Ýskur í skjám

Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Ýskur í skjám

Pósturaf Danni V8 » Fim 17. Jún 2010 13:28

Ég er með 2 Acer skjái hérna heima, annar er AL2017 20" 4:3 skjár hinn er AL1916W 19" 16:10. Ég nota annan, bróðir minn hinn.

Í þeim báðum þá kemur alveg svakalega hávært og óþolandi ýskur þegar það er slökkt á þeim. Ef það er kveikt á þeim þá heyrist ekki bofs í þeim. Ég er farinn að taka minn skjá úr sambandi á nóttunni til að geta sofið.

Er þetta merki um að þeir eru að gefa sig eða eru þeir bara svona mikið drasl?


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Ýskur í skjám

Pósturaf BjarniTS » Fim 17. Jún 2010 13:44

Er þetta High Pitch Sound


Sjálfur átti ég sjónvarp sem var svona , það sögðu allir að það væru spennarnir eitthvað að losna eða álíka , en ég myndi bara fara með þetta í viðgerð.


Nörd


Sphinx
1+1=10
Póstar: 1186
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 21:06
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ýskur í skjám

Pósturaf Sphinx » Fim 17. Jún 2010 18:06

gerist þegar eg slekk á tölvuni minni i aflgjafanum alveg svaðalega óðolandi að sofna við þetta þarft alltaf að slökkva a aflgjafanum [-(


MSI GX640 / 15,4" 1680x1050 / Intel Quad I5 2,27GHz / ATI HD5850 1GB / DDR3 2x2GB / seagate 500GB / windows 7 ultimate


vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Ýskur í skjám

Pósturaf vesley » Fim 17. Jún 2010 18:12

ég átti 16:10 20" Acer Al20 seríu, fékk alveg eins svona high-pitched ýskur þegar ég var nýbúinn að kveikja á skjánum, þetta féll undir ábyrgð hjá mér.



Skjámynd

kazgalor
Ofur-Nörd
Póstar: 239
Skráði sig: Lau 15. Ágú 2009 04:38
Reputation: 0
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Ýskur í skjám

Pósturaf kazgalor » Fim 17. Jún 2010 19:04

Danni mannstu á laninu,hátíðnihljóðið í stóra 30" skjánum hans össa? Þetta er hljóð í þéttunum og mér hefur verið sagt að þetta sé ekki merki um að skjárinn sé að gefa sig. Mér er ekki ljóst nákvæmlega hvað þetta þýðir varðandi líftíma og annað, né heldur nákvæmlega afhverju þetta er, en ég er sannfærður um að þetta sé ekkert til að hafa áhyggjur af, þó svo að þetta geti verið þreytandi.

Varðandi að taka skjáina úr sambandi, ath hvort það sé svona on/off takki aftaná skjánum ykkar, það sparar allavega vesenið að rífa snúruna úr. Einning er hægt að fá sér fjöltengi með on/off takka.


i5 6600k Asus Z170k 16GB DDR4 MSI GTX 1070

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Ýskur í skjám

Pósturaf Gúrú » Fim 17. Jún 2010 19:11

kazgalor skrifaði:Danni mannstu á laninu,hátíðnihljóðið í stóra 30" skjánum hans össa? Þetta er hljóð í þéttunum og mér hefur verið sagt að þetta sé ekki merki um að skjárinn sé að gefa sig


Túban hennar ömmu sem hefur haft þetta hljóð í ca 7 ár núna staðfestir eiginlega að þetta er ekki merki um að skjárinn sé að gefa sig :P


Modus ponens

Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Ýskur í skjám

Pósturaf Glazier » Fim 17. Jún 2010 19:11

Þegar ég sá þennan þráð fyrst í dag um 2 leytið.. byrjaði að lesa innihaldið og las þetta "Ég er með 2 Acer skjái" og án þess að hugsa út í það þá ýtti ég strax á back. :roll: :roll:


Tölvan mín er ekki lengur töff.