfa ekki mikið meira þannig ég myndi skella mér á þetta nema eitthverjir Sjónvarps sénar segja annað. Fylgir HDMI snúra með sem er flott en þeir segja ekkert hversu löng né neitt ?


Mæli hiklaust að þið skoðið Panasonic G20 tækin.
1080p 5.000.000 skerpa og Svart er svart :). eins og að horfa á ljósmyndir í þessu :)
Allavega valdi ég frekar Plasma því ég þoli ekki gráa litin sem á að kallast svart í LCD. LED kemst samt aðeins nær í svörtu en ekkert eins og Plasma.



Skjámynd

Raidmax
vélbúnaðarpervert
Póstar: 979
Skráði sig: Mið 05. Ágú 2009 19:19
Reputation: 3
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Philips 42" vantar álit á því og fleiri tækjum

Pósturaf Raidmax » Fös 03. Des 2010 16:47

Hvað eru verðin á þessum Panasonic G20 tækjum?




hsm
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
Reputation: 0
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Philips 42" vantar álit á því og fleiri tækjum

Pósturaf hsm » Fös 03. Des 2010 17:52

Raidmax skrifaði:Hvað eru verðin á þessum Panasonic G20 tækjum?

Verðið var 234.995 en er uppselt eins og er.


**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard

Skjámynd

Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Philips 42" vantar álit á því og fleiri tækjum

Pósturaf Jimmy » Fös 03. Des 2010 17:53

eta skrifaði:Mæli hiklaust að þið skoðið Panasonic G20 tækin.
1080p 5.000.000 skerpa og Svart er svart :). eins og að horfa á ljósmyndir í þessu :)
Allavega valdi ég frekar Plasma því ég þoli ekki gráa litin sem á að kallast svart í LCD. LED kemst samt aðeins nær í svörtu en ekkert eins og Plasma.


Hörde skrifaði:Ég er með 42" Panasonic G20 plasma sem er á einhvern 230kall hjá þeim og ég er frekar ánægður með. Það er ekki gallalaust (frekar en önnur sjónvörp) en kostirnir vega auðveldlega upp á móti göllunum. LCD vs. plasma er þó annað mál og smekksatriði, en ef baklýsingin og svartir tónar almennt bögga þig í LCD tækjum þá er plasma hiklaust málið. Sömuleiðis er mun lægra input lag í plasma tækjum ef þú kemur til með að nota 360 eða PS3 með tækinu, og almennt finnast mér meiri myndgæði í plasma en LCD.

Það er reyndar sorglegt að hugsa til þess að ég keypti mitt tæki á 290þús fyrir rétt rúmum 5 mánuðum. Það var þó næstum því hverrar krónu virði þrátt fyrir að ég sé algjör nasisti þegar kemur að myndgæðum. Ég get a.m.k. mælt með því þó ég hafi ekki reynslu af hinum tækjunum.


Eruði að fíla G20 tækið alveg í drasl?
Ekkert buzzing að pirra ykkur? eða image retention?


~

Skjámynd

razrosk
Ofur-Nörd
Póstar: 274
Skráði sig: Þri 15. Sep 2009 20:16
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Philips 42" vantar álit á því og fleiri tækjum

Pósturaf razrosk » Fös 03. Des 2010 18:59

Mæli með þessu - http://ht.is/index.php?sida=vara&vara=40PFL5605H
En einnig þessu ef þú vilt eyða aðeins meiru.. - http://ht.is/index.php?sida=vara&vara=42PFL7695H - á sjálfur svona og það er GEGGJAÐ.


CompTIA A+/Network+/Security+/PDI+

Skjámynd

Hörde
Ofur-Nörd
Póstar: 242
Skráði sig: Mið 12. Feb 2003 15:31
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Philips 42" vantar álit á því og fleiri tækjum

Pósturaf Hörde » Fös 03. Des 2010 22:22

Jimmy skrifaði:Eruði að fíla G20 tækið alveg í drasl?
Ekkert buzzing að pirra ykkur? eða image retention?

Hvorugt. Það er alltaf eitthvað buzzing í plasma tækjum en ég þarf að vera við tækið til að heyra það. Ég heyri meira í ísskápnum inni í eldhúsi heldur en sjónvarpinu. Sama gildir um HTPC vélina og Xboxið. Ég fylgdist mikið með image retention fyrstu vikurnar en það litla sem kom upp við að spila tölvuleiki hvarf alltaf aftur á nokkrum tímum við venjulega notkun. Og þá þurfti ég spila sérstakt slideshow til að finna það. Það var meira retention á gamla LCD tækinu sem ég skipti út.

Þannig að já, ég er sáttur við tækið. Það er með betri liti og black level en ég hef séð í nokkru LCD tæki, lægra input lag, og mun betra response og motion resolution en hægt að fá úr LCD tækni yfir höfuð. Það er ekki gallalaust, en þetta eru gallar sem ég efast um ég hefði tekið eftir ef ég hefði ekki lesið um þá. Þess vegna ætla ég að sleppa því að nefna þá, en þeir eru ekki nema tveir.

Það eina sem ég sé eftir er að hafa ekki beðið eftir verðlækkuninni eða eytt aðeins meiru og fengið mér 3D Ready VT20 tækið. Þannig að ég er tilbúinn að kalla þetta næstbesta tækið á markaðnum.




eta
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Mið 20. Feb 2008 13:43
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Philips 42" vantar álit á því og fleiri tækjum

Pósturaf eta » Fim 09. Des 2010 23:06

Hörde skrifaði:Það eina sem ég sé eftir er að hafa ekki beðið eftir verðlækkuninni eða eytt aðeins meiru og fengið mér 3D Ready VT20 tækið. Þannig að ég er tilbúinn að kalla þetta næstbesta tækið á markaðnum.


Sama hér. 3D hefði verið stuð :)
En búinn að sanfæra mig um að ég selji þetta á barnalandi eftir 1,5ár og fái mér þá 3D, (en þetta endar örugglega inní sefnherbergi því maður tímir ekki að láta það :)

En já get ekki kvartað yfir neinu í G20 tækinu en hef reyndar ekki verið að lesa eða leita eftir göllum.
Sá samt feitan um á G20 og S20 þegar þau voru hlið við hið og gat ekki tekið S20 eftir það.