HDMI

Hér má kaupa og selja allt svo lengi sem það er löglegur varningur.
Skjámynd

Höfundur
PepsiMaxIsti
Gúrú
Póstar: 589
Skráði sig: Þri 18. Ágú 2009 10:41
Reputation: 4
Staðsetning: Garðabær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

HDMI

Pósturaf PepsiMaxIsti » Fim 09. Sep 2010 11:05

Góðan dag

Mig langar að koma með eina spurningu.

Ég er með sjónarp sem að er með HDMI tengi og tölvu, mig langar að ath hvort að það sé nóg að vera með hdmi snúru, eða hvort að ég þurfi sér snúru fyrir hljóðið.

Síðan langar miglíka að athuga hvaða forrit er best til að spila svona mkv og þannig fila. Endilega láta vita ykkar skoðun.

Ps. er með windows 7



Skjámynd

Sydney
1+1=10
Póstar: 1108
Skráði sig: Lau 29. Mar 2008 19:26
Reputation: 55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: HDMI

Pósturaf Sydney » Fim 09. Sep 2010 12:58

Í fyrsta lagi er þessi þráður á vitlausum stað, ætti ekki að vera í markaðnum.

Í öðru lagi fer það eftir skjákortinu. Ef þú ert með ATi kort, 4000 eða 5000 seríu, eru allar líkur á að það sé innbyggt hljóðkort í skjákortinu, sem þýðir að einfaldur HDMI kapall er nóg.

Ef þú ert með nvidia kort, 200 eða 400 sería, þá þarftu að tengja skjákortið við móðurborðið með S/PDIF kapli sem fylgir með skjákortinu, þá færðu það sem mig minnir að kallist "passthrough" audio, móðurborðið sér um digital hljóðið og sendir það í gegnum skjákortið yfir í HDMI tengið.

Ef þú ert með innbyggt HDMI á móðurborðinu og ert að nota það, þá eru að öllum líkindum líka hljóð í gegnum það tengi.

Ef ekkert að þessu á við þig, verðuru tengja hljóðið sér.

Ef skjákortið er ekki með HDMI og þú ætlar að nota DVI>HDMI breytistykki þá virkar það bara með einstökum ATi kortum með sérstökum ATi adapter.

Varðandi forritið, þá mæli ég með VLC.


Gigabyte X570 Aorus Ultra | Ryzen 9 5900X | Corsair Vengeance RGB Pro 32GB 3200MHz CL16 | Fractal Design Define S
Aorus Xtreme RTX 2080 Ti | 500GB Samsung 980 Pro | Corsair AX860 | ROG Swift PG279Q
Ducky YOTM | Glorious Model O | Sennheiser HD650 | Thrustmaster Warthog HOTAS
Thinkpad X1 Yoga 2nd Gen OLED