Stef vill rukka alla netnotendur

Allt utan efnis
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1557
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 230
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Stef vill rukka alla netnotendur

Pósturaf depill » Fim 14. Okt 2010 23:21

dori skrifaði:Varðandi verðin á svona VoD dóti, er það ekki vegna flókinna leyfa samninga? Ég held að þessir aðilar, Síminn/Vodafone/filma.is hafi bara takmarkað um verðið á hlutunum að segja, s.s. að samningar kveði á um eitthvað lágmarksverð. Er það ekki rétt hjá mér Erlingur?


Áttaði mig á því, veit að það hefur líka áhrif á vöruúrval. En já Erlingur, aftur ef það væri STB lausn á filma.is fyndist mér verðið á þáttum eins og Klovn mjög ásættanlegt. En mér finnst verðið á Ísl. þáttunum geðveiki, en vonandi nærðu bara nægilega góðri markaðsaðstöðu.

Finnst til dæmis töff það sem iTunes er að gera núna, 99 cent fyrir þátt og eru bara að neyða stúdíóin til þess að lækka sig með því að segja að ef þið eruð ekki með, eruð þið að tapa risastórum kúnna hóp.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5585
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1050
Staða: Ótengdur

Re: Stef vill rukka alla netnotendur

Pósturaf appel » Fös 15. Okt 2010 00:00

erlingur_th skrifaði:
gardar skrifaði:
depill skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Þetta er bara svo mikið bull. Það er í þeirra höndum (STEF, MPAA, öll höfundarréttafyrirtæki) að búa til tækni sem gerir ólöglega afritun ómögulega.


Hmm gætu nú bara ekki eitt neitt í piracy heldur keppt við það. Það er alltaf stór hópur sem er tilbúinn að borga fyrir að horfa á efnið, það er bara spunring um greiðsluvilja.

Þannig að ef að tónlist væri án DRM væri ekki endalaust af licensing issues þannig að allir gætu selt tónlist ( ekki bara tonlist.is, með sumt DRM sumt ekki, selja suma tónlist eða suma ekki ) á sanngjörnu verði væri þetta non-issue.

Hefði markaðurinn jafnframt elt upp það trend strax að fólk nennti ekki út á video-leiguna og hefði strax komið með VoD á eðlilegu verði væri þetta minna issue.

Hætta að eyða að elta upp piracy, koma með markaðslausnir sem gera það að verkum að fólk nennir ekki að eyða tíma í að finna ólögleg lög. Ef diskur myndi kosta svona 990 kr stafrænn myndi ég örugglega kaupa hann, aldrei skilið þetta stafræn sala = svipað dýr og retail.



http://filma.is/ er með þetta á réttri leið að mínu mati, hefði þó átt að koma miklu fyrr á markað.


Sælir,

Ég heiti Erlingur og bjó til og rek Filma.is. Mér langaði að segja að ástæðan fyrir því að ég fór af stað með Filma.is er akkúrat það sem Depill sagði: "Hætta að eyða að [sic] elta upp piracy, koma með markaðslausnir sem gera það að verkum að fólk nennir ekki að eyða tíma í að finna ólögleg lög".

Mín skoðun er einmitt sú að það þarf að horfa á ólöglega dreifingu frekar sem ónýttan markað. Það er greinileg eftirspurn eftir fljótlegum og auðveldum leiðum til að nálgast afþreyingarefni á netinu og vonandi get ég sýnt fram á að þetta viðskiptamódel getur virkað, að fólk er tilbúið að borga fyrir þægindi og góða þjónustu. Ég er alls ekki að segja að ólögleg dreifing eigi rétt á sér né er ég að styðja hana, ég er frekar að segja að það þarf að horfa á hana sem einkenni stærri vanda: vöntun á þægilegu og fljótlegu aðgengi að afþreyingu.

