bílar-eyðlsusemi-yaris
-
- BMW
- Póstar: 2511
- Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
- Reputation: 14
- Staðsetning: Mosó
- Staða: Ótengdur
Re: bílar-eyðlsusemi-yaris
Mamma rúntar um á sjálfskiptum disel yaris.. samkvæmt mælinum í bílnum eiddi hann slétt 5 lítrum á hundraði frá akureyri í bæinn (og meðal hraðinn var 120 þangað til komið var að Blönduósi..)
En, hann kemst ekkert í snjó (dýrasta týpan af yaris árið 2007)
En, hann kemst ekkert í snjó (dýrasta týpan af yaris árið 2007)
Tölvan mín er ekki lengur töff.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2850
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Reputation: 217
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
Re: bílar-eyðlsusemi-yaris
bixer skrifaði:þarf helst að eyða minna en 7 á 100 og á ekki að vera 4x4.
Fáðu þér þá Dísel smábíl
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1797
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: bílar-eyðlsusemi-yaris
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Re: bílar-eyðlsusemi-yaris
Ég get hiklaust mælt með Skoda Octavia 1,9 diesel, ég er búinn að vera á 2006 árgerð af þannig bíl, nýrra boddý-inu, beinskiptum, síðan 2008 og þetta eyðir mjög litlu, hefur verið að eyða að meðaltali 6,3 L/100 km (skv. útreikningum) hjá mér í innanbæjarakstri en hefur lægst farið í 3,9 L/100km í langkeyrslu (skv. aksturstölvu). Aksturstölvan sýnir yfirleitt minni eyðslu en rauneyðsla hjá mér.
Þetta eru gríðarlega rúmgóðir bílar sem fara vel með mann og eyðir á við smábíl og í mörgum tilfellum minna en smábílarnir. Síðan skemmir ekki fyrir að það er langt á milli þess að það þarf að smyrja bílinn, allt að 30.000 km, en raunin í innanbæjarakstri er víst yfirleitt einhvers staðar milli 20-25.000 km.
PS. Er ekkert tengdur Heklu á einn eða annan hátt heldur er þetta mín reynsla, ef þú ferð að skoða svona bíla þá mæli ég samt með að athuga hvort loftnetsmagnarinn er bilaður og líka að athuga hvort það hafi verið skipt um rúðuupphalara í honum þar sem þetta er gjarnt á að fara í þessum bílum.
Þetta eru gríðarlega rúmgóðir bílar sem fara vel með mann og eyðir á við smábíl og í mörgum tilfellum minna en smábílarnir. Síðan skemmir ekki fyrir að það er langt á milli þess að það þarf að smyrja bílinn, allt að 30.000 km, en raunin í innanbæjarakstri er víst yfirleitt einhvers staðar milli 20-25.000 km.
PS. Er ekkert tengdur Heklu á einn eða annan hátt heldur er þetta mín reynsla, ef þú ferð að skoða svona bíla þá mæli ég samt með að athuga hvort loftnetsmagnarinn er bilaður og líka að athuga hvort það hafi verið skipt um rúðuupphalara í honum þar sem þetta er gjarnt á að fara í þessum bílum.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 664
- Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
- Reputation: 17
- Staða: Ótengdur
Re: bílar-eyðlsusemi-yaris
Skoda Octavia dísel...ekkert vafamál með það ef þú ert að leita að eyðslugrönnum fjölskylduvænum bíl.
Re: bílar-eyðlsusemi-yaris
Nýja (2005+) Skoda lookið er nánast sami bílinn og '99 passatinn (hef ég heyrt).
Þessir bílar eru með 24 (ef ekki meira) spindilkúlur og þegar ein fer þá fara hinar að slitna hratt og eins og í Passat þá verður þetta höfuðverkur dauðans.
Hekla er líka skelfilega dýrt verkstæði og ekki svo gott umboð.
Félagi minn startaði óvart 2005 Skoda í gír (árið 2005) bílinn var 3-4 mánaða og startarinn fór og það tók 6 vikur að redda nýjum. Það er skiljanlegt... nýir bílar þá og örugglega algjör "lukka" að þetta bilaði, en skætingurinn í Hekluliðinu og eiginlega glottið sem hann fékk þegar hann var að reka á eftir þessu var að buga greyið drenginn á þessum tíma.
Einhvernvegin asnaðist ég svo í að kaupa Passat og eftir c.a. ár á sölu þá þurfti ég að selja hann á bilauppboð.is á slikk (enda hálf ónýtur bíll sem hefði kostað um 200þ að laga almennilega) spyrnur, spindlar og bremsur (allt nema rörin sjálf, s.s. dælan, diskar og klossar + allt í handbremsuna).
Guð má vita hvað það kostar í dag.
