Maríjúana

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Maríjúana

Pósturaf Gúrú » Þri 10. Ágú 2010 10:36

Skilmáli: Ef að þú ert að lesa þetta raging að það sé maríjúana þráður kominn á vaktina þá vorkenni ég þér ekki ögn, þar sem að þú varst að enda við að smella á þráð sem heitir 'Maríjúana' í stað þess að sleppa því.
Grunnupplýsingar: Ég er 15 ára strákur sem að hefur aldrei neytt áfengis í magni yfir ~30ml, aldrei reykt og aldrei notað hass/spítt/kókaín/etöflur/hóstasýróp.

Ég hef eytt svona ~150 klukkustundum af lífi mínu í það að lesa rannsóknir á áhrifum maríjúana á manneskur yfir stutt tímaböl og löng tímabil,
áhrifum lögbannsins á ýmsum stöðum jarðarinnar, áhrifum afólögleiðingar á ýmsum stöðum, bæði á neyslu, fíkla og heilbrigðiskerfakostnaðinn
- oftar en ekki eru þetta úttektir frá nefndum sem að ríkisstjórnir skipa, t.d. í Suður-Ástralíu eða Hollandi, í sumum skiptum háskólar og í öðrum upplýsingar frá heilbrigðiskerfum og fangelsismálastofnunum.

Þessi gögn tala öll sama málinu: Bönn á vímuefnum virka ekki - sama hvernig þú horfir á þau (ef að þú ert ekki að reka einkarekið fangelsi, "meðferðarstofnun" eða lögregluþjónn við það að missa vinnuna)
Þið getið neitað því, þið getuð tuggið sömu línurnar allar konurnar á er.is sem að upphrópa svo hvora aðra "heyr heyr blabla rústar æskunni" og haldið áfram að valda öllum skaða.

Ég gæti sett upp öll sjónarhornin og sýnt fram á það en til hvers? Það breytir aldrei skoðunum þeirra sem að eru þegar heilaþveginn og munu aldrei gera sér grein fyrir villu síns vegar.

Ég þekki engan sem reykir gras, ég þekki engan sem notar heróín, ég hef engan áhuga á því að neyta þessara efna, lögleg eða ekki,
en það sem ég elska meira en allar minningar mínar til samans er persónufrelsi.

Þetta ótrúlega hugtak sem að er svo hreint, svo tært og svo óspillt: „Þú mátt gera það sem þú vilt við þig og þínar eigur, svo lengi sem að það valdi mér ekki skaða”

Það lætur mér líða ótrúlega illa að ég sé partur af samfélagi sem að refsa fólki fyrir það að taka ákvarðanir um eigin líkama og fjármagn - ef það notar ekki fíkniefnin handvalin af eldgömlum siðlausum, afskiptasömum og frelsismyrðandi löggjöfum - kaffein, tóbak og áfengi.
Það að setja "hömlur" eða "takmörk" á eign virkar heldur ekki, það bætir ástandið en það gerir siðlausum bjúrókrasmanum alltaf svigrúm til að sýna sitt rétta andlit, hefur einhver heyrt af tilfellinu í Bandaríkjunum þar sem að maður sem að fyllti á mánaðarskammt sinn af lyfjum sem hann fékk hjá lækni, heimili hans 'raidað' af lögreglumönnum með hríðskotabyssur um hábjartan dag, handtekinn og dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir dópsölu?
Maður sem átti fjölskyldu, atvinnu og líf, smánaður til þess að sitja inni vegna siðlausra laga - hversu mörg svona tilfelli þurfum við til að segja stopp?
Ég gæti sett inn massífa heimildaskrá, en hey nennis.
Ég gæti skrifað svo ótrúlega langa grein, jafnvel bók um hugsanir mína á þessu málefni en í stað þess ætla ég bara að spyrja.


Er einhver hér á Vaktinni sem hefur hreðjarnar í það að vernda þessa ógeðslegu löggjöf?
Er einhver hér sem vill útskýra fyrir mér af hverju hann hefur rétt á því að vera siðlaus, afskiptasamur hippókrati?

Ég bara spyr :wink:


Modus ponens


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Maríjúana

Pósturaf AntiTrust » Þri 10. Ágú 2010 10:44

Maðurinn fórnar talsverðu persónufrelsi við það að vera partur af samfélagi. Frekar kysi ég að vera partur af vímuefnalausu samfélagi en ekki.

Það þarf ekki hreðjar til þess að verja þessa löggjöf, heldur skynsemi.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Maríjúana

Pósturaf GuðjónR » Þri 10. Ágú 2010 10:46

Vímuefnalaust samfélag segirðu...
Ríkið er stærsti fíkniefnasalinn.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Maríjúana

Pósturaf AntiTrust » Þri 10. Ágú 2010 10:48

GuðjónR skrifaði:Vímuefnalaust samfélag segirðu...
Ríkið er stærsti fíkniefnasalinn.


Sagði ekki að ég byggi í vímuefnalausu samfélagi - ég sagði að ég myndi fremur vilja það en ekki.

Þótt það sé búið að gera þau mistök að lögleiða inn áfengi og sígarettur sem dæmi, þá réttlæta margar rangar ákvarðanir ekki aðrar.



