Lapping+Noctua NH-D14+ShinEtsu= -15°C og minna hjóð
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3849
- Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
- Reputation: 265
- Staða: Ótengdur
Lapping+Noctua NH-D14+ShinEtsu= -15°C og minna hjóð
Jæja smá project sem ég tók mér fyrir hendur í kvöld. Ég var að fá mér Noctua NH-D14 kælingu og langaði að ganga aðeins lengra þar sem ég læt örrann minn folda 24/7 og er hitinn nokkuð hár. Þannig að ég fékk mér líka Shin Etsu x23-7783D kælikrem sem á að vera það besta á markaðnum ooogg ákvað að lappa örran líka. Fyrir þá sem ekki vita hvað það er, þá er maður í raun að þynna og slétta kælihlífina á örranum svo hún leiði betur hita. Ég var fyrir með Cooler Master V8 kælingu sem hafði alveg gert sitt gagn og hefði alveg dugað í 99% tilfella, en mig langar að yfirklukka meira þannig að núna er hún til sölu .
Ætla að renna yfir þetta fyrir ykkur fáu nörda sem gætu haft gaman af þessu, og sýna ykkur ferlið og tala ekki um niðurstöðunar svo...
Þetta eru tölurnar eins og þær voru áður en ég byrjaði, allir 8 kjarnanir á i7 930 @ 3,8GHz örranum í 100% load að folda (gleymd að athuga hitan í idle, sorry)
Og svona leit tölvan út, sé að myndin sýni eins og það sé fullt af ryki í kælingunni en þetta er bara óverulegt og myndin ýkir það. Stutt síðan ég sprautaði kassan svartan að innan og hef rykhreinsað einu sinni í millitíðinni.
Hérna er örrinn nýþrifinn og tilbúinn í aðgerð
Búinn að pakka honum vel inn, líma utan um hann allan
Og covera bakhliðina líka
Var búinn að kaupa mér fínan sandpappír, 800, 1200, 2000 og 2500 grófleika í Málningavörum Lágmúla. Og notaði glerflís til að líma hann á, þar sem hún er mjög slétt. Þarna er hálf örk límd á og í heildina fór ég með 10 arkir (skipti 20 sinnum um pappír) og notaði mest af 800 og 1200, hinar tvær týpurnar bara til að shæna hann til í raun.
Just starting to scratch the surface
Þarna sjáið þið í raun vel hversu kúptur hann var og ójafn. Koparinn kominn í ljós í miðjunni bara.
Hérna er ég búinn að ná honum alveg sléttum eftir svona hálftíma pússerí.
Og svona glansar þessi elska eftir að hafa verið pússaður með 2500 pappír (sem er næstum jafn fínn og venjuleg A4 blað bara) . Hefði nú átt að taka límið af og svona svo þetta liti betur út.
Ég var svo spenntur að ég steingleymdi að taka mynd þegar ég var að setja kælikremið á en það var notað mjööög lítið af því.
Hérna er Kælingin komin í og er þetta þokkalega flykkið, ísettning var pice of cake og í raun sú þægilegasta sem ég hef prufað af þessum monster kælingum. Og hún er alls ekki háværari nema síður sé.
Og svo góðir gestir..... Hérna kemur niðurstaðan
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
Jebb þetta er svart á hvítu bæting um heilar 15°C sem fyrir mér var laaaangt umfram væntingar, ég bjóst við í mesta lagi 10°C ef ég væri heppinn og hefði gert þetta vel. Þannig að núna er ég farinn að sjá tölur sem mér líka og get því farið að yfirklukka hann enn meira, er með hann mjööög steady í 3,8GHz með HT on að sjálfsögðu, en stefni á að koma honum í 4,2GHz þegar ég hef tíma.
Þetta var miklu auðveldara en ég þorði að vona og mun árangursríkara. Ætla svo sem ekki að mæla með lapping þar sem það ógildir ábyrgð en ef þið lesið á milli línana þá vitið þið mitt álit . Já og er einhvern langar í svona Shin Etsu kælikrem þá á ég 2 túpur eftir á 3000kr stykkið, já og 6 mánaða Cooler Master kælingu á 5k
over and out.
