Uppfæra BIOS
-
Höfundur - Geek
- Póstar: 895
- Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
- Reputation: 28
- Staða: Ótengdur
Uppfæra BIOS
Hvernig er það með að uppfæra BIOS af minnislykli, er það bölvað vesen? Náði mér í BIOS uppfærslu vegna vandræða með að ný minni sem ég var að fá mér eru eitthvað óstöðug. Ég hef aldrei uppfært BIOS áður en mér skilst að þetta sé almennt gert af floppy diskum, vandinn er að ég er ekki með floppy drif. Væri annars hægt að uppfæra með utanáliggjandi usb tengdu floppy drifi?
Re: Uppfæra BIOS
fridrih skrifaði:gigabyte ga-p35-dq6, keypt af þér
Sækir nýjasta BIOS, setur hann á minniskubbinn, restartar tölvunni og ýtir á END í postinu, ferð í update BIOS, velur fælinn og voila, þú ert góður
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2859
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Reputation: 217
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
Re: Uppfæra BIOS
fridrih skrifaði::( virkar ekki, fæ bara upp möguleikann á að boota from A: floppy
Nei, ferð í Biosinn sjálfan, og þar veluru að uppfæra hann og finnur kubbinn.
Kemst í Bios í postinu, með að ýta á f6 eða Delete, jafnvel End ...
Re: Uppfæra BIOS
er öruglega q-flash á þessu borði. þá er þetta ekkert mál ferð í bios velur q-flash og hann á að finna minnislykilinn. hef gert þetta á nokkrum borðum. passaðu bara að þessi bios sé fyrir rétta týpu af borðinu
geta verið nokkrar gerðir rev 1.0 1.1 1.2 eða jafnvel 1.6.. vertu viss um það.
geta verið nokkrar gerðir rev 1.0 1.1 1.2 eða jafnvel 1.6.. vertu viss um það.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Uppfæra BIOS
fridrih skrifaði::? hvar í biosnum gerir maður það?
Ertu viss um að það sé góð hugmynd fyrir þig að uppfæra BIOS ?
-
Höfundur - Geek
- Póstar: 895
- Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
- Reputation: 28
- Staða: Ótengdur
Re: Uppfæra BIOS
það eru nú farnar að renna á mig tvær grímur
En í bæklinginum er borðið merkt rev. 1002 En á heimasíðu gigabyte virðast bara vera 2 útgáfur af borðinu 1.0 og 1.1
Er ekki einhver góð leið til að finna hvora týpuna ég er með?
En í bæklinginum er borðið merkt rev. 1002 En á heimasíðu gigabyte virðast bara vera 2 útgáfur af borðinu 1.0 og 1.1
Er ekki einhver góð leið til að finna hvora týpuna ég er með?
Re: Uppfæra BIOS
ég er ekki alveg grænn í þessu en ég færi varla að þora þessu nema að ég myndi googla þetta fram og til baka og jafnvel reyna að finna youtube video. en q-flash á víst að vera frekar safe.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 374
- Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
- Reputation: 33
- Staða: Ótengdur
Re: Uppfæra BIOS
http://www.giga-byte.co.uk/FileList/NewTech/old_motherboard_newtech/tech_a_bios.htm
Þetta forrit frá Gigabyte er mjög gott til að uppfæra BIOS. Linkur að ofan
Hef notað fyrir mín Gigabyte móðurborð
Þetta forrit frá Gigabyte er mjög gott til að uppfæra BIOS. Linkur að ofan
Hef notað fyrir mín Gigabyte móðurborð
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Uppfæra BIOS
If it aint broken DONT FIX IT!
Sérstaklega ef þú ert ekki 110% viss um það sem þú ert að gera.
Mistök og móbóið er ónýtt!
Virkar tölvan ekki? Þarftu að uppfæra BIOS?
Sérstaklega ef þú ert ekki 110% viss um það sem þú ert að gera.
Mistök og móbóið er ónýtt!
