Biluð tölva, hvað er til ráða?

Allt utan efnis

Höfundur
Opes
Geek
Póstar: 803
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 12:02
Reputation: 23
Staða: Tengdur

Biluð tölva, hvað er til ráða?

Pósturaf Opes » Lau 03. Apr 2010 02:19

Vinur minn keypti samsetta tölvu hjá Tölvutækni ehf fyrir ca. hálfu ári. Vandamálið byrjaði strax, tveim til þrem dögum eftir kaup tölvunnar. Hún drepur alltaf á sér, og fer ekki aftur í gang nema hann taki hana úr sambandi í svona 30 min. Hann fór með hana aftur til þeirra, og þeir keyrðu hana í sólahring (vona að ég sé að fara með rétt mál, gæti verið lengra) og fundu ekkert að. Hann fer með hana heim til sín aftur, og þetta er ennþá svona. Hann fór þá með hana aftur til þeirra og þeir finna ekkert að. Hún er svona enn þann dag í dag. Ég prófaði að tengja aflgjafann við PSU testerinn minn þegar þetta gerðist og hann skynjaði ekki straum. Ekkert að rafmagninu hjá honum. Þetta gerist þegar hann er búinn að hafa hana í gangi í ~10 tíma, og algjörlega óháð álagi eða hugbúnaði. Þarf hann bara að kaupa sér annan aflgjafa? Eitthvað annað hægt að gera í þessari stöðu?

-Siggi




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4192
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1323
Staða: Ótengdur

Re: Biluð tölva, hvað er til ráða?

Pósturaf Klemmi » Lau 03. Apr 2010 03:06

Láttu hann koma aftur til okkar, ég man ekki eftir þessu máli en ég trúi ekki að við getum ekki fengið hana til að láta illa hjá okkur ef hún er alltaf svona hjá honum.
Veistu hvort hún hefur líka látið svona á öðrum stöðum, þ.e.a.s. hefur hann farið á t.d. LAN og tölvan verið með leiðindi þar líka?

En já, við hljótum að geta fundið einhverja góða lausn á þessu máli í samráði við hann :) Vil ekki vita af bilaðri tölvu frá okkur í notkun.




himminn
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 390
Skráði sig: Mið 27. Maí 2009 14:20
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Biluð tölva, hvað er til ráða?

Pósturaf himminn » Lau 03. Apr 2010 03:09

Klemmi skrifaði:Láttu hann koma aftur til okkar, ég man ekki eftir þessu máli en ég trúi ekki að við getum ekki fengið hana til að láta illa hjá okkur ef hún er alltaf svona hjá honum.
Veistu hvort hún hefur líka látið svona á öðrum stöðum, þ.e.a.s. hefur hann farið á t.d. LAN og tölvan verið með leiðindi þar líka?

En já, við hljótum að geta fundið einhverja góða lausn á þessu máli í samráði við hann :) Vil ekki vita af bilaðri tölvu frá okkur í notkun.


Þetta er ástæðan fyrir því að ég versla við ykkur frekar en aðrar tölvuverslanir á landinu.



Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Biluð tölva, hvað er til ráða?

Pósturaf Hnykill » Lau 03. Apr 2010 04:12

Oftast þegar tölvur drepa á sér og ganga ekki eðlilega fyrr en það er slökkt á þeim í 20-30 mín, bendir það til einhverskonar ofhitnunar vandamáls :/ ..sérstaklega ef örgjörvaviftan er með þessum 4 pinna smellum, því þær eiga til að losna við minnsta hnjask.


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.


Höfundur
Opes
Geek
Póstar: 803
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 12:02
Reputation: 23
Staða: Tengdur

Re: Biluð tölva, hvað er til ráða?

Pósturaf Opes » Lau 03. Apr 2010 16:32

Klemmi skrifaði:Láttu hann koma aftur til okkar, ég man ekki eftir þessu máli en ég trúi ekki að við getum ekki fengið hana til að láta illa hjá okkur ef hún er alltaf svona hjá honum.
Veistu hvort hún hefur líka látið svona á öðrum stöðum, þ.e.a.s. hefur hann farið á t.d. LAN og tölvan verið með leiðindi þar líka?

En já, við hljótum að geta fundið einhverja góða lausn á þessu máli í samráði við hann :) Vil ekki vita af bilaðri tölvu frá okkur í notkun.


Ok, ég skal gera það. Já, hann býr á tveim stöðum og þetta gerist á báðum stöðunum. Flott að heyra þetta.