Ætla að renna yfir þetta fyrir ykkur fáu nörda sem gætu haft gaman af þessu, og sýna ykkur ferlið og tala ekki um niðurstöðunar svo...
Þetta eru tölurnar eins og þær voru áður en ég byrjaði, allir 8 kjarnanir á i7 930 @ 3,8GHz örranum í 100% load að folda (gleymd að athuga hitan í idle, sorry)
Og svona leit tölvan út, sé að myndin sýni eins og það sé fullt af ryki í kælingunni en þetta er bara óverulegt og myndin ýkir það. Stutt síðan ég sprautaði kassan svartan að innan og hef rykhreinsað einu sinni í millitíðinni.
Hérna er örrinn nýþrifinn og tilbúinn í aðgerð
Búinn að pakka honum vel inn, líma utan um hann allan
Og covera bakhliðina líka
Var búinn að kaupa mér fínan sandpappír, 800, 1200, 2000 og 2500 grófleika í Málningavörum Lágmúla. Og notaði glerflís til að líma hann á, þar sem hún er mjög slétt. Þarna er hálf örk límd á og í heildina fór ég með 10 arkir (skipti 20 sinnum um pappír) og notaði mest af 800 og 1200, hinar tvær týpurnar bara til að shæna hann til í raun.
Just starting to scratch the surface
Þarna sjáið þið í raun vel hversu kúptur hann var og ójafn. Koparinn kominn í ljós í miðjunni bara.
Hérna er ég búinn að ná honum alveg sléttum eftir svona hálftíma pússerí.
Og svona glansar þessi elska eftir að hafa verið pússaður með 2500 pappír (sem er næstum jafn fínn og venjuleg A4 blað bara) . Hefði nú átt að taka límið af og svona svo þetta liti betur út.
Ég var svo spenntur að ég steingleymdi að taka mynd þegar ég var að setja kælikremið á en það var notað mjööög lítið af því.
Hérna er Kælingin komin í og er þetta þokkalega flykkið, ísettning var pice of cake og í raun sú þægilegasta sem ég hef prufað af þessum monster kælingum. Og hún er alls ekki háværari nema síður sé.
Og svo góðir gestir..... Hérna kemur niðurstaðan
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
Jebb þetta er svart á hvítu bæting um heilar 15°C sem fyrir mér var laaaangt umfram væntingar, ég bjóst við í mesta lagi 10°C ef ég væri heppinn og hefði gert þetta vel. Þannig að núna er ég farinn að sjá tölur sem mér líka og get því farið að yfirklukka hann enn meira, er með hann mjööög steady í 3,8GHz með HT on að sjálfsögðu, en stefni á að koma honum í 4,2GHz þegar ég hef tíma.
Þetta var miklu auðveldara en ég þorði að vona og mun árangursríkara. Ætla svo sem ekki að mæla með lapping þar sem það ógildir ábyrgð en ef þið lesið á milli línana þá vitið þið mitt álit . Já og er einhvern langar í svona Shin Etsu kælikrem þá á ég 2 túpur eftir á 3000kr stykkið, já og 6 mánaða Cooler Master kælingu á 5k
over and out.
-
- Geek
- Póstar: 804
- Skráði sig: Mán 19. Jan 2009 12:36
- Reputation: 6
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Lapping+Noctua NH-D14+ShinEtsu= -15°C og minna hjóð
Myndiru ekki fá aðeins meiri hitalækkun ef þú myndir lappa kælinguna líka?
Smá off topic: veit einhver hvort að Noctua NH-D14 passi í Antec P182b?
Smá off topic: veit einhver hvort að Noctua NH-D14 passi í Antec P182b?
