Neitar að boota W7 (DVD)


Höfundur
GTi
has spoken...
Póstar: 173
Skráði sig: Fim 24. Ágú 2006 14:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Neitar að boota W7 (DVD)

Pósturaf GTi » Mán 04. Okt 2010 22:09

Sælir.

Ég tók að mér að formatta tölvu fyrir fólk. (Hef margoft gert það en aldrei með Windows 7)

Ég setti W7 diskinn í. Gerði "Custom Install" ekki Upgrade til að formatta vélina.

Eftir ákveðinn part af uppsetningunni endurræsti hún sér og vill ekki boota diskinn.

Það kemur "Press Any Key to Boot from CD - DVD" - Ég smelli á einhvern takka og þá hættir hún að telja og virðist vera að boota.
En þá endurræsir hún sig.

Þetta er núna komið í algjöra hringavitleysu... Og ég get ekki farið aftur inn í Windows XP.

Hvað get ég gert?



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Neitar að boota W7 (DVD)

Pósturaf Hargo » Þri 05. Okt 2010 07:37

Er þetta löglegt Win7 sem þú keyptir á disk eða er þetta Win7 sem þú downloadaðir og skrifaðir á disk?

Ef þú hefur skrifað þetta sjálfur þá geturðu prófað að skrifa diskinn aftur. Svipað mál kom fyrir mig en þá restartaði vélin sér alltaf í miðri uppsetningu. Þá dugaði að skrifa diskinn aftur.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Neitar að boota W7 (DVD)

Pósturaf Daz » Þri 05. Okt 2010 08:55

Sama hér, ég lenti í vandræðum með skrifuð eintök af Win7 (löglegt eintak reyndar, það er hægt líka!). Setti það á USB lykil og þá virkaði þetta fínt.




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Neitar að boota W7 (DVD)

Pósturaf biturk » Þri 05. Okt 2010 09:39

þú máttir ekki úta á neitt, í uppsetningunni segir hún þér að hún muni endurræsa sig nokkrum sinnum á ferlinum og það sé eðlilegt, þú átt ekki að snerta við neinu


hættu að ýta á takka og leifðu henni að vinna sinn veg.


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


Höfundur
GTi
has spoken...
Póstar: 173
Skráði sig: Fim 24. Ágú 2006 14:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Neitar að boota W7 (DVD)

Pósturaf GTi » Þri 05. Okt 2010 10:05

Þetta er skrifaður diskur. (Afrit af löglegum disk - Sem er brotinn) :shooting
Ég er búinn að skrifa hann 2x á minnsta hraða en tölvan vill ekki botta af honum.
Núna bootar hún ekki heldur af HDD.

Ég prófaði að extracta ISO file'num á USB drif og þegar ég reyni að láta hana boota af USB drifinu þá stoppar tölvan mjög lengi og endurræsir sér.
Ég er að setja upp Windows XP aftur. :-({|=




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Neitar að boota W7 (DVD)

Pósturaf biturk » Þri 05. Okt 2010 10:07

fyrir funnið


komdu með specca um þessa tölvu? er ekki séns á að hún bara styðji ekki w7? man það að hún getur látið illa undarlega ef að minnið er ekki nóg :-s


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


Höfundur
GTi
has spoken...
Póstar: 173
Skráði sig: Fim 24. Ágú 2006 14:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Neitar að boota W7 (DVD)

Pósturaf GTi » Þri 05. Okt 2010 10:11

Ég veit ekki nákvæmlega speccana á þessari tölvu.
Ég lét hana fara í Windows 7 Upgrade Advisor og þeir settu út á minnið.
En það stóð "Optional" þannig að ég áleit þetta vera í lagi.

Annars er hún 2.4GHz.

Ég hélt að W7 væri ekki þungt í vinnslu miðað við XP.




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Neitar að boota W7 (DVD)

Pósturaf biturk » Þri 05. Okt 2010 10:14

enda er það það ekki

en win 7 vill bara ekki virka vel nema með algeru lágmarki 1 gb og helst vill það fá lágmark 2gb af minni svo það standi sig ágætlega


en aftur á móti eru 2 gb af minni ekki neitt í dag :the_jerk_won


myndi kíkja inn í tölvuna og sjá hvað það er stórt minni, það gæti verið orsök allra þinna vandamála.


ég hef lent í stórkostlegum vandræðum með 1 gb af minni í tölvu og w7, hún ætlaði bara ekki að ná að setja það upp, en það minni var reindar ekki ema 333mhz :lol:


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


Höfundur
GTi
has spoken...
Póstar: 173
Skráði sig: Fim 24. Ágú 2006 14:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Neitar að boota W7 (DVD)

Pósturaf GTi » Þri 05. Okt 2010 10:20

biturk skrifaði:ég hef lent í stórkostlegum vandræðum með 1 gb af minni í tölvu og w7, hún ætlaði bara ekki að ná að setja það upp, en það minni var reindar ekki ema 333mhz :lol:


Já... Ætli það sé ekki örsökin. Mig rámar í að ég hafi lesið 960mb 333hz áðan í startupinu.
Fannst það ótrúlegt miðað við að tölvan er ekki nema c.a. 3 ára gömul.




coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Neitar að boota W7 (DVD)

Pósturaf coldcut » Þri 05. Okt 2010 10:31

Settu bara upp Vista...þarft ekki jafn mikið minni fyrir það ;)




nessinn
Fiktari
Póstar: 57
Skráði sig: Mið 14. Jún 2006 02:31
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Neitar að boota W7 (DVD)

Pósturaf nessinn » Þri 05. Okt 2010 12:08

Notaðu annað hvort Windows 7 DVD/USB tool eða þá Unetbootin til að setja Win7 installið á USB lykil.

Svo seturðu hann í, breytir boot röðinni og velur custom install.

Svo velurðu Drive options og velur að formatta diskinn sem þú ætlar að installa win7 á.

Svo gerirðu bara next og next o.s.frv.

Þegar hún kveikir á sér næst breytirðu aftur boot röðinni þannig að harði diskurinn með win7 installinu sé efstur. Save-ar og restartar og þá ætti installið að halda áfram.

Var að setja upp Win7 um daginn á tölvunni minni og mig minnir að þetta hafi verið röðin sem ég gerði



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7583
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Ótengdur

Re: Neitar að boota W7 (DVD)

Pósturaf rapport » Þri 05. Okt 2010 13:57

Einhversstaðar las ég að fólk hefði lent í vandamálum með að nota DVI tengi en ekki VGA.

Spurning líka um að taka allt úr vélinni nema DVD drifið og HDD og reyna að setja upp (ef þú ert með netkort, RAID kort eða e-h álíka.

Ég hef bara lent í einum vandræðum með Win7 uppsetningu og þegar XP uppsetning og Knoppix virkuðu ekki þá endaði ég með að skrifa það á móðurborðið.