Fartölva sem er stýrikerfislaus eða með Linux


Höfundur
iceland_jack
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mán 28. Jún 2010 23:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Fartölva sem er stýrikerfislaus eða með Linux

Pósturaf iceland_jack » Þri 29. Jún 2010 00:00

Svo er mál með vexti að ég vil kaupa endingargóða fartölvu án þess að kostnaðurinn renni til Microsoft.

Ég þekki að minnsta kosti 3 (að mér undankildum) sem vantar fartölvu sem á að strauja og skella á Linux og því fáránlegt að borga fúlgur fjár fyrir Windows-leyfi sem verður aldrei notað.

Tölvutek minnir mig var einu sinni með Linux Asus-fartölvur en það var fyrir hrun, ekki neyðist maður til að sérpanta lappa frá framleiðendum? Hefur einhver reynslu af þessu?




steindor2
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Þri 01. Jún 2010 10:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva sem er stýrikerfislaus eða með Linux

Pósturaf steindor2 » Þri 29. Jún 2010 00:34





AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6350
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva sem er stýrikerfislaus eða með Linux

Pósturaf AntiTrust » Þri 29. Jún 2010 00:40

Langt síðan ég sá slíkt á boðstólum hérna heima - og efast um að þú finnir nokkuð alvöru merki með góðu móti án OS leyfis. Spurning um að spjalla við umboðin og sjá hvort þeir geti ekki sérpantað slíka vél f. þig?



Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva sem er stýrikerfislaus eða með Linux

Pósturaf BjarniTS » Þri 29. Jún 2010 00:43

steindor2 skrifaði:http://www.linux.com/archive/articles/59381

have fun :D


Vá þetta er magnað.


Nörd

Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva sem er stýrikerfislaus eða með Linux

Pósturaf BjarniTS » Þri 29. Jún 2010 00:43

steindor2 skrifaði:http://www.linux.com/archive/articles/59381

have fun :D


Vá þetta er magnað.


Nörd


Höfundur
iceland_jack
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mán 28. Jún 2010 23:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva sem er stýrikerfislaus eða með Linux

Pósturaf iceland_jack » Þri 29. Jún 2010 00:51

AntiTrust skrifaði:Langt síðan ég sá slíkt á boðstólum hérna heima - og efast um að þú finnir nokkuð alvöru merki með góðu móti án OS leyfis. Spurning um að spjalla við umboðin og sjá hvort þeir geti ekki sérpantað slíka vél f. þig?
Því miður gæti þetta verið besta leiðin
BjarniTS skrifaði:
steindor2 skrifaði:http://www.linux.com/archive/articles/59381
have fun :D

Vá þetta er magnað.
Ástæðan fyrir því að ég vil helst kaupa Linux-tölvu úr búð er til að borga Microsoft ekki og til að sýna að það sé eftirspurn eftir Linux (sem gæti fengið söluaðila til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir seldu bara Microsoft tölvur) — ég væri þannig séð til í að borga jafn mikið fyrir tölvuna ef ég vissi að ágóðinn rynni til góðrar tölvubúðar í stað Microsoft. Ég vil ekki þurfa að hringja til þeirra og grátbiðja um einhverja þúsundkalla, enda svo með afsláttarmiða og mögulega ekkert.



Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva sem er stýrikerfislaus eða með Linux

Pósturaf BjarniTS » Þri 29. Jún 2010 01:08

iceland_jack skrifaði:Ástæðan fyrir því að ég vil helst kaupa Linux-tölvu úr búð er til að borga Microsoft ekki og til að sýna að það sé eftirspurn eftir Linux (sem gæti fengið söluaðila til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir seldu bara Microsoft tölvur) — ég væri þannig séð til í að borga jafn mikið fyrir tölvuna ef ég vissi að ágóðinn rynni til góðrar tölvubúðar í stað Microsoft. Ég vil ekki þurfa að hringja til þeirra og grátbiðja um einhverja þúsundkalla, enda svo með afsláttarmiða og mögulega ekkert.


Efast um að þeir hugsi sig tvisvar um bara vegna þess að það eru svo fáir eins og ég og þú , er 100% sammála þér og þetta væri eitthvað sem að ég myndi gera líka ef að ég væri að fara að kaupa mér vél.

En með þessari lausn sem hann benti á værir þú alveg að sýna sömu andstöðu , svona í raun , þetta væri alveg reynandi ef að þú myndir hvergi fá "blank" vél hérna heima.

En þú skalt líka kanna með það hvað kostar að flytja heim , það þarf ekkert að vera eitthvað stjarnfræðilegt ef að mér skjátlast ekki.


Nörd


Höfundur
iceland_jack
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mán 28. Jún 2010 23:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva sem er stýrikerfislaus eða með Linux

Pósturaf iceland_jack » Þri 29. Jún 2010 01:24

BjarniTS skrifaði:En með þessari lausn sem hann benti á værir þú alveg að sýna sömu andstöðu , svona í raun , þetta væri alveg reynandi ef að þú myndir hvergi fá "blank" vél hérna heima.
Nefnilega ekki, það að Microsoft viti af því að einhver á Íslandi vilji stýrikerfislausa tölvu mun ekki breyta neinu. Ef ég ber þessa bón hins vegar upp við tölvubúð þá sjá þeir einhverja eftirspurn, ég veit t.d. að öll tölvudeildin þar sem ég vinn hefði áhuga á þessu, systur minni og mömmu vantar líka Linux-fartölvu fyrir haustið þannig að það væri alveg fínn bissness í þessu.
BjarniTS skrifaði:En þú skalt líka kanna með það hvað kostar að flytja heim , það þarf ekkert að vera eitthvað stjarnfræðilegt ef að mér skjátlast ekki.
Veistu við hvern væri best að tala? Slæ líklega til nema það komi einhverjar nýjar upplýsingar á þessum þræði