Skjámynd

Höfundur
Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Maríjúana

Pósturaf Gúrú » Þri 10. Ágú 2010 10:56

Hvaða skynsemi talar þú um, AntiTrust?

Veldu þér sjónarhorn - veldu þér EITTHVAÐ sjónarhorn í stað þess að segja orðið 'skynsemi'.

Ég myndi frekar vilja búa í samfélagi þar sem að afskiptasamir hippókratar fá að væla á bloggum - ekki með löggjöfum, en það er bara ég - það er auðvitað fáránlegt af mér að búast við því að fólk fái að lifa í friði.

Og bara hugsunin við það að tala um að áfengi og sígarettur eigi að vera ólögleg, -eins og það hjálpi krónu- lætur mig vilja drepa mig á staðnum.
Hefurðu heyrt um 1920?


Modus ponens

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Maríjúana

Pósturaf urban » Þri 10. Ágú 2010 11:10

AntiTrust skrifaði:Maðurinn fórnar talsverðu persónufrelsi við það að vera partur af samfélagi. Frekar kysi ég að vera partur af vímuefnalausu samfélagi en ekki.

Það þarf ekki hreðjar til þess að verja þessa löggjöf, heldur skynsemi.



ég mundi frekar vilja búa í samfélagi þar sem að fíkillinn, já eða tækifærisnotandinn, veit hvað hann er að fá, og fær það í apóteki/hjá lækni, en að versla það af dealer út í bæ.

þar sem að jú lets face it, samfélagið er engan vegin að fara að nálgast það að verða vímuefnalaust.

það er aftur á móti hægt að minnka svartamarkaðs bullið og glæpina sem að fylgja gríðarlega
það er hægt að nota skattpeningana í það að efla löggæslu, meðferðarúrræði og forvarnir.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Maríjúana

Pósturaf AntiTrust » Þri 10. Ágú 2010 11:11

Ég þarf ekki að velja mér neitt annað sjónarhorn en það sem ég kýs, það sem ég sé sem réttast. Þú verður bara að læra að lifa með því að fólk hefur aðrar skoðanir en þú.

Skammtímaminnistruflanir, erfiðleikar við almenna hugsun, rugluð sýn og dýptarskyn, þverrandi geta til þess að leysa vandamál, hræðsla, kvíði, kvíðaköst. Þetta eru meðal annars þau áhrif sem búið er að sýna fram á að þetta efni getur framkallað.

Það er einnig búið að sýna fram á það að marijuana getur verið ávanabindandi, getur veikt ónæmiskerfið og getur aukið líkur á krabbameini.

Það er líka búið að sýna fram á að marijuna er oft gateway drug, þeas fyrsta skref af mörgum hjá mörgum í áttina að sterkari neyslu, alveg sama með áfengi og meira segja sígarettur, enda mjög auðvelt að misnota öll þessi efni.

Maríjúana í dag er ekki eins og það var á hippatímabilinu. Það er mikið, mikið meira magn af THC í dag og því fer lítið annað en hækkandi, sem þýðir að first-time neytendur fá mikið sterkari áhrif í dag og eru líklegri til að verða fíklar en áður fyrr. Fyrir vana menn þýðir einfaldlega meiri heilsufarsspillingu.

Ég er búinn að taka margoft þátt í svona rökræðum og hef lesið, eins og þú, heilan helling af greinum, rannsóknum og almennum rökfærslum fyrir báðum hliðum.

Mín hlið er sú að vímuefni skulu vera ólögleg. Þótt það sé búið að leyfa nokkur sé ég ekki afhverju það ætti að leyfa fleiri. Eins og samfélagið í dag díli ekki við nóg af vandamálum vegna vímuefna, sem oftar en ekki kemur meðal annars beint niður á skattborgurum, fyrir utan öll önnur vandræði sem vímuefni valda.

Þegar öllu á botninn er hvolft Gúru, þá er það nefnilega hárrétt hjá þér. Það er fáránlegt að ætlast til þess að fólk fái að lifa "í friði" í nútímasamfélagi.



Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1404
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 42
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Maríjúana

Pósturaf ZoRzEr » Þri 10. Ágú 2010 11:15

Já þú bara spyrð :P

Ég hef af og til verið þekktur við að reykja gras. Einungis við tækifæri s.s. útilegur, almenn ofsafyllerí o.fl. Samtals svona 5 skipti yfir ævina.

Þegar ég var yngri og var að byrja í menntaskóla var mikið um neyslu, jafnvel innan skólans. Krakkar að reykja gras og hass og jafnvel taka kókaín bara inná baði. Svo horfi ég á krakka í dag á þessum aldri og það er allt önnur mynd. Alltaf man ég eftir því þegar einn meðlimur úr Sálinni Hans Jóns Míns kom í skólann þegar ég var í 9. bekk og var að fræða okkur um hass og önnur vímuefni. Hann var með voða fínt línurit sem sýndi það að ef þú reyktir hass 2-3 væri 78% líkur að þú farir í "harðari efni". Of velt þessari tölu fyrir mér.

Hef prófað kók líka. Overrated.