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3849
- Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
- Reputation: 265
- Staða: Ótengdur
Re: Lapping+Noctua NH-D14+ShinEtsu= -15°C og minna hjóð
Jú kannski, og ég hugsaði það en þetta er bara soddan hlunkur að ég lagði ekki í það. Ekki auðvelt að halda henni á plani og renna henni fram og til baka skrilljón sinnum
-
- Besserwisser
- Póstar: 3963
- Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
- Reputation: 0
- Staðsetning: Seltjarnarnes
- Staða: Ótengdur
Re: Lapping+Noctua NH-D14+ShinEtsu= -15°C og minna hjóð
Snuddi skrifaði:Jú kannski, og ég hugsaði það en þetta er bara soddan hlunkur að ég lagði ekki í það. Ekki auðvelt að halda henni á plani og renna henni fram og til baka skrilljón sinnum
Spegill eða glerplata.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Lapping+Noctua NH-D14+ShinEtsu= -15°C og minna hjóð
ManiO skrifaði:Snuddi skrifaði:Jú kannski, og ég hugsaði það en þetta er bara soddan hlunkur að ég lagði ekki í það. Ekki auðvelt að halda henni á plani og renna henni fram og til baka skrilljón sinnum
Spegill eða glerplata.
Það er ekki vandamálið heldur er það þunginn af kælingunni, eins og ef þú lappar örgjörva þá áttu að hafa næstum engann þrýsting ofaná bara láta hann liggja og renna honum fram og til baka.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Lapping+Noctua NH-D14+ShinEtsu= -15°C og minna hjóð
Flott.
Set samt stórt spurningamerki við þetta, rétt eins og þessi kit sem eru seld í bíla sem eiga að draga úr eldsneytisnotkun.
Ef þetta virkar, afhverju gera framleiðendurnir þetta þá ekki, sem eru búnir að eyða mörg þúsund vinnustundum í undirbúning og framleiðslu?
Hef mjög miklar efasemdir um þetta lapping, og ætla að miða við að kælingin sé betri og ekki jafn rykug og þessvegna er þessi munur.
Set samt stórt spurningamerki við þetta, rétt eins og þessi kit sem eru seld í bíla sem eiga að draga úr eldsneytisnotkun.
Ef þetta virkar, afhverju gera framleiðendurnir þetta þá ekki, sem eru búnir að eyða mörg þúsund vinnustundum í undirbúning og framleiðslu?
Hef mjög miklar efasemdir um þetta lapping, og ætla að miða við að kælingin sé betri og ekki jafn rykug og þessvegna er þessi munur.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Besserwisser
- Póstar: 3111
- Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
- Reputation: 12
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Lapping+Noctua NH-D14+ShinEtsu= -15°C og minna hjóð
Leiðinlegt að sjá menn vera svona hardcore og fara í að lappa örgjörva en eru svo bara að kæla með lofti
-
- Besserwisser
- Póstar: 3080
- Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
- Reputation: 48
- Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Lapping+Noctua NH-D14+ShinEtsu= -15°C og minna hjóð
Eru fyrir hitatölurnar gerðar með V8 kælingunni?
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3849
- Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
- Reputation: 265
- Staða: Ótengdur
Re: Lapping+Noctua NH-D14+ShinEtsu= -15°C og minna hjóð
Sallarólegur skrifaði:Flott.
Set samt stórt spurningamerki við þetta, rétt eins og þessi kit sem eru seld í bíla sem eiga að draga úr eldsneytisnotkun.
Ef þetta virkar, afhverju gera framleiðendurnir þetta þá ekki, sem eru búnir að eyða mörg þúsund vinnustundum í undirbúning og framleiðslu?
Hef mjög miklar efasemdir um þetta lapping, og ætla að miða við að kælingin sé betri og ekki jafn rykug og þessvegna er þessi munur.
Afhverju setja bílaframleiðendur ekki öflugri tölvukubba, loftsíur og flækjur í bíla, eða bara turbínu? Þú færð meiri kraft og sömu eyðslu með ölllum nýjum bílatölvukubbum í dag og tala ekki um flækjur og high end loftsíjur. Framleiðendur fara milliveginn og eru on the safe side í sinni fjöldaframleiðslu og halda niðri kostnaði. Ef framleiðendur myndu alltaf fara út á ystu nöf þá væri ekki hægt að tuna neitt í dag og við vitum að það er ekki reyndin. Þannig að þessi samlíking er hálf asnaleg. Afhverju sendi Intel t.d. ekki örran minn sem 3,8GHz frá sér, hvaða nýliði sem er getur náð því án nokkura voltage breyting eða neitt? Sama svar og með bílana Örranir eru planaðir á þann hátt hjá Intel að verð helst niðri og gæði uppi í réttu samræmi
Og já kælingin og kremið eru bæði betri en ég nennti ómögulega að gera þetta tvisvar til að sjá munin á lapping og ekki En ég veit að hann er þarna samt
beatmaster skrifaði:Eru fyrir hitatölurnar gerðar með V8 kælingunni?
