Veit einhver hvað eru svona meðal sölulaun á bílasölum? Veit að þessar ódýrustu sölur eru að bjóða föst sölulaun fyrir ákveðna verðflokka, aðrar eru með þetta sem prósentutölu. Langaði bara að vita svona hvað væri normið hjá þessum helstu bílasölum ef einhver þekkir til og er oft að braska með bíla.
Hvernig er það annars, hvor borgar sölulaunin - seljandi eða kaupandi? Sem sagt ef ég ætla að kaupa mér bíl, býð í hann 500þús kall og það er samþykkt, þarf ég þá að borga sölulaun bílasalans aukalega eða er það hlutverk seljandans?
Sölulaun á bílasölum?
-
- BMW
- Póstar: 2511
- Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
- Reputation: 14
- Staðsetning: Mosó
- Staða: Ótengdur
Re: Sölulaun á bílasölum?
Hlutverk seljandans..
Við áttum fellihýsi sem við vorum með á sölu, þar voru sölulaunin 80.000kr. svo þegar við höfðum selt fellihýsið þurftum við að borga bílasölunni 40.000kr.
Ástæðan fyrir því að við borguðum helming var sú að sá sem keypti hafði farið einu sinni og skoðað fellihýsið hjá bílasölunni, svo hættum við með það á bílasölu og auglýstum í blaðinu, kaupandinn hringdi í okkur og keypti þá var bílasalinn allveg vitlaus og vildi fá sín sölulaun fyrir fellihýsið þó svo að hann hafi ekki selt það fyrir okkur heldur sá kaupandinn auglýsingu í fréttablaðinu.
Við áttum fellihýsi sem við vorum með á sölu, þar voru sölulaunin 80.000kr. svo þegar við höfðum selt fellihýsið þurftum við að borga bílasölunni 40.000kr.
Ástæðan fyrir því að við borguðum helming var sú að sá sem keypti hafði farið einu sinni og skoðað fellihýsið hjá bílasölunni, svo hættum við með það á bílasölu og auglýstum í blaðinu, kaupandinn hringdi í okkur og keypti þá var bílasalinn allveg vitlaus og vildi fá sín sölulaun fyrir fellihýsið þó svo að hann hafi ekki selt það fyrir okkur heldur sá kaupandinn auglýsingu í fréttablaðinu.
Tölvan mín er ekki lengur töff.