Minnist þess líka þegar ég var að segja mömmu frá þessum prófunum mínum og hún var alveg hand viss um að gras væri stórhættulegt og hryllilega skaðlegt. Það var bara mjög erfitt að sannfæra hana um annað. Hún mynntist þess þegar hún var yngri að sjá herferðir um vímuefni, hass, gras og alsælu og þessu var öllu lýst sem handbendlum djöfulsins. "Það tók bara einn smók" var lína sem hún mundi mjög vel eftir í einni auglýsingunni um einhvern úrkynja eiturlyfjafíkil. Hún er bara þessi kynslóð sem hræðist þetta á einn eða annan hátt.

Svo er aftur á móti faðir minn, fæddur '44. Hvar helduru að hann hafi verið sumarið 69' ? Margar svæsnar sögur komnar frá honum. Sítt hár, skegg, marglituð VW rúta, John Lennon og tónleikar.

Varðandi lögleiðingu á fíkniefnum... Erfitt að segja. Eitt er samt víst að kerfið eins og það er núna virkar ekki. Það verður gaman að sjá hvernig Californiu tekst að lögleiða maríjúana og hafa stjórn á því.


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini

Skjámynd

Höfundur
Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Maríjúana

Pósturaf Gúrú » Þri 10. Ágú 2010 11:34

AntiTrust skrifaði:Ég þarf ekki að velja mér neitt annað sjónarhorn en það sem ég kýs, það sem ég sé sem réttast. Þú verður bara að læra að lifa með því að fólk hefur aðrar skoðanir en þú.


Ég sætti mig vel við það, annars væri ég ekki á lífi - en það er algjörlega nauðsynlegt að fólk geti skrifað eitthvað svarhæft til þess að það sé hægt að svara því.
AntiTrust skrifaði:Skammtímaminnistruflanir, erfiðleikar við almenna hugsun, rugluð sýn og dýptarskyn, þverrandi geta til þess að leysa vandamál, hræðsla, kvíði, kvíðaköst.

Ótrúleg vellíðan - víma, sársaukadeyfir, leyfir fólki sem glímar við spasticity að lifa eðlilegra lífi - hjálpar asthmasjúklingum og glákusjúklingum,
og ég tek ekki einu sinni þennan pól í þessa umræðu, mér er skítsama um áhrif þessa efnis á líkamann - eitthvað fyrir einstaklinginn sjálfan að meta kosti við galla.
Það sem að ég hef áhyggjur af eru endalausu neikvæðu áhrifin sem að þetta bann hefur á samfélagið.
Flest þessara áhrifa sem þú talar um eru meira að segja bara stundum við notkun, og þau eru öll bara á meðan að víman stendur yfir.

Húðskemmdir - lifrarskemmdir - rugluð sýn og dýptarskyn - verri viðbragðstími - beinþynning - lungnakrabbamein - þú veist hvaða upptalning þetta er.

AntiTrust skrifaði:Það er einnig búið að sýna fram á það að marijuana getur verið ávanabindandi, getur veikt ónæmiskerfið og getur aukið líkur á krabbameini.

Maríjúana getur verið ávanabindandi rétt eins og póker, kaffi og barnaníði - who cares? (Fyrir utan barnaníðina auðvitað)
Langtímanotkun af maríjúana (t.d. dagsnotkun í 2 ár) getur veikt líkur þínar á því að yfirkomast vírus eins og HPV sem að er um leið auknar líkur á krabbameini sem afleiðing af HPV en come on? Eru þetta líkurnar sem þú kemur með? Prósentur af prósentum af prósentum = réttlætir skerðingu á persónufrelsi, fangelsun og sektir?
Lestu þetta og endilega komdu með eitthvað sem að afsannar þessar ranghugmyndir sem að ég og DPA virðumst deila.

AntiTrust skrifaði:Það er líka búið að sýna fram á að marijuna er oft gateway drug, þeas fyrsta skref af mörgum hjá mörgum í áttina að sterkari neyslu, alveg sama með áfengi og meira segja sígarettur, enda mjög auðvelt að misnota öll þessi efni.

Það er ekki búið að sýna fram á það fyrir baun, þegar að þú tekur inní jöfnuna að við erum að tala um ÁHRIF BANNSINS.
Sjónarhorn: Maríjúana getur verið gateway drug VEGNA ÞESS að sömu mennirnir höndla þau og heróín, kókaín og hvaða djúsí stöff sem að fólk vill komast í, og þeir höndla þau VEGNA ÞESS að allt er bannað.
Sjónarhorn 2: Það að kalla eitthvað 'gateway drug' er jafn fáránlegt og að kalla eitthvað 'gateway milk'.

AntiTrust skrifaði:Maríjúana í dag er ekki eins og það var á hippatímabilinu. Það er mikið, mikið meira magn af THC í dag og því fer lítið annað en hækkandi, sem þýðir að first-time neytendur fá mikið sterkari áhrif í dag og eru líklegri til að verða fíklar en áður fyrr.

Nei - þú þarft semí heimildir til að segja svona hluti og líta ekki bara út eins og hver önnur er.is mamma.

AntiTrust skrifaði:Ég er búinn að taka margoft þátt í svona rökræðum og hef lesið, eins og þú, heilan helling af greinum, rannsóknum og almennum rökfærslum fyrir báðum hliðum.


