Hjálp með nýja vél!


Höfundur
doribenz
Græningi
Póstar: 45
Skráði sig: Lau 29. Nóv 2008 02:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hjálp með nýja vél!

Pósturaf doribenz » Fös 03. Sep 2010 22:49

Var að kaupa vélbúnað í dag og ég fæ ekkert til að virka, koma ekki eini sinni ljósin á móðurborð ? er þetta ekki bara faulty PSU ??




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með nýja vél!

Pósturaf Klemmi » Fös 03. Sep 2010 22:56

Mjög erfitt að segja nema að sjá þetta, þ.e.a.s hvort það sé möguleiki á því að þú hafir gleymt að tengja eitthvað :)
Ef hún sýnir engin viðbrögð þá eru mestu líkindin á því að það vanti að tengja 24pinna powerið almennilega og/eða power-takkann sjálfan... eða að það sé slökkt á aflgjafanum með svissinum aftan á.

Er ekki að reyna að tala niður til þín en ótrúlegustu hlutir geta farið fram hjá fólki :)




Höfundur
doribenz
Græningi
Póstar: 45
Skráði sig: Lau 29. Nóv 2008 02:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með nýja vél!

Pósturaf doribenz » Fös 03. Sep 2010 22:59

Sælir og takk fyrir svarið, er búinn að marg yfirfara allt, en finnst eins og mig minni að á öllum nýjum gigabyte borðum eigi að vera ledda þegar það er straumur á aflgjafanum þannig að maður getur þá í rauninni útolokað rofann.




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með nýja vél!

Pósturaf vesley » Fös 03. Sep 2010 23:04

doribenz skrifaði:Sælir og takk fyrir svarið, er búinn að marg yfirfara allt, en finnst eins og mig minni að á öllum nýjum gigabyte borðum eigi að vera ledda þegar það er straumur á aflgjafanum þannig að maður getur þá í rauninni útolokað rofann.



Eru móðurborðs "standoffs" fest í kassann?

Fékkstu nokkuð straum einhverntíman í ferlinu þegar þú varst að setja saman tölvuna ?

Og það gæti mjög vel verið að þú tengdir start takkann ekki rétt við móðurborðið. Fylgdiru leiðbeiningunum sem fylgdu móðurborðinu til að tengja tengin framaná turninum ?




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með nýja vél!

Pósturaf Klemmi » Fös 03. Sep 2010 23:13

doribenz skrifaði:Sælir og takk fyrir svarið, er búinn að marg yfirfara allt, en finnst eins og mig minni að á öllum nýjum gigabyte borðum eigi að vera ledda þegar það er straumur á aflgjafanum þannig að maður getur þá í rauninni útolokað rofann.


Það er jú á flestum en ekki öllum, þó aðallega ódýrari týpurnar sem það vantar á.

Ef þú vilt vera 100% á því að þetta sé vélbúnaðar-feill en ekki eitthvað tengi vesen, þá myndi ég taka þetta allt út fyrir kassann og hafa bara móðurborðið, aflgjafann og skjákortið á tómum fleti, tengja bara aflgjafann við 24pinna og svo 4/8pinna straumtengin, setja skjákort í og power-tengja það ef þess þarf (ef borðið er með innbyggðri skjástýringu er betra að nota hana) og leiða svo á milli power switch hausana á móðurborðinu.
Ef ekkert gerist þá, þá ertu líklegast með dauðan aflgjafa eða móðurborð :(




Höfundur
doribenz
Græningi
Póstar: 45
Skráði sig: Lau 29. Nóv 2008 02:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með nýja vél!

Pósturaf doribenz » Fös 03. Sep 2010 23:23

já takk fyrir svörin, þetta er 30 þúsund króna borð, búinn að prófa að taka þetta allt úr og tengja þannig, held að psu sé bara dead, helv. drasl, fer bara og skila þessu á morgun.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með nýja vél!

Pósturaf Klemmi » Fös 03. Sep 2010 23:26

Bara fyrir forvitni, hvernig aflgjafi er þetta? :)




Höfundur
doribenz
Græningi
Póstar: 45
Skráði sig: Lau 29. Nóv 2008 02:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með nýja vél!

Pósturaf doribenz » Fös 03. Sep 2010 23:31

Jersey Game Zone 650W úr tölvutek.




Höfundur
doribenz
Græningi
Póstar: 45
Skráði sig: Lau 29. Nóv 2008 02:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með nýja vél!

Pósturaf doribenz » Fös 03. Sep 2010 23:35

Eitt sem ég er að spá, Er með Gigabyte luxo X140 kassa, það eru bara 2 svona gömlu góðu standoffs og hin eru innbyggð í plötuna, blikkið beygt uppí borðið, spá hvort að það breyti einhverju ?




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með nýja vél!

Pósturaf Klemmi » Fös 03. Sep 2010 23:42

Ef þau eru beygð á vitlausum stöðum, þá já.

Hefur aldrei líkað við þessa aðferð þar sem það getur takmarkað þau móðurborð sem ganga í kassann :/




Höfundur
doribenz
Græningi
Póstar: 45
Skráði sig: Lau 29. Nóv 2008 02:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með nýja vél!

Pósturaf doribenz » Fös 03. Sep 2010 23:44

nei þau eru akkurat á réttum stað !




Höfundur
doribenz
Græningi
Póstar: 45
Skráði sig: Lau 29. Nóv 2008 02:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með nýja vél!

Pósturaf doribenz » Lau 04. Sep 2010 22:56

Sælir, Fór með þetta í tölvutek í dag, aflgjafinn reyndist gallaður og honum skipt út, borgarði reyndar á milli og fékk mun dýrari aflgjafa til að vera 100% en allt komið í lag núna! Takk kærlega fyrir aðstoðina!