Jebb eins og stendur. Ef maður les sig til um lapping, þá er það ekki að gefa nema 3-5°C hjá flestum, þannig að kælingin og kremið sjá um rest.
gardar skrifaði: Leiðinlegt að sjá menn vera svona hardcore og fara í að lappa örgjörva en eru svo bara að kæla með lofti
He he he afhverju er það leiðinlegt? Maður fer í þessa ferð í nokkrum skrefum, og þetta er bara eitt skrefið í þá átt. Þetta kostaði 1/7 af því sem vatnskælingin sem mig langar í kostar, og þegar hún kemur þá mun hún ekki lækka tölunar svona mikið í viðbót. Þannig að þetta var bara logisct skref í þá átt, rétt um 1000kr fyrir hverja gráðu er bara flott . En samt leiðinlegt að hafa látið þér leiðast, það vonandi lagast
ManiO skrifaði:Spegill eða glerplata.
Ehhh já ég var með glerplötu en það breytir ekki þeirri staðreynd að ég þarf að strjúka kælingunni eftir henni skrilljón sinnum og hún er 1kg og erfitt að halda henni á plani. Er ekki að sjá þetta fyrir mér að setja kælinguna á hvolf í skrústykki og pusssa hana með glerplötu, það myndi aldrei ganga held ég !
Re: Lapping+Noctua NH-D14+ShinEtsu= -15°C og minna hjóð
Geeeðveikt maður! Nú er það bara OC hardcore!
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Lapping+Noctua NH-D14+ShinEtsu= -15°C og minna hjóð
[/quote]Snuddi skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Flott.
Set samt stórt spurningamerki við þetta, rétt eins og þessi kit sem eru seld í bíla sem eiga að draga úr eldsneytisnotkun.
Ef þetta virkar, afhverju gera framleiðendurnir þetta þá ekki, sem eru búnir að eyða mörg þúsund vinnustundum í undirbúning og framleiðslu?
Hef mjög miklar efasemdir um þetta lapping, og ætla að miða við að kælingin sé betri og ekki jafn rykug og þessvegna er þessi munur.
Afhverju setja bílaframleiðendur ekki öflugri tölvukubba, loftsíur og flækjur í bíla, eða bara turbínu? Þú færð meiri kraft og sömu eyðslu með ölllum nýjum bílatölvukubbum í dag og tala ekki um flækjur og high end loftsíjur. Framleiðendur fara milliveginn og eru on the safe side í sinni fjöldaframleiðslu og halda niðri kostnaði. Ef framleiðendur myndu alltaf fara út á ystu nöf þá væri ekki hægt að tuna neitt í dag og við vitum að það er ekki reyndin. Þannig að þessi samlíking er hálf asnaleg. Afhverju sendi Intel t.d. ekki örgjörvan minn sem 3,8GHz frá sér, hvaða nýliði sem er getur náð því án nokkura voltage breyting eða neitt? Sama svar og með bílana Örranir eru planaðir á þann hátt hjá Intel að verð helst niðri og gæði uppi í réttu samræmi
Afhverju ætti að vera dýrara fyrir intel að kaupa minna af málmi í hvern örgjörva, og lækka hitann?
Og með þessi kit sem ég er að tala um í bíla ert þú algerlega á rangri hillu. Það er búið að vera að reyna plata fólk í 2-3 ár t.d. í smáugl í mogganum að þú getir keypt eitthvað drasl í bílinn þinn á 10.000 kr sem minnkar eldsneytisnotkun 20-30%! Ég get alveg lofað þér því að miðað við samkeppnina á bílamarkaði í dag myndu framleiðendurnir ekki vera lengi að setja þetta í alla bílana sína.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Lapping+Noctua NH-D14+ShinEtsu= -15°C og minna hjóð
Sallarólegur skrifaði:Snuddi skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Flott.
