ég nenni ekki að quota svona stóran post þannig að
@Gúrú
Nei, ég er ekki sammála þér með það að það bendi ekkert til þess að vitsmunalíf hafi heimsótt jörðina, ég sagði að það væru engin sönnunargögn en það eru aftur á móti gögn sem benda til þess að vitsmunalíf hafi komið. Til að sanna það þá þyrftum við að actually sjá geimverurnar með eigin augum.
Afhverju sagðiru ekki í fyrsta lagi að þú trúðir að fljúgandi diskar væru til, þá hefði ég spurt þig afhverju þér fynndist ólíklegt að þetta væru diskar en ekki blöðrur, og í staðin fyrir að kalla þetta blöðrur án þess að hafa nokkuð vit á því hvernig þetta var, afhverju rannsakaru ekki aðeins inn í málið í staðin fyrir að kalla mig strax vitleysingja fyrir að halda því fram að þetta hafi ekki verið blöðrur, ef þú hefðir verið að fylgjast með þessu þá hefðiru líklegast verið sammála mér með það að þetta hafi ekki verið blöðrur..
Basically. Allar þessar umræður í kvöld hafa snúist um hvort að þetta hafi verið blöðrur eður ei og ég nenni þessu einfaldlega ekki lengur, ég er 100% viss um að þetta hafi ekki verið blöðrur og ég er búinn að reyna að vera að sannfæra þig með því að sýna þér gögn og segja þér frá því hverju ég sá í fyrradag en þú virðist ekki hafa séð né lesið neitt af því þannig að, næst þegar þú ætlar að reyna að sannfæra mig um að þetta hafi verið blöðrur, gefðu mér þá gögn sem sýna fram á það því að mín gögn og yfirlýsingar sýna svo sannarlega fram á það að þetta séu ekki blöðrur..
Það er auðvitað undir þér komið að ákveða hvort þú viljir trúa mér eður ei en það er þitt mál ef þú telur mig ljúga.
Núna í seinasta skiptið:
"Eitt af þessum fljúgandi farartækjum hreyfði sig frá punkt A á ská circa 200-300 metra til punkts B á innan við sekúndu, þessir hlutir voru allstaðar, mest 6-10, eitt það ótrúlegasta var það þegar ég sá þessa hluti mynda einhversskonar fylkingu"
Og segðu mér núna hvað þér finnst um frásögn mína. Síðan var ég líka búinn að nefna Puma Punku sem eru rústir, lestu um þær og segðu mér hvað þér finnst. Ef þú hafnar því þá hefur þú engan rétt á því að tjá þig í þessu umræðuefni lengur.
Smá punktar um Puma Punku : 10-14 þúsund ára gamlar rústir. Staðsettar frá öllum efnum sem voru notuð við byggingu kubbana sem LÆSTUST saman og voru gerðir úr efnunum granite og diorite, diorite er næst sterkasta efni sem er þekkt, kubbarnir voru mótaðir með þessum efnum sameinuðum og voru nákvæmlega skornir, nákvæmir upp á millimetra. Og til að skera efnið diorite þarftu að nota vélar með demantamótuðum skurningshníf því að handafl er ekki nóg, ef ekki demanta þá einhversskonar geisla. Kubbarnir voru mest 300-340 tonn og voru stakkaðir upp á hvorn annan tugi metra.
Þeir sem bjuggu á þessum slóðum voru indjánar með óskrifað mál.
Þetta svokallað gagn er ekki sönnunargagn en í þessu tilviki þá þarft ÞÚ að vera sá með ýmindunaraflið ef þú ætlar að búa til kenningar um það hvernig þessi litli ættbálkur bjó þetta til..
Ef þú aftur á móti trúir því að það hafi komið hágáfuð tegund frá annari plánetu taktu það þá til umhugsunar að það eru þá verur sem geta ferðast mörg ljósár á stuttum tíma, mín kenning er ormagögn sem er aðeins kenning fyrir okkur núna því að við erum ekki komin það langt að uppgötva hvort að þetta sé hægt eður ei, en ef þessi ferðamáti er fræðilegur þá gæti það þessvegna þýtt að þessar verur hafi notað þennan máta til að ferðast um alheimin. Núna veistu þá líka að það er möguleiki á því að þetta hafi líklegast verið geimverur í staðin fyrir menn sem voru að stjórna þessum farartækjum sem við köllum fljúgandi diska, það getur líka alveg eins verið að við menn höfum náð einum svona disk og endurbyggt hann með því að rannsaka hann en ég efa það að við menn sem notum geimskutlur höfum búið til þessa diska á okkar tíma.. Ef svo væri þá væri NASA ekki að nota geimskutlur er það nokkuð?
Hérna er mynd af broti af þessum rústum, observe.
ASRock-P43D2. Intel core 2 duo e7400(3ghz, 3mb cache). Mushkin(4gb DDR2 800mhz). Force3D ATI HD5770(1GB ddr5, 4800mhz memory clock). HDD(500GB 7200rpm 16mb cache), 160GB 5400rpm, Power supply: Tacens 520w. Case: Tacens Victoria II.