Setja upp þriðja SATA diskinn


Höfundur
Greykjalin
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 08:00
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Setja upp þriðja SATA diskinn

Pósturaf Greykjalin » Mið 21. Júl 2010 17:29

Daginn öllsömul..

Ég er í smá veseni með að koma þriðja diskinum upp á tölvunni hjá mér..

Ég er með tvo diska fyrir, einn er með stýrikerfi og hugbúnaði, hinn fyrir gagnageymslu.
Ég tengdi diskinn sem er af gerðinni Seagate Barracuda 1TB og ræsti svo tölvuna.
Ég fór í Computer Management - Disk Management, fann og setti diskinn upp, formattaði og tileinkaði honum bókstaf.

Samt kom diskurinn ekki upp í My Computer.
Ég fór þá og gróf upp manualinn fyrir móðurborðið sem er af gerðinni GIGABYTE S-Series GA-MA790X-DS4.
Leiðbeiningarnar þar voru að breyta stillingum í BIOS á þessa leið:
- OnChip SATA Controller -> Enabled
- OnChip SATA Type -> RAID

Ef ég hinsvegar geri það þá reynir tölvan að ræsa sig en gefst svo upp.
Ef ég hinsvegar breyti OnChip SATA Type aftur í Native IDE þá ræsir hún sig eðlilega en diskurinn hvergi sjáanlegur í My Computer.

Stýrikerfi: Windows Vista 64

Er eitthvað sem mönnum dettur í hug að prófa?

Með fyrirfram þökk
Gunnar



Skjámynd

BjarkiB
Of mikill frítími
Póstar: 1947
Skráði sig: Fim 26. Nóv 2009 19:02
Reputation: 15
Staðsetning: C:\Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp þriðja SATA diskinn

Pósturaf BjarkiB » Mið 21. Júl 2010 17:37

Búinn að virkja hann í disk management?




Höfundur
Greykjalin
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 08:00
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp þriðja SATA diskinn

Pósturaf Greykjalin » Mið 21. Júl 2010 17:38

Tiesto skrifaði:Búinn að virkja hann í disk management?


Já, gleymdi víst að taka það fram.. :)
Það lítur allt rétt út í Disk Management..




Höfundur
Greykjalin
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 08:00
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp þriðja SATA diskinn

Pósturaf Greykjalin » Fim 22. Júl 2010 12:25

Þetta er komið í lag.. :) Takk fyrir