Fyrir utan allt annað, ef þeir setja á stokkana einhversskonar vefsvæði þar sem hægt er að ná í tónlist frítt, hvað gerist þá með t.d. Tónlist.is og GogoYoko? Er þetta ekki eitthvað samkeppnismál? Ég veit að ég væri ekki sáttur ef þeir myndu setja upp "frítt" svæði þar sem hægt væri að nálgast myndir eða þætti því þá væri engin þörf á Filma.is lengur.


Hvernig er notkunin á filma.is, er hún mikil?


*-*


erlingur_th
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Fim 14. Okt 2010 21:17
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Stef vill rukka alla netnotendur

Pósturaf erlingur_th » Fös 15. Okt 2010 00:10

appel skrifaði:Hvernig er notkunin á filma.is, er hún mikil?


Já, ég er allavega mjög ánægður með viðbrögðin sem við höfum fengið. Maður vill að sjálfsögðu alltaf gera betur og ég hlakka til að sjá hvernig þetta verður þegar við stækkum við þáttasafnið okkar á komandi vikum.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Stef vill rukka alla netnotendur

Pósturaf urban » Fös 15. Okt 2010 00:34

erlingur_th skrifaði:
depill skrifaði:Og já Filma.is og mjög töff fyrirbæri og ég er persónulega mjög ánægður með VoDið hjá Símanum og Leiguna hjá Vodafone vegna þess að mér finnst þetta allt í rétta átt. Mér finnst eina að mér finnst þættir of dýrir á öllum þessum síðum/miðlum ( sorry erlingur, en mér bara finnst það ), mér finnst 7080 kr fyrir leigu á einni þáttröð ( þá er ég að tala um eina standard 24 þátta seríu of blóðugt. En samt skref í rétta átt. Verðið á myndum finnst mér samt á réttu róli.


Takk fyrir það :) Já, ég er alveg sammála þér með þáttaverðið. Ég er búinn að eyða miklum tíma í að reyna að fá það lækkað niður en hefur ekkert gengið (þetta á við um íslensku þættina sem eru núna á síðunni). Hinsvegar held ég að þið verðið ánægðari með erlendu þættina því þeir munu vera eins og Klovn er í dag, "Eigðu". Klovn sería kostar 2.500 kr. hjá okkur en 4.000 kr. út í búð. Við stefnum á að vera í 2-300 kr. verðinu en það verður þá eingöngu one-time thing. Þú borgar sem sagt fyrir þáttinn einu sinni og getur horft á hann eins oft og þú vilt á Filma.is.


ath ég miða þetta út frá sjónvarpsþáttum, ég horfi andskotan ekkert a bíómyndir og hlusta lítið á músík í tölvunni

Ég vil meina að ef að ég vil borga fyrir sjónvarpsþátt þá á það að sjálfsögðu að vera ódýrara en ef að ég ætla að kaupa hann á DVD

ef að DVD með ~24 þáttum kostar 5000 kall þá vil ég meina að ég eigi ekki að þurfa að borga meira en 3 - 3500 fyrir þættina (helst í raun minna, þar sem að það er verið að sleppa "öllum" milliliðum, sem að allir leggja á vöruna)

Þessi síða er mjög góð og góð byrjun, en það er vandamálið, þetta er bara byrjun.
ég hef ekkert á móti því að borga fyrir það sjónvarpsefni sem að ég horfi á
en ég vil þá geta borgað fyrir það, niðurhalað því, útbúið minn playlista og horft á þetta hvenær sem að ég vil og án auglýsinga
ég vil t.d. ekki þurfa að horfa á eitthvað í gegnum síðuna sjálfa hjá ykkur, það finnst mér bara gríðarlegur galli

einsog staðan er núna, þá er t.d. verið að klára að sýna The Big Bang theory úti í bandaríkjunum núna í þessum skrifuðu orðum, (00:30)
þátturinn verður kominn á netið eftir ca 5 - 10 mín, án auglýsinga, og ég get verið komin með hann í tölvuna hjá mér ca 00:45 í 720p
byrjað að horfa á hann semsagt maximum hálftíma eftir að klárað er að sýna hann úti.