Set samt stórt spurningamerki við þetta, rétt eins og þessi kit sem eru seld í bíla sem eiga að draga úr eldsneytisnotkun.
Ef þetta virkar, afhverju gera framleiðendurnir þetta þá ekki, sem eru búnir að eyða mörg þúsund vinnustundum í undirbúning og framleiðslu?
Hef mjög miklar efasemdir um þetta lapping, og ætla að miða við að kælingin sé betri og ekki jafn rykug og þessvegna er þessi munur.
Afhverju setja bílaframleiðendur ekki öflugri tölvukubba, loftsíur og flækjur í bíla, eða bara turbínu? Þú færð meiri kraft og sömu eyðslu með ölllum nýjum bílatölvukubbum í dag og tala ekki um flækjur og high end loftsíjur. Framleiðendur fara milliveginn og eru on the safe side í sinni fjöldaframleiðslu og halda niðri kostnaði. Ef framleiðendur myndu alltaf fara út á ystu nöf þá væri ekki hægt að tuna neitt í dag og við vitum að það er ekki reyndin. Þannig að þessi samlíking er hálf asnaleg. Afhverju sendi Intel t.d. ekki örgjörvan minn sem 3,8GHz frá sér, hvaða nýliði sem er getur náð því án nokkura voltage breyting eða neitt? Sama svar og með bílana Örranir eru planaðir á þann hátt hjá Intel að verð helst niðri og gæði uppi í réttu samræmi
Afhverju ætti að vera dýrara fyrir intel að kaupa minna af málmi í hvern örgjörva, og lækka hitann?
Og með þessi kit sem ég er að tala um í bíla ert þú algerlega á rangri hillu. Það er búið að vera að reyna plata fólk í 2-3 ár t.d. í smáugl í mogganum að þú getir keypt eitthvað drasl í bílinn þinn á 10.000 kr sem minnkar eldsneytisnotkun 20-30%! Ég get alveg lofað þér því að miðað við samkeppnina á bílamarkaði í dag myndu framleiðendurnir ekki vera lengi að setja þetta í alla bílana sína.[/quote]
Því að hafa aðeins minna af málmi í örgjörvanum er í rauninni ekkert 100% öruggt , hef lesið nokkrar reynslusögur af fólki með lappaðann örgjörva sem er að skemmast. þá bæði vegna heimsku hjá fólki og svo vegna þess að hann er kominn alla leið niður í koparinn. fann einhverntíman mjög fróðlega lesningu um gallana við það að lappa örgjörva en er löngu búinn að týna því.
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3849
- Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
- Reputation: 265
- Staða: Ótengdur
Re: Lapping+Noctua NH-D14+ShinEtsu= -15°C og minna hjóð
Sallarólegur skrifaði:Afhverju ætti að vera dýrara fyrir intel að kaupa minna af málmi í hvern örgjörva, og lækka hitann?
Og með þessi kit sem ég er að tala um í bíla ert þú algerlega á rangri hillu. Það er búið að vera að reyna plata fólk í 2-3 ár t.d. í smáugl í mogganum að þú getir keypt eitthvað drasl í bílinn þinn á 10.000 kr sem minnkar eldsneytisnotkun 20-30%! Ég get alveg lofað þér því að miðað við samkeppnina á bílamarkaði í dag myndu framleiðendurnir ekki vera lengi að setja þetta í alla bílana sína.
Ekki vera ferkanntaður, þetta er ekki spurning um að kaupa minna af málmi, þetta er spurning um tíman og vinnuna sem fer í að gera þetta. Efast um að innkaupadeild Intel sæji mun á innkaupum um það hvort þykktin væri 1mm eða 0.999993 mm. En launadeildin myndi sjá hellings mun á því hvort starfsmenn myndu plana (lappa) hvern einasta örgjörva.
