Smá hjálp vel þegin...

Skjámynd

Höfundur
Marino
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Mið 05. Mar 2003 10:57
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Smá hjálp vel þegin...

Pósturaf Marino » Mið 05. Mar 2003 14:34

Nú er maður að leggja upp í sína fyrstu tölvusamsetningu og er búinn að ákveða að taka að minnsta kosti þetta:
AMD 2000XP (266)
DDR 512MB (333)
80GB (7200/8MB/ATA100)
Radeon9000-Pro 128MB
MSI K7N2-L móðurborð
En svo er aðal vandamálið að velja kassa og kælingu, ég er ekki að leita að neinu dýru né flottu (samt ekkert ljótt), ég vil bara good stuff á góðu verði og endilega látið mig vita ef þið hafið eitthvað út á hinn búnaðinn að setja.



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kiddi » Mið 05. Mar 2003 14:55

1) AMD.. *hóst*
2) Varaðu þig á 80GB WesternDigital diskunum, þeir eru traustir og
hraðvirkir og allt það en mjög margir þeirra verða gríðarlega háværir
með tímanum.. svona hátíðnihljóð sem kemur... gjörsamlega óþolandi
=) 120GB týpan virðist vera að svínvirka samt
3) Myndi reyna að græja Radeon9500 frekar en 9000, dýrari jú, en
hann er DirectX9 ready, miklu betri fjárfesting til lengri tíma litið =)
4) Kassar.. Dragon er náttlega pottþétt kaup (tæp 15þús) - ef þú ert að
spara en vilt samt sæmilega flottann kassa með hliðarviftu og ýmsum
fítusum þá eru t.d. Hugver með kassa á í kringum 6þús með 300w
powersupply & USB tengjum utan á og hliðarviftu sem blæs beint
á skjákortið&örgjörvann.
-------------------------
Bottom line, það borgar sig að spara ekki með ýmsa hluti, ef þú kaupir
þér Dragon kassa t.d., þá er það alvöru kassi sem mun lifa af margar
kynslóðir af tölvum sem þú kemur til með að eignast, þú getur alltaf
endurnýtt hann.



Skjámynd

Höfundur
Marino
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Mið 05. Mar 2003 10:57
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Marino » Fim 06. Mar 2003 01:09

1)Frekar AMD á 10 þús. kall en P4 2.4ghz á 23 þús kall.
2)Hvaða týpu mæliru þá með?
3)10 þús kall svoldið mikið, kannski frekar Radeon9100 128MB
4)Þarf ég ekki 350w PSU og hvað með aðra kassa frá Chieftec?

Svo var ég víst líka að spyrja um góðar viftur.



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kiddi » Fim 06. Mar 2003 01:19

AMD'inn er hiklaust meiri kraftur og minna verð.. en hjá Intel, en að fenginni reynslu (af öllum kynslóðum AMD örgjörva) þá eru alltaf einhver vandamál, oft er reyndar hægt að rekja þau til VIA chipsettsins sem hrjáir flest móðurborð, en það eru töluverðar líkur á því að fyrr eða síðar, muntu slá hausnum utan í vegg og segja við sjálfan þig.."afhverju keypti ég ekki Intel..." - Þetta er mín skoðun allavega, og þessi þráður mun eflaust enda sem baráttusvæði AMD vs. Intel..hehe.. ég er bara að reyna að vera hagsýnn :D

Allir WD diskar eru góðir, það er bara 80GB týpan sem á til þetta hátíðni hljóð í nokkrum tilfellum. forðastu IBM eins og heitann eldinn... Samsung er víst með geggjaða diska en hef enga reynslu af þeim.

Skjákort... ef þú átt þennan 10þús kall til.. notaðu hann =) annars skaltu nota þennan lista hér til samanburðar... og finndu kort þarna sem er nógu ofarlega fyrir þig og nógu ódýrt.

Powersupply, 300W sleppur ef þú ert með lítið af HDD / CD drifum og ekki eitt af nýjustu skjákortunum, 340W ertu nokkuð safe, 400W ertu alveg safe =) Chieftec eru held ég allir með 340W+

Viftur... að fenginni reynslu eru retail viftur langbestar, þær sem fylgja örgjörvunum... þó hef ég ekki prófað mjög margar "3rd party" viftur =)

PS. Ég er ekki alvitur um þessi mál og þú átt ekkert endilega að taka mark á mér, en ég set saman að meðaltali amk 10 tölvur á ári, fyrir mig, vinnuna, vini og vandamenn og þetta eru mínar niðurstöður =)



Skjámynd

Höfundur
Marino
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Mið 05. Mar 2003 10:57
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Marino » Fim 06. Mar 2003 12:23

Vandamál með AMD er nú bara gömul tíð og ef VIA chipsettið var vandamál, skiptir það mig ekki máli því ég ætla mér að taka nForce 2 móðurborð.

Ég held ég taki WD þrátt fyrir eitthvað hátíðnihljóð, ég þarf alls ekki meira en 80gb, færi frekar niður í 60gb. Eini Samsung diskurinn á computer.is sem snýst á 7200rpm er 60gb, Maxtor á einn 80gb og IBM sem þú segir mér að forðast, en þeir eru samt hættir að bila eins og þeir gerðu fyrir nokkrum árum, ef þeir bila er það vanalega vegna ofhitnunar, þeir eru líka mjög lágværir. :wink:

Upphaflega ætlaði ég að fá mér bara ódýrt GF4 MX440 svo var ég að hugsa um að taka nForce 2 móðurborð með innbyggðu GF4 sem átti að ná 128mb og vera eitthvað svipað og GF4 MX440 en var góðfúslega bent á að það væri bara rugl. Þá ætlaði ég að taka Radeon9000 64MB, en var sagt að taka miklu frekar PRO kortið munurinn á 64mb og 128mb var svo lítill að ég ákvað að skella mér á 128mb, núna segir þú mér að taka Radeon9500, én ég hef ekkert að gera við svona gott skjákort ég er ekkert á fullu í leikjum, en samt eitthvað þannig að ég þarf skjákort sem ræður við allt en er líka á góðu verði.