Og þú veist auðvitað miklu betur en ég og allir aðrir hvað við viljum gera við okkar líf og okkar líkama, okkar fjármagn og okkar tíma.
Fyrir það þökkum við þér og hötum fyrir að fangelsa saklaust fólk sem að gerði ENGUM mein.

AntiTrust skrifaði:Þótt það sé búið að leyfa nokkur sé ég ekki afhverju það ætti að leyfa fleiri.

Vegna þess að bann á nokkru vímuefni hefur gríðarlega slæm áhrif á samfélagið, fíklana og Jón Jónsson útí bæ.
AntiTrust skrifaði:sem oftar en ekki kemur meðal annars beint niður á skattborgurum,

Þú getur ekki tekið þér þann pól í umræðunni að vera með hliðinni sem skapar vandann og kvarta svo yfir því að þurfa að borga fyrir það.


Modus ponens

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Maríjúana

Pósturaf GuðjónR » Þri 10. Ágú 2010 11:35

Ef allt yrði bannað, þá myndi ég sakna þess að fá mér bjór.




JohnnyX
/dev/null
Póstar: 1442
Skráði sig: Sun 04. Jan 2009 18:25
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Maríjúana

Pósturaf JohnnyX » Þri 10. Ágú 2010 11:40

GuðjónR skrifaði:Ef allt yrði bannað, þá myndi ég sakna þess að fá mér bjór.


sammála, maður hatar ekkert að fá sér einn kaldann á pallinum í góða veðrinu



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Maríjúana

Pósturaf GuðjónR » Þri 10. Ágú 2010 11:44

JohnnyX skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ef allt yrði bannað, þá myndi ég sakna þess að fá mér bjór.


sammála, maður hatar ekkert að fá sér einn kaldann á pallinum í góða veðrinu


u can say that again ;) og til hamingju með nýju brjóstin :D




Leviathan
spjallið.is
Póstar: 437
Skráði sig: Mán 20. Júl 2009 04:25
Reputation: 2
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Maríjúana

Pósturaf Leviathan » Þri 10. Ágú 2010 11:45

AntiTrust skrifaði:Ég þarf ekki að velja mér neitt annað sjónarhorn en það sem ég kýs, það sem ég sé sem réttast. Þú verður bara að læra að lifa með því að fólk hefur aðrar skoðanir en þú.

Skammtímaminnistruflanir, erfiðleikar við almenna hugsun, rugluð sýn og dýptarskyn, þverrandi geta til þess að leysa vandamál, hræðsla, kvíði, kvíðaköst. Þetta eru meðal annars þau áhrif sem búið er að sýna fram á að þetta efni getur framkallað.

Það er einnig búið að sýna fram á það að marijuana getur verið ávanabindandi, getur veikt ónæmiskerfið og getur aukið líkur á krabbameini.

Það er líka búið að sýna fram á að marijuna er oft gateway drug, þeas fyrsta skref af mörgum hjá mörgum í áttina að sterkari neyslu, alveg sama með áfengi og meira segja sígarettur, enda mjög auðvelt að misnota öll þessi efni.

Maríjúana í dag er ekki eins og það var á hippatímabilinu. Það er mikið, mikið meira magn af THC í dag og því fer lítið annað en hækkandi, sem þýðir að first-time neytendur fá mikið sterkari áhrif í dag og eru líklegri til að verða fíklar en áður fyrr. Fyrir vana menn þýðir einfaldlega meiri heilsufarsspillingu.

Ég er búinn að taka margoft þátt í svona rökræðum og hef lesið, eins og þú, heilan helling af greinum, rannsóknum og almennum rökfærslum fyrir báðum hliðum.

Mín hlið er sú að vímuefni skulu vera ólögleg. Þótt það sé búið að leyfa nokkur sé ég ekki afhverju það ætti að leyfa fleiri. Eins og samfélagið í dag díli ekki við nóg af vandamálum vegna vímuefna, sem oftar en ekki kemur meðal annars beint niður á skattborgurum, fyrir utan öll önnur vandræði sem vímuefni valda.

Þegar öllu á botninn er hvolft Gúru, þá er það nefnilega hárrétt hjá þér. Það er fáránlegt að ætlast til þess að fólk fái að lifa "í friði" í nútímasamfélagi.

Málið er bara að sama hvort þessi efni séu lögleg eða ekki þá verður alltaf eftirspurn eftir þeim. Til hvers að vera að eyða púðri í það að banna þetta þegar það hefur sýnt sig að þetta er eitthvað sem verður alltaf til staðar, sama hvað yfirvöld reyna (bendi nú bara t.d. á það sem var í fréttunum um Mexíkó í gær). Eyða frekar peningum í almennilegar forvarnir (ekki steypan og lygarnar sem SÁÁ lætur frá sér) og skattleggja efnin.

Það er ekki að ástæðulausu sem Bandaríkin t.d. eru hægt og rólega að lögleiða kannabis.