Og nei ég er ekki á rangri hillu með þessi Kit, ég tók bara annað dæmi sem sýnir að það er hægt að gera helling við fjöldaframleidda vöru svo hún verði betri en beint af færibandinu.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Lapping+Noctua NH-D14+ShinEtsu= -15°C og minna hjóð
Snuddi skrifaði:Ekki vera ferkanntaður, þetta er ekki spurning um að kaupa minna af málmi, þetta er spurning um tíman og vinnuna sem fer í að gera þetta. Efast um að innkaupadeild Intel sæji mun á innkaupum um það hvort þykktin væri 1mm eða 0.999993 mm. En launadeildin myndi sjá hellings mun á því hvort starfsmenn myndu plana (lappa) hvern einasta örgjörva.
Og nei ég er ekki á rangri hillu með þessi Kit, ég tók bara annað dæmi sem sýnir að það er hægt að gera helling við fjöldaframleidda vöru svo hún verði betri en beint af færibandinu.
Auðvitað myndu þeir sleppa því að covera efsta hlutann í staðinn fyrir að láta hann á til þess að pússa hann niður.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Lapping+Noctua NH-D14+ShinEtsu= -15°C og minna hjóð
Til hvers seturðu límbandið um örgjavafann, er það gert til að lappa eða?
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Reputation: 130
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Lapping+Noctua NH-D14+ShinEtsu= -15°C og minna hjóð
nonni95 skrifaði:Til hvers seturðu límbandið um örgjavafann, er það gert til að lappa eða?
Ætli það sé ekki bara til að málmrykið fari ekki á hann allan.
Have spacesuit. Will travel.
Re: Lapping+Noctua NH-D14+ShinEtsu= -15°C og minna hjóð
haha vá, maður borðar ekki baunirnar beint upp úr dósinni, flestir hita þær fyrst right, sama á við um örgjörfa, nema fólk þorir ekki að "hita" unit sem kostar kanski 90 þús þar sem það er margt sem getur farið úrskeiðis
Kubbur.Digital
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 390
- Skráði sig: Mið 27. Maí 2009 14:20
- Reputation: 9
- Staða: Ótengdur
Re: Lapping+Noctua NH-D14+ShinEtsu= -15°C og minna hjóð
kubbur skrifaði:haha vá, maður borðar ekki baunirnar beint upp úr dósinni, flestir hita þær fyrst right, sama á við um örgjörfa, nema fólk þorir ekki að "hita" unit sem kostar kanski 90 þús þar sem það er margt sem getur farið úrskeiðis
Hvað ertu að segja?
Re: Lapping+Noctua NH-D14+ShinEtsu= -15°C og minna hjóð
baunadós er dæmi um vöru sem flestir velja að breyta eftir eigin hentisemi, td með því að hita baunirnar, tja eða opna dósina
Kubbur.Digital
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3849
- Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
- Reputation: 265
- Staða: Ótengdur
Re: Lapping+Noctua NH-D14+ShinEtsu= -15°C og minna hjóð
Sorry en þetta er nú með þeim heimskari samlíkingum sem ég hef heyrt! Baunadós er gerð til þess að láta opna sig, það er ekki aðgerð sem er gerð til að ná fram betri árangri, alveg eins og með mjólkufernu eða opalpakka
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1947
- Skráði sig: Fim 26. Nóv 2009 19:02
- Reputation: 15
- Staðsetning: C:\Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Lapping+Noctua NH-D14+ShinEtsu= -15°C og minna hjóð
Flott project hjá þér. Alltaf gaman að sjá hvað fólk gengur langt með OC. En annars hvað pússaðir þú lengi?
Re: Lapping+Noctua NH-D14+ShinEtsu= -15°C og minna hjóð
jújú, en það stendur ekkert um hvort þú eigir að hita baunirnar, þitt er valið
Kubbur.Digital
Re: Lapping+Noctua NH-D14+ShinEtsu= -15°C og minna hjóð
kubbur skrifaði:jújú, en það stendur ekkert um hvort þú eigir að hita baunirnar, þitt er valið
mér finnst þetta enn þá frekar skrýtin líking. Sumum finnst kaldar betri, sumum heitar. Þess vegna er ekki alltaf verið að tala um bætingu í þessu tilviki