Þráðlaus ADSL router?

Skjámynd

bizz
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Fim 07. Ágú 2003 23:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf bizz » Mið 21. Jan 2004 10:37

Ég er með Conextant routerinn sem ogvodafone er að selja með 12 mánaða tilboðinu sínu, ég er nú ekkert svakalega impressed...ég er ekki að finna stillingu fyrir MAC-Address filtering plús það að maður þarf að reboota routernum ef maður vill route-a eitthverju sérstöku porti á ip tölu...sem að bara sýgur að mínu mati.

Auðvitað þarftu að reboota þegar þú breytir svona stillingum!!
Það eru allir routerar þannig




Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 662
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf natti » Mið 21. Jan 2004 13:50

Mér finnst nú bara ekkert sjálfsagt við það að þurfa að endurræsa dótið eftir breytingar.
Þegar fólk er farið að taka því sem sjálfsögðum hlut að þurfa að endurræsa alla hluti eftir smá breytingar þá er eitthvað mikið að.
Sé það alveg í anda ef að fólk þyrfti að slökkva og kveikja aftur á bílnum ef það ætlaði að breyta um útvarpsstöð eða setja rúðuþurrkurnar á.


Mkay.

Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Mið 21. Jan 2004 15:31

ég held að ég þurfi aldrei að restart'a ST módeminu mínu



Skjámynd

Höfundur
Mal3
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Mán 23. Jún 2003 10:49
Reputation: 0
Staðsetning: 101
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Mal3 » Sun 25. Jan 2004 20:55

Vegna klíku náði ég að fá Planet ADW-4100 ADSL WiFi router á 16400 krónur. Get ekki sagt að ég sé alveg manna sáttastur, en það er ekki komin mikil reynsla á græjuna. Eins og er, er ég að reyna að fá MAC address filtering til að virka ásamt WEP.

Hvað um það, þá langaði mig að benda á tvo valkosti sem hljómuðu vel fyrir mér. Annars vegar var tilboð í svar á D-Link græju sem gerir þetta sama og hún kostaði 19.900 ef ég man rétt. Í Nýherja fæst svo Netgear 802.11G ADSL router með firewall sem kostar 24.900. Í mínum eyrum hljómar það bara vel, en þar sem ég er andsk. blankur stökk ég á þennan Planet router.

Það sem er gott er það að ég er með mjög góða móttöku í fartölvunni allsstaðar í íbúðinni. Ég fer svo að kanna betur öryggiseiginleikanna þegar Apple IMC fær loksins iBook vélina sem ég er að bíða eftir.



Skjámynd

°°gummi°°
Nörd
Póstar: 148
Skráði sig: Mið 06. Ágú 2003 09:09
Reputation: 0
Staðsetning: rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf °°gummi°° » Þri 27. Jan 2004 11:08

Ég HATA hvað það er alltaf verið að taka okkur í haughúsið hérna heima, viljiði sjá þetta verð?!
http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/B00007KDVI/qid=1075200205//ref=pd_ka_1/102-0791187-7717717?v=glance&s=pc&n=507846
85*70 = 5950kr!! :evil:
+vsk ~ 7500kr


coffee2code conversion

Skjámynd

Höfundur
Mal3
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Mán 23. Jún 2003 10:49
Reputation: 0
Staðsetning: 101
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Mal3 » Þri 27. Jan 2004 11:17

°°gummi°° skrifaði:Ég HATA hvað það er alltaf verið að taka okkur í haughúsið hérna heima, viljiði sjá þetta verð?!
http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/B00007KDVI/qid=1075200205//ref=pd_ka_1/102-0791187-7717717?v=glance&s=pc&n=507846
85*70 = 5950kr!! :evil:
+vsk ~ 7500kr


Plús flutningskostnaður og álagning... svona græja kostar um 14000 hér heima. Hvað kostar hann með flutningskostnaði frá Amazon?




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Þri 27. Jan 2004 15:02

Hvar fær maður svona á Íslandi?



Skjámynd

Höfundur
Mal3
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Mán 23. Jún 2003 10:49
Reputation: 0
Staðsetning: 101
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Mal3 » Þri 27. Jan 2004 15:29

gumol skrifaði:Hvar fær maður svona á Íslandi?