EDIT: http://www.timesonline.co.uk/tol/news/w ... 897958.ece


AMD PHENOM II X4 955 @ 3.52GHz - Tacens Gelus III Pro - ASRock M3A770DE - 4GB DDR3 (Dual Channel) - ATI Radeon HD5770 - Tacens Radix III 520W - Windows 7 Ultimate (64bit) - 2TB


JohnnyX
/dev/null
Póstar: 1442
Skráði sig: Sun 04. Jan 2009 18:25
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Maríjúana

Pósturaf JohnnyX » Þri 10. Ágú 2010 11:47

GuðjónR skrifaði:
JohnnyX skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ef allt yrði bannað, þá myndi ég sakna þess að fá mér bjór.


sammála, maður hatar ekkert að fá sér einn kaldann á pallinum í góða veðrinu


u can say that again ;) og til hamingju með nýju brjóstin :D


hahaha, ég þakka :lol:



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Maríjúana

Pósturaf GuðjónR » Þri 10. Ágú 2010 11:55

Leviathan skrifaði:[quÞað er ekki að ástæðulausu sem Bandaríkin t.d. eru hægt og rólega að lögleiða kannabis.

Ameríkanar eru stærstu dópframleiðendur heims, hvað heldurðu annars að þeir séu að gera í Afganistan? þeir skyldu þó ekki vera að verja "hagsmuni" sína þar?
Og hverjir skyldu svo hagsmunir þeirra vera í landi þar sem 80-90% af öllu heróini heimsins kemur frá?

Í sumar var í fréttunum að flugvélar frá NATO ætluðu að dreifa þúsundum tonna af "áburði" til að styðja við bændur í Afganistan..valmúabændur?
Ef það væri vilji fyrir hendi þá væri hægt að drepa allar valmúaplöntur í afganistan á einni helgi með því að dreifa eitri í stað áburðar úr lofti.
Það er bara enginn vilji fyrir því.




Leviathan
spjallið.is
Póstar: 437
Skráði sig: Mán 20. Júl 2009 04:25
Reputation: 2
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Maríjúana

Pósturaf Leviathan » Þri 10. Ágú 2010 12:10

GuðjónR skrifaði:
Leviathan skrifaði:[quÞað er ekki að ástæðulausu sem Bandaríkin t.d. eru hægt og rólega að lögleiða kannabis.

Ameríkanar eru stærstu dópframleiðendur heims, hvað heldurðu annars að þeir séu að gera í Afganistan? þeir skyldu þó ekki vera að verja "hagsmuni" sína þar?
Og hverjir skyldu svo hagsmunir þeirra vera í landi þar sem 80-90% af öllu heróini heimsins kemur frá?

Í sumar var í fréttunum að flugvélar frá NATO ætluðu að dreifa þúsundum tonna af "áburði" til að styðja við bændur í Afganistan..valmúabændur?
Ef það væri vilji fyrir hendi þá væri hægt að drepa allar valmúaplöntur í afganistan á einni helgi með því að dreifa eitri í stað áburðar úr lofti.
Það er bara enginn vilji fyrir því.

Tók nú bara Bandaríkin sem dæmi. Dettur líka í hug Kanada, Sviss og Holland.


AMD PHENOM II X4 955 @ 3.52GHz - Tacens Gelus III Pro - ASRock M3A770DE - 4GB DDR3 (Dual Channel) - ATI Radeon HD5770 - Tacens Radix III 520W - Windows 7 Ultimate (64bit) - 2TB


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Maríjúana

Pósturaf AntiTrust » Þri 10. Ágú 2010 12:12

Þú minnir mig á sjálfan mig þegar ég var yngri. Ég hataði þá staðreynd að það væru í raun til tvær hliðar á öllum málum. Ekki kasta steinum úr glerhúsi þó og gefa í skyn að svörin mín séu ekki svarhæf af því að þau eru þér ekki hliðhöll.

Ekki misskilja mig, ég skil alveg hvað þú ert að fara með þessu, enda er ég mikill aðdáandi að persónufrelsi, og mikill rebel í mér. Þetta snýst bara ekki um þig, þetta snýst ekki um vini þína eða hvað Jóni Jónssyni langar að gera. Þetta snýst um það hvernig þetta kemur út fyrir samfélagið. Þangað til það liggja fyrir grjótharðar staðreyndir, rannsóknir sem sýna fram á að lögleiðing á efninu sé samfélaginu í heild sinni til batnaðar breytist mín skoðun ekki.

Þegar ég segist hafa lesið mér mikið til um þetta einnig var ég ekkert að ýkja, þekki mætavel þau áhrif sem þetta efni hefur til batnaðar. Fyrir mér vegur það ekki á móti þeim slæmu. Það þýðir heldur ekkert að taka fram áhrif á vímuefni sem er nú þegar löglegt til að reyna að réttlæta annað.

Hvað varðar heimildir, þá hefuru ekki af of stórum hesti að falla sjálfur. Þú hefur ekki vitnað í staka heimild hérna. Ekki að ég sé að fara fram á það, og ekki að ég rengi það sem þú ert að segja þar sem ég veit mætavel sjálfur að það eru til rannsóknir sem sýna fram á hluti sem ýta undir báðar hliðar á málinu.

Gúrú skrifaði:Og þú veist auðvitað miklu betur en ég og allir aðrir hvað við viljum gera við okkar líf og okkar líkama, okkar fjármagn og okkar tíma.
Fyrir það þökkum við þér og hötum fyrir að fangelsa saklaust fólk sem að gerði ENGUM mein.