Fyrir skemmstu setti ég hérna inn hvernig Ingvar Helga þjónustaði mig, kíkið á það ef þið viljið leggja mat á þjónustuna þeirra eins og hún er í dag... ég er oft þessi leiðinlegi kúnni... þeir fóru langt framyfir mínar bestu vonir...
Þessir bílar eru með 24 (ef ekki meira) spindilkúlur og þegar ein fer þá fara hinar að slitna hratt og eins og í Passat þá verður þetta höfuðverkur dauðans.
Hekla er líka skelfilega dýrt verkstæði og ekki svo gott umboð.
Félagi minn startaði óvart 2005 Skoda í gír (árið 2005) bílinn var 3-4 mánaða og startarinn fór og það tók 6 vikur að redda nýjum. Það er skiljanlegt... nýir bílar þá og örugglega algjör "lukka" að þetta bilaði, en skætingurinn í Hekluliðinu og eiginlega glottið sem hann fékk þegar hann var að reka á eftir þessu var að buga greyið drenginn á þessum tíma.
Einhvernvegin asnaðist ég svo í að kaupa Passat og eftir c.a. ár á sölu þá þurfti ég að selja hann á bilauppboð.is á slikk (enda hálf ónýtur bíll sem hefði kostað um 200þ að laga almennilega) spyrnur, spindlar og bremsur (allt nema rörin sjálf, s.s. dælan, diskar og klossar + allt í handbremsuna).
Guð má vita hvað það kostar í dag.
Fyrir skemmstu setti ég hérna inn hvernig Ingvar Helga þjónustaði mig, kíkið á það ef þið viljið leggja mat á þjónustuna þeirra eins og hún er í dag... ég er oft þessi leiðinlegi kúnni... þeir fóru langt framyfir mínar bestu vonir...
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6352
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 160
- Staða: Ótengdur
Re: bílar-eyðlsusemi-yaris
Rapport, ekki rétt.
Nýja Skoda lookið er byggður á PQ35, sömu undirgrind og nýji A3, VW Touran, Golf Mk5, Jetta, nýji TT, Tiguan, Q3 og flr. bílar.
99' passat er byggður á PL45, sem Octavian deildi aldrei, en Superb-inn gerði hinsvegar, þar til nýja boddyið kom.
Burtséð frá Heklu og þeirra mjög misjöfnu þjónustu, þá eru þetta frábærir bílar, þeas Octavian, tala nú ekki um dísil. Dagur á nótt á milli þess að keyra 2005+ Oktaviu og 99 Passat.
Nýja Skoda lookið er byggður á PQ35, sömu undirgrind og nýji A3, VW Touran, Golf Mk5, Jetta, nýji TT, Tiguan, Q3 og flr. bílar.
99' passat er byggður á PL45, sem Octavian deildi aldrei, en Superb-inn gerði hinsvegar, þar til nýja boddyið kom.
Burtséð frá Heklu og þeirra mjög misjöfnu þjónustu, þá eru þetta frábærir bílar, þeas Octavian, tala nú ekki um dísil. Dagur á nótt á milli þess að keyra 2005+ Oktaviu og 99 Passat.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3076
- Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
- Reputation: 43
- Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: bílar-eyðlsusemi-yaris
Ég á Skoda Octavia II 2.0 L bensín/sjálfskiptan og hann er alveg æðislegur!
Það eina sem að ég get sett út á er eyðslan (ca 11 l. innanbæjar) sem að er akkúrat öfugt á díselbílnum þar sem að eyðslan á honum er stærsti kosturinn
Skottið er líka með því stærsta sem að þú færð
Þú munt ekki sjá eftir því að fá þér Octavíu
Það eina sem að ég get sett út á er eyðslan (ca 11 l. innanbæjar) sem að er akkúrat öfugt á díselbílnum þar sem að eyðslan á honum er stærsti kosturinn
Skottið er líka með því stærsta sem að þú færð
Þú munt ekki sjá eftir því að fá þér Octavíu
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
Re: bílar-eyðlsusemi-yaris
Dagur á nótt á milli þess að keyra 2005+ Oktaviu og 99 Passat
Ætli það séu þá ekki fleiri spyrnur og spindilkúlur..?
Ég mæli samt með Subaru.... blikk blikk..