þessu eru menn vanir og þessu verður ekki breytt, kúnninn kemur ekki til með að bíða með að horfa á efnið þangað til dagin eftir eða viku seinna eða hvenær svo sem íslenskum sjónvarpsstöðvum dettur til hugar að taka efnið til sýningar.
það er bara einfaldlega of seint.

en aftur á móti væri avleg hægt að nýta sér tæknina, nýta sér þekkingu sem að er til staðar og bjóða uppá þetta nákvæmelga sama, nema gegn gjaldi.
ég er, einsog ég sagði áðan, alveg til í að borga fyrir það (á t.d. helling af þáttaröðum á DVD bara vegna þess að mig hefur langað að eiga það á dvd, þrátt fyrir að eiga það allt í tölvunni nú þegar), en ég er ekki tilbúinn að bíða óhemju eftir því að geta borgað fyrir það og borga síðan verð sem að mér finnst vera alveg gersamlega út í hött.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


erlingur_th
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Fim 14. Okt 2010 21:17
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Stef vill rukka alla netnotendur

Pósturaf erlingur_th » Fös 15. Okt 2010 01:04

urban skrifaði:ath ég miða þetta út frá sjónvarpsþáttum, ég horfi andskotan ekkert a bíómyndir og hlusta lítið á músík í tölvunni

Ég vil meina að ef að ég vil borga fyrir sjónvarpsþátt þá á það að sjálfsögðu að vera ódýrara en ef að ég ætla að kaupa hann á DVD

ef að DVD með ~24 þáttum kostar 5000 kall þá vil ég meina að ég eigi ekki að þurfa að borga meira en 3 - 3500 fyrir þættina (helst í raun minna, þar sem að það er verið að sleppa "öllum" milliliðum, sem að allir leggja á vöruna)


Eins og staðan er í dag er þetta verðið á þáttum, sjá t.d. iTunes þar sem þættir eru 2-3 dollara eða um 260-390 kr. Við munum vonandi vera með tilboð þar sem hægt er að kaupa heila seríu og það yrði þá ódýrara heldur en að kaupa staka þætti.

urban skrifaði:Þessi síða er mjög góð og góð byrjun, en það er vandamálið, þetta er bara byrjun.
ég hef ekkert á móti því að borga fyrir það sjónvarpsefni sem að ég horfi á
en ég vil þá geta borgað fyrir það, niðurhalað því, útbúið minn playlista og horft á þetta hvenær sem að ég vil og án auglýsinga
ég vil t.d. ekki þurfa að horfa á eitthvað í gegnum síðuna sjálfa hjá ykkur, það finnst mér bara gríðarlegur galli


Eins og ég sagði þá er þetta bara byrjunin, síðan er nú bara búin að vera í gangi í tæpa tvo mánuði. All in due time :) Það eru engar auglýsingar á síðunni.

urban skrifaði:einsog staðan er núna, þá er t.d. verið að klára að sýna The Big Bang theory úti í bandaríkjunum núna í þessum skrifuðu orðum, (00:30)
þátturinn verður kominn á netið eftir ca 5 - 10 mín, án auglýsinga, og ég get verið komin með hann í tölvuna hjá mér ca 00:45 í 720p
byrjað að horfa á hann semsagt maximum hálftíma eftir að klárað er að sýna hann úti.

þessu eru menn vanir og þessu verður ekki breytt, kúnninn kemur ekki til með að bíða með að horfa á efnið þangað til dagin eftir eða viku seinna eða hvenær svo sem íslenskum sjónvarpsstöðvum dettur til hugar að taka efnið til sýningar.
það er bara einfaldlega of seint.


Ég get alveg sagt þér að ég væri þvílíkt til í að geta boðið uppá þættina daginn eftir frumsýningu í bandaríkjunum og ég hef spurt útí hvað þyrfti til að láta það takast en það er mjög flókið mál. Það besta sem hægt er að gera er að reyna að stytta tímann frá frumsýningu og sýningu hér á landi og vonandi verður það gert eftir bestu getu, only time will tell. Ég hef því miður mjög lítið (ekkert eiginlega) að segja í þessum málum :)