Vandamál með Dual-boot


Höfundur
so
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Mið 07. Jan 2004 20:07
Reputation: 0
Staðsetning: Hornafjörður
Staða: Ótengdur

Vandamál með Dual-boot

Pósturaf so » Mið 07. Jan 2004 20:39

Sælir nú snillingar, ég er í nettum vandræðum með að koma upp dual boot (i) á vélina hjá mér :( Er með tvo h diska sem ég setti Win98 og Win2000 upp á. Ég setti kerfin upp á diskana í sitthvoru lagi, það er að segja það var bara annar tengdur í einu. Tengdi svo báða við vélina og reyndi að fá upp dual boot með því að breyta boot.ini skránni á 2000 og fékk upp dual boot skjáinn með endurræsingu og gekk vel að ræsa 2ooo diskinn sem er default. Svo reyndi ég að ræsa 98 diskinn en gekk ekki, kom með ntoskrnl.exe villu. Er búinn að reyna að víxla diskunum og fikta meira i boot.ini skránni en ekkert virkar. Hins vegar rennur náttúrulega 98 diskurinn upp ef ég breyti boot up röðinni í biosnum en það er ekki það sem ég er að reyna. Þetta virkar fínt á hinni vélinni minni en þar er ég reyndar með tvo xp diska sem skilja dual bootið betur en 98 !!
Nú reynir á að redda amatör í neyð :shock: Takk fyrir so



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fim 08. Jan 2004 16:16

windows 98 verður alltaf að vera á fyrsta disknum í vélinni til að boota.

hafði win98 á c: og win2k á d:, settu svo boot.ini á c: . ég er ekki viss um að þetta virki samt, því ég geri þetta auðveldu leiðina. installa 98 og hef diskinn í vélinni meðan ég set 2k eða xp inn, þá býr tölvan sjálfkrafa til réttann boot.ini


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
so
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Mið 07. Jan 2004 20:07
Reputation: 0
Staðsetning: Hornafjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf so » Lau 10. Jan 2004 16:53

Takk fyrir ábendinguna gnarr, en þetta virkar ekki og það er rétt hjá þér að hún býr ekki til réttan boot file út af því að ég setti 2k ekki upp frá 98 heldur sér, en ég var að vona að einhvernveginn væri hægt að klóra sig út úr þessu en það er ekki víst. Ég er með 98 diskin c: en var líka búinn að víxla þeim en það gekk ekki því 98 er mjöilla við að vera annað en c: :)