Sælir. Þannig vill til frænka mín er með Lenovo fartölvu sem er enn í ábyrgð skv. reikningi. Verslunin sjálf-BonusMegastore virðist vera fyrir löngu horfin, eða í það minnsta skv. 'waybackmachine' finnast einungis vefsíður frá 2005. Þá er símanúmerið á tali, og óskráð á ja.is - 517 5080 Skv. http://www.leit.is/fyrirtaekjaskra/defa ... 7007033120 þá hefur 'fyrirtækið' ´ekkert símanúmer. Uppfletting á hugsanlegum þjónustuaðilanum 'BMS tölvulausnir' skilar litlu, og virðist ekki lengur staðsett á Suðurlandsbraut 8. Veit ég ekki, en stendur ekki annars BMS fyrir 'BonusMegaStore'? Þá var ég að leita að fréttum um þessa verslun á öllum helstu miðlum-vísir,mbl, google skila engum niðurstöðu eftir því sem ég get best greint nema í einum spjallþræði hér vísað á BMS tölvulausnir hér sem þjónustuaðili fyrir BT vélar
Veit einhver hvort/hver einhver hefur yfirtekið ábyrgð á Lenovo vélum sem voru keyptar hjá BonusMegaStore? Er þetta eitthvað í eins og með Acer vélarnar sem voru keyptar af BT en þá var hægt að snúa sér til Svars?
Prófaði til gamans að slá upp seríal-númeri af Lenovo síðunni en þar stendur að ábyrgð hafi runnið út um svipað leyti og vél var seld-en ætli það miðist ekki við sölu til verslunarinnar-þannig að verslun hefur tekið á sig ábyrgð?
Vona einhver hér inni hafi hugmynd um þetta, takk
Ábyrgð á fartölvu keypt í BonusMegaStore
Re: Ábyrgð á fartölvu keypt í BonusMegaStore
5 ára ábyrgð á tölvunni?
Annars get ég ekkert hjálpað því miður...
Annars get ég ekkert hjálpað því miður...
Re: Ábyrgð á fartölvu keypt í BonusMegaStore
Ég mæli með að þú hringir í Nýherja á morgun
http://www.nyherji.is/um-nyherja/mannau ... n-nyherja/
Þarna eru nokkur djúsí nöfn sem að þú ættir að geta valið úr.
Viðkomandi ætti að geta sagt þér allt sem þú þarft að vita en ég efast um að þetta BonusMegaStore sé að fara að hjálpa þér eitthvað ef að það er hauslaust.
http://www.nyherji.is/um-nyherja/mannau ... n-nyherja/
Þarna eru nokkur djúsí nöfn sem að þú ættir að geta valið úr.
Viðkomandi ætti að geta sagt þér allt sem þú þarft að vita en ég efast um að þetta BonusMegaStore sé að fara að hjálpa þér eitthvað ef að það er hauslaust.
Nörd
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1780
- Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
- Reputation: 142
- Staða: Ótengdur
Re: Ábyrgð á fartölvu keypt í BonusMegaStore
Ef mig minnir rétt þá er BMS löngu farinn á hausinn og allar ábyrgðir ógildar (nema framleiðendaábyrgðir...)
Þannig að ef vélin er yngri en 1 árs gætir þú hugsanlega haft samband við Nýherja.
Þannig að ef vélin er yngri en 1 árs gætir þú hugsanlega haft samband við Nýherja.
PS4
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Ábyrgð á fartölvu keypt í BonusMegaStore
Mér finnst líklegt að þessi ábyrgð sem þú flettir upp hafi verið framleiðsluábyrgð, og hún hafi verið að renna út um það leyti sem þú kaupir tölvuna. Ekki óalgengt að framleiðsluábyrgð sé 6-12mánuðir, og ekki óalgengt að tölvur hérna heima séu að nálgast þann aldur þegar þær fara loks útúr búð. Ef BMS er farið á hausinn, sem mig minnir að þeir hafi gert, þá er lítið sem þú getur gert. Getur auðvitað ath. með Nýherja,og staðfest að framleiðsluábyrgðin sé runnin út.
Þú sagðir hinsvegar aldrei hver bilunin væri, er hún örugglega þess eðlis að hún myndi flokkast undir ábyrgðarviðgerð?