Þetta finnst mér hinsvegar svo fáránlega sagt að ég eiginlega gapi. Horfðu í eigin barm, setjandi þig á MJÖG háan hest, segjandi ÖLLUM hérna inni hvað er rétt, hvað er fáránlegt, hver ætli að DIRFAST að mótmæla þér og þínum skoðunum?

Það sem þú vildir gera, það sem þú varst að reyna að gera var að þröngva þinni skoðun upp á aðra, ekki endilega koma af stað rökræðum eða gáfulegum samræðum um þetta, það sést best í allri þeirri afneitun og biturð sem geislar úr svörunum hjá þér, kallar mótsvör (og það vel gild frá mínu sjónarhorni) ekki svararhæf og þar fram eftir götunum.




Leviathan
spjallið.is
Póstar: 437
Skráði sig: Mán 20. Júl 2009 04:25
Reputation: 2
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Maríjúana

Pósturaf Leviathan » Þri 10. Ágú 2010 12:16

Hvernig finnst þér Maríjúana hafa slæm áhrif á samfélagið? Fyrir utan þá að það sé "gateway efni".


AMD PHENOM II X4 955 @ 3.52GHz - Tacens Gelus III Pro - ASRock M3A770DE - 4GB DDR3 (Dual Channel) - ATI Radeon HD5770 - Tacens Radix III 520W - Windows 7 Ultimate (64bit) - 2TB


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Maríjúana

Pósturaf AntiTrust » Þri 10. Ágú 2010 12:18

Leviathan skrifaði:Hvernig finnst þér Maríjúana hafa slæm áhrif á samfélagið? Fyrir utan þá að það sé "gateway efni".


Sömu slæmu áhrif og önnur vímuefni, svosem áfengi og sígarettur hafa. Skoðaðu bara sem dæmi hvað þessi efni eru að kosta ríkið, ekki hér heima sérstaklega heldur allstaðar.

Heill kafli einn og sér.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Maríjúana

Pósturaf dori » Þri 10. Ágú 2010 12:24

Leviathan skrifaði:Hvernig finnst þér Maríjúana hafa slæm áhrif á samfélagið? Fyrir utan þá að það sé "gateway efni".

Það að fólk sé í vímu frekar en að vinna og skapa verðmæti verður aldrei gott fyrir samfélagið. Og svo auðvitað ýmis kostnaður við meðferðir ef fólk vill komast útúr þessu en getur það ekki af sjálfdáðum etc.

* Þetta gildir reyndar um öll vímuefni og ég hef enga þekkingu á því hversu lengi áhrif á Marijúana lifa m.v. annað eða hversu mikið það skaðar heilsu þína til langframa.



Skjámynd

Höfundur
Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Maríjúana

Pósturaf Gúrú » Þri 10. Ágú 2010 12:39

AntiTrust skrifaði:Þú minnir mig á sjálfan mig þegar ég var yngri. Ég hataði þá staðreynd að það væru í raun til tvær hliðar á öllum málum. Ekki kasta steinum úr glerhúsi þó og gefa í skyn að svörin mín séu ekki svarhæf af því að þau eru þér ekki hliðhöll.

Prófum bold og underline.
Ég var að tala um innleggið þitt þar sem að þú sagðir að það þyrfti bara "skynsemi" til að vernda þessa löggjöf án þess að segja neitt sem að hægt væri að svara, tala um eða afsanna með heimildum

enda er ég mikill aðdáandi að persónufrelsi

Þú ert alls ekki aðdáandi persónufrelsis.
Þetta snýst bara ekki um þig,

Jú semí, þetta snýst um að búa ekki til vandamál og varpa því á mig, þetta snýst um að fólk sé ekki neytt til þess að gera siðlausa hluti við náungann án þess að vilja það.

Þetta snýst um það hvernig þetta kemur út fyrir samfélagið.

Já, og mér þætti gaman að standa yfir þér á meðan að þú lest þessa vefslóð.
Hérna eru uppáhalds quotin mín:
British Journal of Psychiatry skrifaði:The available evidence suggests that removal of the prohibition against possession itself (decriminalization) does not increase cannabis use.

Þeir eru prakkarar þarna í Bretlandi.
National Academy of Science skrifaði:In sum, there is little evidence that decriminalization of marijuana use necessarily leads to a substantial increase in marijuana use.


Hérna er líklega það sem að þú ert að biðja um og mig hlakkar til að sjá svar við þessum grjóthörðu staðreyndum frá Oregon
Úttekt á ástandi í Oregon eftir afólögleiðingu 1973 skrifaði:The number of [hospital] admissions directly due to marijuana use decreased from ... 1970 to ... 1975. In the same time, the number of admissions for drug abuse of all types, except alcohol, [also] decreased. ... The following conclusion seem[s] warranted: medically significant problems from the use of marijuana have decreased coincident with decriminalizing marijuana.

Fylki sem að 8% íbúa neyta kannabis í hvaða 30 daga tímabili sem er.
Hollenska heilbrigðiseftirlitið skrifaði:It has been demonstrated that the more or less free sale of [marijuana] for personal use in the Netherlands has not given rise to levels of use significantly higher than in countries which pursue a highly repressive policy."

