Heldur þú að aðrar verslanir á Íslandi séu að fá svo svakalegan afslátt?
JohnnyX skrifaði:Ég er búinn að vera að pæla, er buy.is ekki rekin með shit miklu tapi? Getur varla annað verið þegar þeir bjóða svona lág verð. Þeir panta eftir þörfum þannig þeir fá ekki magnafslátt, svo þeir eru í raun að panta eins og meðaljóninn. Fór að pæla í þessu um daginn.
Ef maður fer t.d. á globasources.com og ætlar að græja sér tölvu þa´er "minum order = 200" og ef maður ræður ilal við að panta lágmarkspöntun, hvernig á maður þá að fá einhvern svakalegan afslátt?
Þetta minnir mig á sögu sem ég heyrði í skólanum á sínum tíma...
Hagkaupsmenn fóru til Tælands og ætluðu að kaupa skyrtur. Þeir voru búnir að reikna út að þetta yrðu 6.000 skyrtur í þrem stærðum og nokkrum litum en lang flestar hvítar.
Þeir mættu á skrifstofuna hjá framleiðanda og útlistuðu sínar kröfur og framleiðandinn svaraði strax "no, we can´t do it."
Hagkaupsmenn glottu og sögðu " It´s OK, you can deliver in small lots over a period of one year".
Framleiðandinn svaraði á bragði " One lot of shirts, one color and one size is minimum 10.000 peices"
Hagkaupsmenn gengu svo út með skottið á milli lappana.
Stærsti díll Íslandssögunar á þessumt íma varð að engu því hann var einfaldlega ekki nógu stór til að vera lágmarkspöntun beint frá framleiðanda...
En það sama gildir um Hagkaup og buy.is... ekkert fyrirtæki á Íslandi verslar beint við framleiðanda og fær feita afslætti... buy.is er einfaldega að gera þetta eins og best væri að reka tölvuverslun á Hólmavík... Ísland er bara Hólmavík á heimsmælikvarða og við ættum að hafa það í huga þegar við erum að díla við fyrirtæki sem ekki bara selja eða velta meiri pening en íslenska hagkerfið, heldur græða meiri pening en íslenska hagkerfið er að velta...