Þú sagðir hinsvegar aldrei hver bilunin væri, er hún örugglega þess eðlis að hún myndi flokkast undir ábyrgðarviðgerð?
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 41
- Skráði sig: Fös 01. Jan 2010 06:25
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Ábyrgð á fartölvu keypt í BonusMegaStore
Sælir og þakka ykkur fyrir innlegg. Já, hún var keypt á raðgreiðslum og held þú hafir rétt fyrir þér með ábyrgðina. En hún var keypt, 16 apríl 2008 og tekið skýrt fram á nótu að það er 2ja ára ábyrgð. Bilunin er þannig að nokkrum sinnum hefur stýrikerfið skemmst, hef þurft að nota recovery dótið til að koma henni í lag aftur. Nú síðast var þetta samt ekki hægt, þurfti að setja upp stýrikerfið frá grunni að nýju. Fékk ekki recovery lykilinn á tölvunni til að virka sem fylgir flestum svona vélum. En náði þá í Dell eintak af Vista diski á netinu til að setja það upp aftur. Náði að setja upp og nota lykil sem var skráður á tölvuna og 'activering' gekk upp. Vista stýrikerfið fylgdi nefnilega með tölvunni og miði undir henni með númerinu.
Það hefur líka alltaf verið skannað í gegn fyrir vírusum og þess háttar-fyrir og eftir bilun- og vil því útiloka að um sé þess háttar að ræða. Þá var allt skoðað og m.a. harði diskur með Lenovo harða disks- athugunarforritinu (Lenovo Hard Drive Quick Test) frá þeim og einnig HDDScan. Þar komu upp ýmislegt sem ég hef áhyggjur af, sbr. þríhyrningsatriði á skýrslu úr HDDScan - en gúglaði þessi atriði og margir segja þegar þetta kemur upp er líklegt að diskur sé að bila og best að vera fljótur að taka afrit.
http://i39.tinypic.com/rkditf.jpg
Þannig mér finnst líklegt að harði diskur er bilaður og tel hann enn vera í ábyrgð-ef einhver hefur tekið að sér þá ábyrgð. Annars sýnist mér frænka og hugsanlega fleiri vera í djúpum.... Mér sýnist eins og ábyrgðaraðilinn hafi 'fuðrað' upp. Skal prófa eins og þið nefnið og spyrja Nýherja að þessu á morgun hvort þeir viti eitthvað um málið, kærar þakkir.
Það hefur líka alltaf verið skannað í gegn fyrir vírusum og þess háttar-fyrir og eftir bilun- og vil því útiloka að um sé þess háttar að ræða. Þá var allt skoðað og m.a. harði diskur með Lenovo harða disks- athugunarforritinu (Lenovo Hard Drive Quick Test) frá þeim og einnig HDDScan. Þar komu upp ýmislegt sem ég hef áhyggjur af, sbr. þríhyrningsatriði á skýrslu úr HDDScan - en gúglaði þessi atriði og margir segja þegar þetta kemur upp er líklegt að diskur sé að bila og best að vera fljótur að taka afrit.
http://i39.tinypic.com/rkditf.jpg
Þannig mér finnst líklegt að harði diskur er bilaður og tel hann enn vera í ábyrgð-ef einhver hefur tekið að sér þá ábyrgð. Annars sýnist mér frænka og hugsanlega fleiri vera í djúpum.... Mér sýnist eins og ábyrgðaraðilinn hafi 'fuðrað' upp. Skal prófa eins og þið nefnið og spyrja Nýherja að þessu á morgun hvort þeir viti eitthvað um málið, kærar þakkir.
Síðast breytt af kepler á Mið 07. Apr 2010 19:47, breytt samtals 1 sinni.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 285
- Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 12:29
- Reputation: 0
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Ábyrgð á fartölvu keypt í BonusMegaStore
kepler skrifaði: hún var keypt á raðgreiðslum
Kortafyrirtækin hafa oftar en ekki boðið auka ábyrgð(12mán. ofaná) þegar vörur eru keyptar á raðgreiðslum(amk VISA).
