Hefur einhver pælt í því? Að það sé meira download heldur en maður heldur.
Ég var að heyra um eitt fyrirtæki sem lokaði á facebook hjá sér og spöruðu mjög mikið af gagnamagni því margir voru alltaf með Facebook opið og oft á því. Það hefði gert einhverjar "rannsóknir" og komust að því, eða útilokuðu tilviljun á þessu.
Persónulega hef ég tekið eftir að ein persóna oft á Facebook hér, og svo ekki heima o.s.frv hefur mikil áhrif á gagnamagnið. Allt frá 2gb - 7gb á hverjum degi. Alls ekkert heavy torrent í gangi hérna. 100gb komið á þessum mánuði :'(
Endilega deiliði pælingu ykkar á þessu máli með facebook og gagnamagn
PS: ætti þetta að fara í netkerfi? =O
Facebook og gagnamagn
-
- Besserwisser
- Póstar: 3337
- Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
- Reputation: 35
- Staðsetning: /dev/null
- Staða: Ótengdur
Re: Facebook og gagnamagn
Það fer allt eftir því hvað þú skoðar, hvort það séu myndir, video eða hvað.
2 GB á dag efast ég um.
2 GB á dag efast ég um.
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64
Re: Facebook og gagnamagn
Þetta var í fréttum í gær.
Fàránlegt , 8gb hjá heilu fyrirtæki á mánuði.
Ekkert til að missa svefn yfir imo.
Fàránlegt , 8gb hjá heilu fyrirtæki á mánuði.
Ekkert til að missa svefn yfir imo.
Nörd
-
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
Re: Facebook og gagnamagn
Ég hef alveg pælt í þessu þar sem facebook er stöðugt að uppfæra stöður og svona. Aldrei nógu mikið til að fara að checka eitthvað á því samt.
-
- BMW
- Póstar: 2511
- Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
- Reputation: 14
- Staðsetning: Mosó
- Staða: Ótengdur
Re: Facebook og gagnamagn
BjarniTS skrifaði:Þetta var í fréttum í gær.
Fàránlegt , 8gb hjá heilu fyrirtæki á mánuði.
Ekkert til að missa svefn yfir imo.
Neei, 8gb á dag hjá þessu tiltekna fyrirtæki.. (sem er reyndar með rosalega marga starfsmenn)
3 milljónir á ári hjá þessu tiltekna fyrritæki..
Tölvan mín er ekki lengur töff.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16519
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2117
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Facebook og gagnamagn
Já hann talaði um að gagnamagnið kostaði 3 millur.
En það er klink miðað við vinnutapið og kostnaðinn sem hlýst við það að 350 manns hanga á facebook á hverjum degi.
En það er klink miðað við vinnutapið og kostnaðinn sem hlýst við það að 350 manns hanga á facebook á hverjum degi.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 663
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Facebook og gagnamagn
intenz skrifaði:Það fer allt eftir því hvað þú skoðar, hvort það séu myndir, video eða hvað.
2 GB á dag efast ég um.
2 GB á dag er samt ekkert fjarri lagi. Ótrúlegt hvað þetta er fljótt að safnast saman, facebook, application tengd facebook (leikirnir sem að fólkið er í allan daginn) og svo video sem eru sett inn á facebook.
Glazier skrifaði:BjarniTS skrifaði:Þetta var í fréttum í gær.
Fàránlegt , 8gb hjá heilu fyrirtæki á mánuði.
Ekkert til að missa svefn yfir imo.
Neei, 8gb á dag hjá þessu tiltekna fyrirtæki.. (sem er reyndar með rosalega marga starfsmenn)
3 milljónir á ári hjá þessu tiltekna fyrritæki..
GuðjónR skrifaði:Já hann talaði um að gagnamagnið kostaði 3 millur.
En það er klink miðað við vinnutapið og kostnaðinn sem hlýst við það að 350 manns hanga á facebook á hverjum degi.
Fyrirtæki borga fyrir erlent gagnamagn, og í þessu "árferði" þá eru fyrirtækin að horfa á krónur og aura. Þegar stjórnandi fyrirtækis horfir annarsvegar á hvað fyrirtækið er að borga mikið á mánuði fyrir internetnotkun, og hinsvegar nýlega skýrslu sem sýnir að um 80% af allri netnotkun fyrirtækisins sé blanda af facebook og youtube, þá er eðlilegt að hann spyrji sig hvernig hann eigi að bregðast við slíku.
Það eru alveg nokkur fyrirtæki sem hafa lokað út af facebook, youtube, og fleiri síður í svipuðum dúr út af þessu.
Það eru hinsvegar töluvert fleiri fyrirtæki sem hafa áttað sig á þessu "vandamáli", jafnvel athugað hvernig netnotkun skiptist niður og séð að facebook og youtube taka töluvert stóra hlutdeild í netumferð fyrirtækisins, en hafa þrátt fyrir þetta EKKI ákveðið að loka. (Enda varfarið að taka eitthvað af starfsfólki sem það hefur haft aðgang að áður, getur haft slæm áhrif á móral, sem að sum fyrirtæki hafa áttað sig á að er mun verra en að fólk kíki á facebook-leik við og við.)
Áður en facebook varð svona vinsælt þá kom sama umræða upp varðandi MSN í mörgum fyrirtækjum. (Ekki vegna gagnamagns, heldur vegna tapaðs vinnutíma.) Og sum fyrirtæki lokuðu á MSN en önnur ekki.
Mkay.