Tölvulistanum og EJS held ég. NB. Þetta er þráðlaus router, en ekki með módemi. Þannig lagað átti ég erfitt með að finna á vefum í USA...



Skjámynd

°°gummi°°
Nörd
Póstar: 148
Skráði sig: Mið 06. Ágú 2003 09:09
Reputation: 0
Staðsetning: rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf °°gummi°° » Þri 27. Jan 2004 16:28

Mal3 skrifaði:
°°gummi°° skrifaði:Ég HATA hvað það er alltaf verið að taka okkur í haughúsið hérna heima, viljiði sjá þetta verð?!
http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/B00007KDVI/qid=1075200205//ref=pd_ka_1/102-0791187-7717717?v=glance&s=pc&n=507846
85*70 = 5950kr!! :evil:
+vsk ~ 7500kr


Plús flutningskostnaður og álagning... svona græja kostar um 14000 hér heima. Hvað kostar hann með flutningskostnaði frá Amazon?

hvar kostar þetta 14þús??
http://computer.is/vorur/1924
meira að segja í gegnum shopusa þá myndi þetta bara kosta 12.500kall
Það er auðvitað alveg út í hött að það sé verið að selja vöru á Íslandi á þreföldu verði heldur en hægt er að kaupa hana á í USA!
ef ég ætla að fá mér þetta þá læt ég bara senda þetta á vinkonu mína í USA, hún kippir því til íslands og ég borga 7500 :)

p.s. það er hægt að fá þetta á $79 ~5.500kr


coffee2code conversion

Skjámynd

°°gummi°°
Nörd
Póstar: 148
Skráði sig: Mið 06. Ágú 2003 09:09
Reputation: 0
Staðsetning: rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf °°gummi°° » Þri 27. Jan 2004 16:35

jæja, þetta er þá ekki alveg eins slæmt og ég hélt
tölvulistinn er kominn með þetta á 12.900 húrra fyrir þeim, þeir gætu verið að panta þetta í gegnum shopusa og samt verið að græða :evil:


coffee2code conversion


Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Icarus » Þri 27. Jan 2004 17:36

Thompson Alcatel SpeedTouchrouterar eru mjög góðir. Ég á einmitt einn þannig, hann er með innbyggðu adsl módemi, þráðlausu neti, sem virkar nú alveg fínt í gegnum eins og einn steinvegg og einu venjulegu lanporti. Þægilegt að stilla hann og bara ekkert nema gott um hann að segja.

Sá sem ég á heitir Alcatel SpeedTouch 570 :8)



Skjámynd

Höfundur
Mal3
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Mán 23. Jún 2003 10:49
Reputation: 0
Staðsetning: 101
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Mal3 » Þri 27. Jan 2004 18:38

°°gummi°° skrifaði:hvar kostar þetta 14þús??
http://computer.is/vorur/1924
meira að segja í gegnum shopusa þá myndi þetta bara kosta 12.500kall
Það er auðvitað alveg út í hött að það sé verið að selja vöru á Íslandi á þreföldu verði heldur en hægt er að kaupa hana á í USA!
ef ég ætla að fá mér þetta þá læt ég bara senda þetta á vinkonu mína í USA, hún kippir því til íslands og ég borga 7500 :)

p.s. það er hægt að fá þetta á $79 ~5.500kr


Ég ætla alls ekki að bera í bætifláka fyrir það sem mér finnst vera of há vöruverð hér á landi. Það er samt rétt að muna að það kostar að halda úti verslunarhúsnæði, starfsfólki o.fl. Þessi 500 kall sem þú nefnir í öðrum pósti er varla merkilegur "gróði" af vöru sem kostar 12.900 krónur?

Ég var að versla mér aukahluti fyrir fartölvu um daginn og mig sveið svakalega að sjá mýs sem kostuðu undir 40 dollurum á 7000 krónur hér heima. Vandamálið var bara það að flutningskostnaður át oft upp megnið af mismuninum, svo maður gleymi því ekki að það er mun auðveldara að kaupa eitthvað í BT, en fá sent milli landa.

Fyrirtæki hljóta að fá mun hagkvæmari verð á flutningi þar sem oftast er flutt í magni. Þar hlýtur hundurinn, eða einn af mörgum hvolpum, að liggja grafinn. Eða hvað?