Ég myndi líka athuga þann möguleika.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2859
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Reputation: 217
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
Re: Ábyrgð á fartölvu keypt í BonusMegaStore
Ég myndi athuga með Visa/Valitor og athuga hvað þeir segja... annars kaupa mér nýjan og mun stærri og betri disk. Splæsa jafnvel í minnisuppfærslu í leiðinni
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16575
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Ábyrgð á fartölvu keypt í BonusMegaStore
Það er ekkert að marka svona S.M.A.R.T upplýsingar.
Er einhver raunveruleg bilun?
Ég held að enginn taki ábyrgð á hugbúnaði.
Ef þú færir með tölvuna í "viðgerð"...hvað ætti að gera við? HDD sem er ekki bilaður enn?
Er einhver raunveruleg bilun?
Ég held að enginn taki ábyrgð á hugbúnaði.
Ef þú færir með tölvuna í "viðgerð"...hvað ætti að gera við? HDD sem er ekki bilaður enn?
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Ábyrgð á fartölvu keypt í BonusMegaStore
Öll hugbúnaðaratriði eru að sjálfsögðu utan ábyrgðar, þar með talið þessi skipti sem þurft hefur að enduruppsetja vélina og má nánast ávalt rekja slíkt til notanda.
Hinsvegar er ég ósammála Guðjóni, SMART er oft marktækt og gefur ábendingar sem vert er að fylgjast með. Líklegast þykir mér að diskurinn sé kominn með e-ð af skemmdum sectorum og jú, í því tilfelli er lítið annað gera en að skipta um diskinn. Þótt bilunin sé lítil þá skemmir hún mikið fyrir.
Ég get nú samt ekki verið sammála að frænka þín sé í "djúpum" þar sem svona viðgerð kostar ekki mikið, kaupir nýjan disk ódýran hjá e-rri netversluninni, setur diskinn sjálfur í og setur stýrikerfið aftur upp. Kostnaðarlega séð erum við að tala um 8-15þúsund, eftir því hversu stór diskur er valinn í vélina.
Finnst mér AFAR ólíklegt að nokkur sé að fara að taka ábyrgð á þessu, ekki Nýherji, segir sig hugsa ég sjálft þar sem þeir myndu þurfa að borga þetta úr eigin vasa. En eins og búið er að benda á, þá fylgdi í "den" aukaábyrgð með sumum raðgreiðslusamningum, væri hægt að athuga það.
Hinsvegar er ég ósammála Guðjóni, SMART er oft marktækt og gefur ábendingar sem vert er að fylgjast með. Líklegast þykir mér að diskurinn sé kominn með e-ð af skemmdum sectorum og jú, í því tilfelli er lítið annað gera en að skipta um diskinn. Þótt bilunin sé lítil þá skemmir hún mikið fyrir.
Ég get nú samt ekki verið sammála að frænka þín sé í "djúpum" þar sem svona viðgerð kostar ekki mikið, kaupir nýjan disk ódýran hjá e-rri netversluninni, setur diskinn sjálfur í og setur stýrikerfið aftur upp. Kostnaðarlega séð erum við að tala um 8-15þúsund, eftir því hversu stór diskur er valinn í vélina.
Finnst mér AFAR ólíklegt að nokkur sé að fara að taka ábyrgð á þessu, ekki Nýherji, segir sig hugsa ég sjálft þar sem þeir myndu þurfa að borga þetta úr eigin vasa. En eins og búið er að benda á, þá fylgdi í "den" aukaábyrgð með sumum raðgreiðslusamningum, væri hægt að athuga það.
-
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: Ábyrgð á fartölvu keypt í BonusMegaStore
AntiTrust skrifaði:Hinsvegar er ég ósammála Guðjóni, SMART er oft marktækt og gefur ábendingar sem vert er að fylgjast með. Líklegast þykir mér að diskurinn sé kominn með e-ð af skemmdum sectorum og jú, í því tilfelli er lítið annað gera en að skipta um diskinn. Þótt bilunin sé lítil þá skemmir hún mikið fyrir.
Ég er sammála Guðjóni og skýrslunni sem var gerð um diskana í hýsingarbúi hjá G00gle, þetta er rusl "tækni".
