Að tengja Win-7 64 bita við XP prentara


Höfundur
gauivi
Græningi
Póstar: 35
Skráði sig: Sun 13. Nóv 2005 22:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Að tengja Win-7 64 bita við XP prentara

Pósturaf gauivi » Mið 02. Jún 2010 22:57

Sælir Vaktarar. Þannig er mál með vexti að ég var að kaupa Toshiba Satellite ferðatölvu sem er með Windows 7 – 64 bita stýrikerfi. Borðtölvan hjá mér er gömul með XP stýrikerfi. Við hana er tengdur Canon IP5300 bleksprautuprentari. Með allar aðrar fartölvur (með XP, Vista og Win7 32 bita) hefur ekki verið neitt mál að deila prentaranum og prenta þráðlaust af fartölvunum. Þegar ég hins vegar reyni að tengja nýju tölvuna með 64 bita stýrikerfinu þá finnur hún prentarann en þá fæ ég villu um að hún finni ekki driverinn eftir að hún hefur keyrt í gegnum setup. Er einhver sem þekkir þetta vandamál ? Ef ég tengi prentarann beint við fartölvuna finnur hún strax driverinn og prentar fínt. Windows setupið virðist s.s. ekki finna rétta driverinn þegar prentarinn er nettengdur.




Höfundur
gauivi
Græningi
Póstar: 35
Skráði sig: Sun 13. Nóv 2005 22:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Að tengja Win-7 64 bita við XP prentara

Pósturaf gauivi » Fim 03. Jún 2010 23:33

Ég fann út úr þessu með hjálp Google. Ef einhver lendir í sama vanda og ég þá er einföld lausn á þessum link sem virkar fínt hjá mér.

http://helpdeskgeek.com/windows-7/xp-to ... er-sharing