beatmaster skrifaði:Nú er aftur kominn meirihluti fyrir því að leyfa söluþráðunum að vera þarna á forsíðunni eigum við þá að gera þriðju könnuninna eða...
Ástæðan fyrir því að ég gerði nýja könnun var sú að spurningin í könnuninni var ekki sú sama og titillinn, sem meikar ekki sens og ruglar marga, eðlilega.
En þetta mál er einfaldlega eitthvað sem eigendur vefjarins verða greinilega að ákveða, vilja þeir hafa þetta öfluga auglýsingasíðu með lítilli umræðu um annað en skot og leiðindi á auglýsingarnar sjálfar, eða öfluga umræðusíðu með auglýsingar til hliðar. Get sagt fyrir mitt leiti að ef áherslan verður lögð á auglýsingarnar þá mun ég ekki nenna að hanga hér.
Fyrir mér er þetta svo einfalt mál.
Ef þú vilt sjá auglýsingar, þá ferðu í Til Sölu flokkinn.
Ef þú vilt taka þátt í umræðum um
hvað sem er annað en auglýsingar, þá ferðu í "Virkar umræður", og þarft ekki að skanna í gegnum alla 15 flokkana til að finna umræðu við þér við hæfi.
Þetta er fyrir mér lang þægilegast fyrir alla, það er svo einfalt fyrir þá sem vilja sjá auglýsingar að fara í flokkinn, en ef auglýsingum er troðið í "Virkar umræður" þá er mjög pirrandi fyrir fólk sem er komið hingað til að taka þátt í umræðum að finna sér eitthvað áhugavert.