Modus ponens
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Ábyrgð á fartölvu keypt í BonusMegaStore
Gúrú skrifaði:AntiTrust skrifaði:Hinsvegar er ég ósammála Guðjóni, SMART er oft marktækt og gefur ábendingar sem vert er að fylgjast með. Líklegast þykir mér að diskurinn sé kominn með e-ð af skemmdum sectorum og jú, í því tilfelli er lítið annað gera en að skipta um diskinn. Þótt bilunin sé lítil þá skemmir hún mikið fyrir.
Ég er sammála Guðjóni og skýrslunni sem var gerð um diskana í hýsingarbúi hjá G00gle, þetta er rusl "tækni".
Ekki mín reynsla. Oft fengið SMART viðvörun í boot og keyrt HD test í framhaldi af því. Þeas, smart hefur oftar en ekki bæði bjargað gögnum hjá mér og mörgum viðskiptavinum með svona fyrirbyggjandi warnings.
Að sama skapi skipta umboðsaðilar oftast um diska ef SMART er farið að gefa e-rjar meldingar, sem á við í þessu tilfelli.
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 41
- Skráði sig: Fös 01. Jan 2010 06:25
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Ábyrgð á fartölvu keypt í BonusMegaStore
Já, það sást ekki á skýrslunni, en það eru að auki einhverjir 'bad' sectorar á honum. 8-15 þús krónur er einmitt gangverð sýnist mér á nýjum diski-en hefði verið vel þess virði að notfæra sér ábyrgð eða skoða hvort einhver væri fyrir þann pening Þar sem einhver minntist á notandann þá veit nú ekki með notandann hvort það er virkilega honum að kenna sjálfum (beint eða óbeint), en sá er með fleiri tölvur með reyndar ólíkum MS stýrikerfum . Sjálfum fyndist mér það ekki ótrúlegt ef bilun mætti rekja til disksins-sem notandi hefur í öllu falli ekkert vald á nema með því að rjúfa straum til tölvunnar meðan hann er í einhverri vinnslu-og engin eða ónýtt rafhlaða í vélinni? Gott að heyra að söluaðilar einhverjir taka mark á smart-dótinu þó skoðanir stangist á um gildi þess.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Ábyrgð á fartölvu keypt í BonusMegaStore
kepler skrifaði:Já, það sást ekki á skýrslunni, en það eru að auki einhverjir 'bad' sectorar á honum. 8-15 þús krónur er einmitt gangverð sýnist mér á nýjum diski-en hefði verið vel þess virði að notfæra sér ábyrgð eða skoða hvort einhver væri fyrir þann pening Þar sem einhver minntist á notandann þá veit nú ekki með notandann hvort það er virkilega honum að kenna sjálfum (beint eða óbeint), en sá er með fleiri tölvur með reyndar ólíkum MS stýrikerfum . Sjálfum fyndist mér það ekki ótrúlegt ef bilun mætti rekja til disksins-sem notandi hefur í öllu falli ekkert vald á nema með því að rjúfa straum til tölvunnar meðan hann er í einhverri vinnslu-og engin eða ónýtt rafhlaða í vélinni? Gott að heyra að söluaðilar einhverjir taka mark á smart-dótinu þó skoðanir stangist á um gildi þess.
Ef allar þessar uppsetningar sem hafa átt sér stað á stýrikerfinu væri hægt að rekja til bad sectors, er það auðvitað ekki notendananum að kenna, en það er afar hæpið hægt að sjá hvenær þeir fóru að myndast. Líklegra er þó að það hafi verið núna nýlega þar sem bad sectors smita oftast útfrá sér, og það fljótt.
Pointið mitt hinsvegar var, að ef vélbúnaður í tölvu er í lagi og stýrikerfi verður skemmt eða ónothæft, er það alltaf á ábyrgð notanda, hvort sem að það gerðist með vírus eða með automatic updates - umboð tekur aldrei ábyrgð á slíku nema í aalgjörum undantekningamálum.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16575
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Ábyrgð á fartölvu keypt í BonusMegaStore
Það er svo mikið að marka þetta SMART drasl að gamall 80GB seagate diskur sem ég á inn í bílskur (sennilega 8 ára eða eldri) fær flottari lesningu á SMART en nýr Samsung 1TB.
rugl.is
rugl.is