Þegar ég segist hafa lesið mér mikið til um þetta einnig var ég ekkert að ýkja, þekki mætavel þau áhrif sem þetta efni hefur til batnaðar. Fyrir mér vegur það ekki á móti þeim slæmu. Það þýðir heldur ekkert að taka fram áhrif á vímuefni sem er nú þegar löglegt til að reyna að réttlæta annað.

Enda geri ég það aldrei, það væri fáránleg afstaða.

Þetta finnst mér hinsvegar svo fáránlega sagt að ég eiginlega gapi. Horfðu í eigin barm, setjandi þig á MJÖG háan hest, segjandi ÖLLUM hérna inni hvað er rétt, hvað er fáránlegt, hver ætli að DIRFAST að mótmæla þér og þínum skoðunum?

Ég gapi á móti, er það að GEFA HVERJUM OG EINUM SITT VALsegja þeim hvað þeir eigi að gera? Þú undrar mig.



AntiTrust skrifaði:
Leviathan skrifaði:Hvernig finnst þér Maríjúana hafa slæm áhrif á samfélagið? Fyrir utan þá að það sé "gateway efni".


Sömu slæmu áhrif og önnur vímuefni, svosem áfengi og sígarettur hafa. Skoðaðu bara sem dæmi hvað þessi efni eru að kosta ríkið, ekki hér heima sérstaklega heldur allstaðar.


Hvaða kostnað? Ég er ekki frá því að áfengi sé skattlagt eftir styrkleika til að samsvara áætluðum heilbrigðiskostnaði og slíkt hið sama gert við sígarettur.


Modus ponens

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Maríjúana

Pósturaf urban » Þri 10. Ágú 2010 12:46

AntiTrust skrifaði: Þangað til það liggja fyrir grjótharðar staðreyndir, rannsóknir sem sýna fram á að lögleiðing á efninu sé samfélaginu í heild sinni til batnaðar breytist mín skoðun ekki.


það er allavega að mínu mati augljóst að bann á þessu efni er ekki að gera sig.


AntiTrust skrifaði:
Leviathan skrifaði:Hvernig finnst þér Maríjúana hafa slæm áhrif á samfélagið? Fyrir utan þá að það sé "gateway efni".


Sömu slæmu áhrif og önnur vímuefni, svosem áfengi og sígarettur hafa. Skoðaðu bara sem dæmi hvað þessi efni eru að kosta ríkið, ekki hér heima sérstaklega heldur allstaðar.

Heill kafli einn og sér.


það er ástæða fyrir því að þetta er að kosta ríkið, semsagt maríjúana, ekki hægt að bera það beint saman við önnur efni.
ástæðan er einföld, það er bannað og það kostar óhemju að halda því bönnuðu og fara eftir banni

í hvaða ástæðum er þetta að kosta ríkið eitthvað, þá meina ég aðalega það sem að er verið að tala um upprunalega.
semsagt maríjúana,
aðal kostnaðurinn vegna þess er toll og löggæsla ásamt fangelsisstofnunum fyrir fanga.

með því að láta ríkið frameiða efnið (og já ég mundi vilja, þótt ótrúlegt sé, vilja einokun þar, banna alla aðra ræktun) og sjá um sölu þá kæmu í raun hellings upphæðir inní ríkiskassann, í staðin fyrir að kosta ríkið eitthvað.

löggan getur snúið sé að öðrum mikilvægari málum
fé kemur til alminnilegra forvarnra og meðferðarúrræða.

síðan að sjálfsögðu á að vera eins með þetta efni og áfengi, t.d. akstur bannaður undir áhrifum, bara svona til þess að þessi helvítis klausa komi ekki "ég mundi ekki vilja vita af öllum skökkum út í umferðinni"


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 253
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Maríjúana

Pósturaf depill » Þri 10. Ágú 2010 12:50

AntiTrust skrifaði:
Leviathan skrifaði:Hvernig finnst þér Maríjúana hafa slæm áhrif á samfélagið? Fyrir utan þá að það sé "gateway efni".


Sömu slæmu áhrif og önnur vímuefni, svosem áfengi og sígarettur hafa. Skoðaðu bara sem dæmi hvað þessi efni eru að kosta ríkið, ekki hér heima sérstaklega heldur allstaðar.

Heill kafli einn og sér.


Úff var næstum búinn að skrifa sama svar og þú skrifaðir hér að ofan. Ég er splitted hér, Gúru ég held að þú þurfir að átta þig á því að við búum í lýðræðisamfélagi. Samfélag verandi key-punkturinn. Jú við viljum öll frelsi til að gera það sem við viljum gera, og það á að vera sem mest frelsi til þess án þess að það hafi skaðleg áhrif á heildar samfélagið.

