Tillaga um breytingar á SSD flokknum

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild

Höfundur
wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1293
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 35
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Tillaga um breytingar á SSD flokknum

Pósturaf wICE_man » Fim 30. Sep 2010 19:07

Góðan daginn ágætu umsjónamenn.

Það er erfitt að halda utan um þennan flokk með öllum þessu margvíslegu framleiðendum. Afleiðing þessa er m.a. að við erum búnir að vera með á lager í rúmlega mánuð SSD diska frá G.Skill án þess að þeir hafi ratað inn á þennan lista og við því sagðir vera með Foremay diska sem eru löngu uppseldir hjá okkur og hafa verið teknir af síðunni.

Einföldun gæti fólgist í því að flokka SSD diska eftir controller chip-inu. TD: SandForce, Indilinx, Intel, Micron og svo "aðrir". Vissulega er vinna við að skilgreina þessa flokka en það er ekki flókið fyrir Búðir að tilgreina þá controllera sem eru notaðir í drifunum og í raun bara heilbrigð upplýsingagjöf.

Í öllu falli ættu menn hér á vaktinni ekki að vera í vandræðum með að flokka þessi drif. Þetta gæfi mjög góða mynd þar sem fæstir SSD framleiðendur eru að gera eitthvað sérstakt sem setur þeirra diska í annan flokk en samkeppnisaðila þeirra.

Mig langar því að koma þessari ábendingu til skila og vona að vel verði tekið í þessa tillögu.

Kv.

Guðbjartur Nilsson


Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal


Leviathan
spjallið.is
Póstar: 437
Skráði sig: Mán 20. Júl 2009 04:25
Reputation: 2
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tillaga um breytingar á SSD flokknum

Pósturaf Leviathan » Fim 30. Sep 2010 19:10

Var einmitt að skoða þetta í dag því mér langar í SSD og fannst þetta hálf ruglingslegt.


AMD PHENOM II X4 955 @ 3.52GHz - Tacens Gelus III Pro - ASRock M3A770DE - 4GB DDR3 (Dual Channel) - ATI Radeon HD5770 - Tacens Radix III 520W - Windows 7 Ultimate (64bit) - 2TB


vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Tillaga um breytingar á SSD flokknum

Pósturaf vesley » Fim 30. Sep 2010 19:12

Lýst vel á þessa tillögu,

eins og þetta er núna þá veit almenningur ekkert í hvað hann á að leita.

Þetta er mjög dreift og mjög fáar verslanir með sama framleiðandann á SSD disk.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16570
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tillaga um breytingar á SSD flokknum

Pósturaf GuðjónR » Fim 30. Sep 2010 21:10

Já, verð eiginlega að vera sammála.
SSD flokkurinn er flækja. En áður en við förum í einfaldanir þá bæti ég við G.Skill drifunum sem þú ert með.
Um að gera að láta vita ef nýjar vörur detta inn.
Skoðum þetta svo betur.