Virkar tölvan ekki? Þarftu að uppfæra BIOS?
Re: Uppfæra BIOS
Tóti skrifaði:http://www.giga-byte.co.uk/FileList/NewTech/old_motherboard_newtech/tech_a_bios.htm
Þetta forrit frá Gigabyte er mjög gott til að uppfæra BIOS. Linkur að ofan
Hef notað fyrir mín Gigabyte móðurborð
Ef þú lest forum um Gigabyte móðurborð sem eru skrifuð af alvöru nördum þá sérðu að allstaðar er mælt á móti því að nota @bios og alveg undirstrikað alls ekki nota @bios til að uppfæra bios, heldur bara q-flash. Las líka að það væri mjög hátt hlutfall af móðurborðum sem er skilað vegna "galla" sé útaf @bios. Þetta er hlutur sem maður á að gera í gegnum q-flash og hvergi annarstaðar.
Mjög fín lesning hérna áður en maður flashar BIOS-num sínum
http://forums.tweaktown.com/f69/bios-flashing-how-qflash-guide-27576/
-
Höfundur - Geek
- Póstar: 895
- Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
- Reputation: 28
- Staða: Ótengdur
Re: Uppfæra BIOS
þakka ykkur fyrir ráðleggingarnar, ég ætla að finna hvaða rev. móðurborðið er og skoða þetta svo með q-flash.
Annars virkar tölvan, en ekki 100%, eftir að ég uppfærði minnið þá frýs hún talsvert. Ég er búinn að stilla rétt voltage á minnin, 2,1V, prófaði reyndar líka með 1,8 og 2,2 en það virtist ekki skipta máli. Ég gerði líka memtest og fékk ekki neinar villur. Las einhversstaðar að þetta móðurborð hafi þurft uppfærslu á BIOS vegna einhverra minnisuppfærslna.
Annars virkar tölvan, en ekki 100%, eftir að ég uppfærði minnið þá frýs hún talsvert. Ég er búinn að stilla rétt voltage á minnin, 2,1V, prófaði reyndar líka með 1,8 og 2,2 en það virtist ekki skipta máli. Ég gerði líka memtest og fékk ekki neinar villur. Las einhversstaðar að þetta móðurborð hafi þurft uppfærslu á BIOS vegna einhverra minnisuppfærslna.
Re: Uppfæra BIOS
Kannski er ég nývaknaður og í ruglinu en 2,2V fyrir minnið hjómar far out! Ég hef hingað til staðið í þeirri trú að þau séu öll frá 1,5-1,65V.
Hvaða útgáfu af BIOS ertu með? Ef þú ert með F4 eða hærra þá er ekkert nefnt um að það bæti minnið á nokkurn hátt, það var stíðast í F4 fyrir 3 árum síðan sem minni uppfærsla var á BIOS í þetta móðurborð
Hvaða útgáfu af BIOS ertu með? Ef þú ert með F4 eða hærra þá er ekkert nefnt um að það bæti minnið á nokkurn hátt, það var stíðast í F4 fyrir 3 árum síðan sem minni uppfærsla var á BIOS í þetta móðurborð
Re: Uppfæra BIOS
Snuddi skrifaði:Kannski er ég nývaknaður og í ruglinu en 2,2V fyrir minnið hjómar far out! Ég hef hingað til staðið í þeirri trú að þau séu öll frá 1,5-1,65V.
Hvaða útgáfu af BIOS ertu með? Ef þú ert með F4 eða hærra þá er ekkert nefnt um að það bæti minnið á nokkurn hátt, það var stíðast í F4 fyrir 3 árum síðan sem minni uppfærsla var á BIOS í þetta móðurborð
Standard voltin á DDR2 eru 1.8, en öflugri minni s.s. 1066MHz minni og þess háttar notast oft við 2.1-2.2V
Standard voltin fyrir DDR3 er hins vegar 1.5, en öflugri minni geta verið ca. 1.6-1.9