Ég þekki nokkra "dópista", drekk sjálfur, þó nokkrir sem ég þekki sem reykja og það sem fer í taugarnar á mér er að ég skuli vera borga fyrir þeirra neyslu. Hér á landi er líka búið að stíga visst skref til þess að "banna" óæskileg vímuiefni svo sem áfengi og tóbak ( tek aftur fram að ég drekk ) með því að hafa mjög háa skatta á áfengi og tóbaki. Og varðandi tóbakið virðist það virka að vissuleyti. Og ég er persónulega jafn mikið og ég hrifinn af frelsi einstaklingsins og er frjálshyggju sinni sammála þarna. Áfengis og tóbaksneytendur eru að borga "mér" ( samfélaginu ) skaðann af neyslunni þeirra, mér finnst bara að það ætti offically að reikna þetta. Hvað kostar average tóbaksneytandinn okkur eða áfengisneytandinn okkur og setja skatta sem samsvara því á vöruna til að bæta samfélaginu upp.

Þannig þegar þú segir
„Þú mátt gera það sem þú vilt við þig og þínar eigur, svo lengi sem að það valdi mér ekki skaða”
--- svo sem sammála, en með neyslu getur þú verið að valda samfélagslegum skaða. Og þú getur verið að valda mér aukalegum kostnaði og sérstaklega með hörðu efnin þar sem að ávanabinding er þar mikil er líklegt að það verði mjög ósækileg samfélagsáhrif.
Þess vegna er ég svo splitted með að leyfa önnur fíkniefni, on the one hand. Þá held ég að þetta verði ekki samfélaginu til bóta og verði jafnvel socially accepted sem að ég myndi alls ekki vilja, ( og Gúru Marijuna Inc heimildarmynd eftir CNBC, mjög góð mynd um lögleiðingu Marijuna í Bandaríkjunum og Bandaríkin eru ekki hægt og rólega að lögleiða fíkniefni, þótt að sérstaklega í Kaliforniu hafa verið gerða ýmsar prófarnir ). On the other hand vill ég að fíklar borgi fyrir sín vandamál sjálfir, einmitt eitt sem að ég hef heyrt er að ef Marijuna yrði gert löglegt myndi verðið vera miklu lægra ( skyllst að það sé að rokka í kringum 3000 kr gr eins og er ), en þar myndi væntanlega og vonandi skattur koma á móti, sem myndi halda verðinu í svipuðu leveli til þess að bæta skattgreiðendum upp það samfélagslega ónæði sem Marijuna reikningar valdar. ( Lost productivity, afeitrun, meiri heilbrigðisvandamál, geðhjálp o.s.frv ) og jafnvel mætti fara lengra með sérstaklega harðari efnin, að til þess að fá efnin verðuru að afsala þér heilbrigðistryggingu næstu 6 mánuðina minnsta kosti ( af því ég vill ekki greiða fyrir notkunina þína, ( tökum mjólkur og landbúnaðarumræðu á vaktinni næst það tengist ) ) .

En þá kemur að það er tiltölulega líklegt að við þetta myndi undirheimamarkaðurinn þá ekki hverfa, það væri efni selt "svart". Þannig að þetta er hreinlega rosalega erfitt vandamál. Og þegar við erum að tala um ávanabindandi efni, er vandamálið ennþá erfiðara.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Maríjúana

Pósturaf AntiTrust » Þri 10. Ágú 2010 13:00

Gúru þú heldur áfram að tala í hringi. Ég er búinn að sjá velflest af því sem þú ert að kvóta í eða linka á, ef ekki það þá e-ð sambærilegt.

Ég er ekki að tala um hvað er rétt og rangt, ég er að tala um hvað mér finnst rétt og rangt. Þú átt ennþá langa leið í að kunna að taka þátt í rökræðum, hvað þá stofna til þeirra.

Ef þú gerir þér ekki grein fyrir því hvaða kostnaður fylgir vímuefnum fyrir samfélög og ríkisstjórnanir áttu margt ólesið vinur.



Skjámynd

Höfundur
Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Maríjúana

Pósturaf Gúrú » Þri 10. Ágú 2010 13:01

depill skrifaði:tökum mjólkur og landbúnaðarumræðu á vaktinni næst það tengist


Hún er samt bara svo hrikalega leiðinleg og endar alltaf á sama punktinum
Option A) Heldur áfram að láta alla borga milljarða í "Beinar greiðslur til bænda" vegna þess að vinnan þeirra er óhagstæð.
Option B) Hættir því, ert með 10.000 atvinnulausa gagnslausa meðlimi í samfélaginu sem að þú verður að borga atvinnuleysisbætur.
Fáránlegra þykir mér samt að Bandaríkin séu/hafi verið að byrja á því að taka upp þetta kerfi... my god...

Hef samt minnir mig séð Marijuana Inc ef það var myndin með female hostinum sem að gerði lítil comment eftir hverja setningu hjá hostee-inu. :)

Kynnið ykkur samt Oregon umhverfið áður en að þið farið að gera ráð fyrir hlutum í svona ræðum :)

Og ég held að það sé lítill vafi á því að ef að Oregon planið fer jafn vel og það lítur út fyrir að gera mun það breiðast eins og eldur um fylkin í Bandaríkjunum.

Antitrust - Fyrirgefðu það bara að það geri mig mjög reiðan, pirraðan og bitran að vita af því að saklaust fólk missi frelsi sitt og líf, atvinnuferlistækifæri og fjölskyldu í löng tímabil vegna fórnarlambslausra afbrota?


Modus ponens