Sælir.
Ég á 42‘ Panasonic sjónvarp frá Svartækni í Síðumúlanum. Fínasta sjónvarp í alla staði sem varð þriggja ára fyrir nokkrum mánuðum. Þá verð ég að viðurkenna að ég veit ekki hvort þetta er LCD eða Plasma sjónvarp – svo takmarkaður er ég í þessu.
Nema hvað að fyrir stuttu síðan birtist „dauð svört lóðrétt lína“ á sjánum. Hún er ca. 1mm á breidd og nett pirrandi. Ég var viss um að nú væri sjónvarpið ónýtt nema hvað að lína hvarf svo eftir einhverja daga og sjónvarpið aftur í toppstandi. Tek það fram að ég er með tvo unga drengi sem eru mikið að fikta í DVD spilaranum þannig að snúrur gætu hafa losnað og dottið aftur inn.
Svo er línan komin aftur núna þannig að ég er aftur á byrjunarreit.
Spurning mín til snillinganna hérna er hvort að þessi lína geti stafað af sambandleysi í snúrum (þarf kannski að skipta um skart) eða hvort að sjónvarpið sé í raun ónýtt? Tek það fram að línan sést alltaf, sama þótt verið sé að horfa á TV, DVD eða flakkara.
Kv.
Claw
Bilaður flatskjár
-
- spjallið.is
- Póstar: 400
- Skráði sig: Mið 03. Jún 2009 22:16
- Reputation: 0
- Staðsetning: Reyðarfjörður
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Bilaður flatskjár
ef það er ekki í ábyrð, prufaðu að banka hraustlega á það fyrir ofan eða neðan línuna, bara ekki á skjáinn sjálfann
Godriel has spoken