SteiniP skrifaði:[Þeir henta ekki undir stýrikerfi til lengri tíma. Þeir endast mjög stutt í stöðugu read/write.
Það er bara ekki rétt, og hefur ekki verið síðan Intel kom með X25-M diskana.
OEM framleiðendur fóru fram á að notendur gætu skrifað 20GB á dag á diskinn en samt fá lágmark 5ára líftíma. Intel tók það til sín og bætti um betur og núna geta þeir diskar (og þeir eru samt sem áður búnir að breytast síðan fyrstu X-25 diskarnir komu) tekið á sig 100GB per dag af write, sem gefur meðalnotenda langt, langtum lengri líftíma en diskarnir koma til með að vera í umferð. Þetta gildir minnir mig um flesta ef ekki alla MLC SSD diska.
Svo það er ekkert því til fyrirstöðu að nota SSD um borð í skipi, en hinsvegar koma IBM/Lenevo vélar með APS (Active Protection System) fyrir harða diskana, sem stöðva nálina þegar diskurinn/tölvan er farin að hreyfast það mikið að það er hætta á skemmdum, og ef það koma mikil högg neglir hún leshausinn út í horn svo hann geti ekki rispað plattana.