AntiTrust skrifaði:appel skrifaði:Hvernig er með routera, switcha, netkort o.fl. Er þetta ekki allt saman 100 mbit max? Það þyrfti margt að breytast til að exceeda 100 mbit, flöskuhálsarnir eru víða.
Nánast öll móðurborð á tölvum í dag eru Gbit, undantekning ef ATX PCB er ekki með 10/100/1000 og sömuleiðis að færast meira yfir á consumer fartölvur.
Gbit switchar eru ekki dýrir í dag, munar oft e-rjum hundraðköllum á þeim og 10/100. Eini alvöru flöskuhálsinn væru routerar - og ég trúi því ekki fyrr en ég sé það svart á hvítu að eftir öll þessi ár á 10/100 routerum og það eru komin talsvert mörg ár síðan að alvöru bandvíddartengingar urðu mainstream úti, að breytingin yfir í router sem höndlar meira sé það dýr fyrir framleiðendur. Þeir hljóta að vera að reikna með því og löngu búnir að gera sig reddí fyrir breytinguna, sérstaklega í ljósi þess að það eru ekki mörg ár þangað til hvert eitt og einasta tæki á heimilinu, kaffivélin, ísskápurinn, sjónvarpið, etc verður með sína eigin IP tölu. Bara spurning hvenær stökkið verður.
Ætli stökkið verði ekki á svipuðum tíma og IPv6 verður mainstream, sem verður að gerast fljótlega m.v. að við erum um það bil að að klára IPv4 skalann.
Þó að tæki bjóði upp á 1G link þá er ekki þar með sagt að það höndli 1G throughput. Langt í frá. Rétt eins og mörg tæki með 100M link höndla ekkert 100M throughput.