Turn, 360W, AMD samþ. Vinnustöð/ miðlari. ''Dragon'', svartur eða silfur hvernig kassi er þetta? Er þessi hérna kassi eitthvað verri en Dragon: Svartur Chieftec Winner MiddleTurnkassi, 360W+P4, með hurð á framhlið, WX-01B-D á 12.900 í Tölvulistanum.

Það sýnir kannski bara hvað ég veit lítið um tölvur,én ég vissi ekki að viftur fylgdu með örgjörvum, :roll: og hefði haldið að það væru bara einhverjar drasl viftur. En ef þessi vifta sem á að fylgja örgjörvanum er nógu góð, þarf ég þá engar aðrar viftur að kaupa, maður hefur heyrt talað um kassaviftur og viftur fyrir harða diska.



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kiddi » Fim 06. Mar 2003 12:54

Þessi "Winner" chieftec kassi er nokkuð flottur, hann er mjög vel hljóðeinangraður, sem er kostur og galli, því hann stuðlar að enn meiri hita innan í kassanum, sem fer þá að kalla á kassaviftur. Hefðbundni Dragon kassinn er 2-3þús kalli dýrari en hann er mjög traustur, hann þaggar ekki beint niðrí öllu en þú þarft ekkert að spá í aukaviftum með honum (reyndar fylgir hliðarvifta með flestum dragon í dag). Ef hátíðnihljóðið angrar þig ekki þá hef ég ekkert út á 80GB diskinn að setja, hann er rosalega hraðvirkur og traustur. Og reyndar eru bara líkur á að 80GB'inn verði með svona hljóð, það eru margir þeirra sem eru í bestasta lagi =) - Þú átt oftast kost á að kaupa örgjörva með viftu eða án, OEM örgjörvar eru alltaf án viftu, Retail pakkar eru alltaf með viftum, og retail vifturnar eru nánast alltaf alveg frábærar.

Viftur fyrir harðadiska gera nánast aldrei neitt gagn nema að hindra að HDD'inn auki hitann í kassanum sjálfum, það er ekki sjens að kæla diskana sjálfa með hefðbundnum viftum, þú þarft vatnskælingu, og ef þú ert heppinn, nærðu að lækka hitann á HDD'unum um kannski heilar 5 gráður! :D Ég myndi gefa IBM 1-2 ár í viðbót til að losa sig við "DeathStar" ímyndina sína.

Ef þú ætlar að skella þér á nForce þá myndi ég bara leyfa GF MX440 að vera með áfram, þetta er alveg fínt kort miðað við verð, svo sérðu bara til síðar hvort þú þurfir að uppfæra.



Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Voffinn » Fim 06. Mar 2003 21:44

hvaða endalausa bögg eru þetta á 80gíg wd ?!?!?
ég er með svoleiðis disk...aldrei heyrt bombs í honum...eru menn bara að taka nokkra diska sem dæmi án þess að líta á heildina? eða er ég bara svona heppinn ? :8)


Voffinn has left the building..

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Fim 06. Mar 2003 21:48

Ég er búinn að lenda á 2x svoleiðis með hátíðni hljóði...kiddi er búinn að lenda á einum, núna er ég með 2x120gb WD 8mb SILENT!



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kiddi » Fim 06. Mar 2003 22:49

tveir 80GB með hátíðni hjá mér líka, af 4 sem ég hef aðgang að =)



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Fim 06. Mar 2003 22:59

Minns er búinn að eiga sona 80GB í 2 mánuði og hann er búinn að vera stilltur.

kiddi: bíddu, bíddu, bíddu. Ég á sjálfur Winner kassa og hef ekki tekið eftir neinni hljóðeinangrun í honum og svo er hann líka jafn dýr og Dragon kassinn



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kiddi » Fim 06. Mar 2003 23:15

Sorry, ég er að rugla við Apollo kassann, sem kostar 12.900 í Tölvulistanum, hvítur með einni blárri hlið og smá blár að framan, Chieftec kassi sem er með þykkum hliðum.

Tveir af fjórum 80GB 8MB WD's hjá mér með hátíðni og tveir af tveim hjá honum Guðjóni er nóg til að sannfæra mig að það eru *töluverðar* líkur á þessu hátíðnihljóði :) (Þeir voru allir silent í fyrstu, hljóðin komu eftir nokkra mánaða notkun). Og þeir eru ekki keyptir allir í sömu verslun :)



Skjámynd

Atlinn
Ofur-Nörd
Póstar: 264
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 14:33
Reputation: 0
Staðsetning: Nordock Iceland
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Atlinn » Fös 07. Mar 2003 00:48

minn að verða árs gamli 80GB wd er allveg silent


hah, Davíð í herinn og herinn burt

Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Voffinn » Fös 07. Mar 2003 17:10

Minnz 80gíg er örugglega orðin eldri en 1 árs...Djöfull hlýtur minnz að vera heppin!!! :lol:


Voffinn has left the building..