Það er ýmislegt skrítið við þessa frétt sem mér finnst gera þessa stelpu ótrúverðuga.
Hún er í HÍ á leiðinni í próf en með öll gögnin sín inná tölvu sem hún sendir í tjónaskoðun
Ég vinn ekki á verkstæði en ég tel það góð vinnubrögð að vanda sig við tjónaskoðun og taka vélina algjörlega í sundur, það er það sem ég mundi vilja ef ég sendi tölvu í tjónaskoðun.
Að hætta við tjónaskoðunina er bara ekki svo einfalt. Þetta er eins og að biðja um að gírkassi sé tjónaskoðaður því að maður kemst ekki í 3.gír. Við skoðunina kemur í ljós að boxið um kassann er skemmt og að tannhjól í 3. gír sé ónýtt.
Þá á viðskiptavinurinn ekki í fullum rétti að segja "skiptið þá bara um tannhjólið og lokið kassanum þó hann sé ónýtur", það er fúsk sem viðskiptavinurinn yrði alveg jafn óánægður með in the long run.
Ég er 110% viss um að þeir hjá Nördinum hugsuðu einfaldlega á þann veg að ef þeir ættu að taka við þessari vél til viðgerðar, þá mundu þeir vilja fá hana í pappakassa tilbúin til viðgerðar en ekki samsetta og þurfa að taka hana í sundur.
Þeir voru líklega að reyna að spara ungfrúnni viðgerðarkostnað eða einfalda henni að láta gera við vélina (enda bæði lyklaborð og skjáfestingar enn ónýtt).
Hún verður svona svakalega fúl og þar sem Doddson vantaði efni þá endaði þetta sem frétt, eins sorglegt og það hljómar.
Eins og ég segi þá vinn ég ekki á verkstæði en hef samt sé þessar lamir "hanga" saman þar til skrúfurnar eru losaðar og það er hund fúlt en engin leið að ná þessu saman aftur.
Ef þið eruð að hugsa "ekki báðar lamirnar" þá hef ég bara víst lent í því á Latitude D510 vél (minnirmig, frekar en 610) þá var önnur lömin bara föst undir plastinu hlífinni (komst ekki uppúr) og hin lömin mölbrotin en hékk á einhvern undarlegan hátt utaná skrúfunum...