-
- Gúrú
- Póstar: 592
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:15
- Reputation: 0
- Staðsetning: /dev/null
- Staða: Ótengdur
Re: bílar-eyðlsusemi-yaris
Sem bílasali þá mæli ég klárlega með Skoda Octavia 1,9/2,0L diesel 4x4. Þessir bílar eru snilld í endingu, endursöluverði og tala nú ekki um hvað þeir eyða litlu. VW Passat diesel er líka snilld.
kemiztry
-
- Gúrú
- Póstar: 564
- Skráði sig: Mið 29. Ágú 2007 17:07
- Reputation: 3
- Staðsetning: Mosfellsbær 270
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: bílar-eyðlsusemi-yaris
Skoda Octavia! hann er góður, eyðir engu, Mjög gott pláss fyrir farangur og er líka frekar flottur
en hann verður að vera 2006 og nýrri annars eyðir hann eins og hver annar bíll hann er soldið dýr en samt mjög góðir bílar og hann er góður í snjó þó svo að þú sagðir að það þyrfti ekki
en hann verður að vera 2006 og nýrri annars eyðir hann eins og hver annar bíll hann er soldið dýr en samt mjög góðir bílar og hann er góður í snjó þó svo að þú sagðir að það þyrfti ekki
Og takk fyrir mig
Intel DZ68BC - Intel I7 2700K - Asus HD 7950 - G.Skill Ripjaws 16 gb 1600mhz - Intel 510 series 120 GB - 4TB Hdd - Corsair HX1050 - BenQ 22* - 42" FullHD - XSPC Rasa RS360 - HAF X Blue Edition
Intel DZ68BC - Intel I7 2700K - Asus HD 7950 - G.Skill Ripjaws 16 gb 1600mhz - Intel 510 series 120 GB - 4TB Hdd - Corsair HX1050 - BenQ 22* - 42" FullHD - XSPC Rasa RS360 - HAF X Blue Edition
Re: bílar-eyðlsusemi-yaris
tomas52 skrifaði:Skoda Octavia! hann er góður, eyðir engu, Mjög gott pláss fyrir farangur og er líka frekar flottur
en hann verður að vera 2006 og nýrri annars eyðir hann eins og hver annar bíll hann er soldið dýr en samt mjög góðir bílar og hann er góður í snjó þó svo að þú sagðir að það þyrfti ekki
Mamma og pabbi áttu dísel Octavíu árgerð 2000 og hann var að eyða ca. 5 l/100km þannig að það er ekki alveg eins og hver annar bíll.
Sjálfur átti ég 2002 Octavia vRS sem er með 180hp bensínvél og hann var að eyða svona 8-9 l/100km ef ég keyrði eins og maður.
Þannig að Skoda bílar eyddu ekki miklu fyrir árið 2006, þó þeir eyði kannski minna núna.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1576
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Reputation: 129
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: bílar-eyðlsusemi-yaris
Hér er mín skoðun.
Yaris er saumavéladolla. Óþægilegir að innan, leiðinlegir í akstri og of litlir.
Subaru....tja....hvaða Subaru? Legacy? Impreza? Outback? Subaru er með boxer vélar sem eyða meira en aðrar vélar miðað við afköst og þar af auki með sídrif sem eykur á eyðslu. Fer svo allt eftir árgerð og vélarstærð. Impreza er ágæt í eyðslu en eldri legacy með 2.0 eða 2.2 vél er eyðsluseggur. Bróðir minn á einn 99 árgerð legacy 2.2 sem eyðir um 12-13 lítra innanbæjar. Nærð ekki Legacy niður fyrir 10 lítra innanbæjar nema kannski nýjustu. Outback með 2.5 vél er ennþá þyngri og eyðir meira.
Ég á sjálfur Golf 1.8 4motion station og mæli vel með bílum frá VW samsteypunni (VW, Audi, Skoda). Virkilega vandaðir bílar frá þeim.
Þannig að ég mæli hiklaust með Skoda Octaviu Dísel enda að mestu leyti byggðir á Golf og nota VW vélar og parta. Mjög góðir í akstri, nóg pláss og 1.9 dísel vélin er bara snilld í akstri og eyðslu.
Þegar ég sel Golfinn minn verður Octavia Dísel 4x4 mín næstu kaup.
Yaris er saumavéladolla. Óþægilegir að innan, leiðinlegir í akstri og of litlir.
Subaru....tja....hvaða Subaru? Legacy? Impreza? Outback? Subaru er með boxer vélar sem eyða meira en aðrar vélar miðað við afköst og þar af auki með sídrif sem eykur á eyðslu. Fer svo allt eftir árgerð og vélarstærð. Impreza er ágæt í eyðslu en eldri legacy með 2.0 eða 2.2 vél er eyðsluseggur. Bróðir minn á einn 99 árgerð legacy 2.2 sem eyðir um 12-13 lítra innanbæjar. Nærð ekki Legacy niður fyrir 10 lítra innanbæjar nema kannski nýjustu. Outback með 2.5 vél er ennþá þyngri og eyðir meira.
Ég á sjálfur Golf 1.8 4motion station og mæli vel með bílum frá VW samsteypunni (VW, Audi, Skoda). Virkilega vandaðir bílar frá þeim.
Þannig að ég mæli hiklaust með Skoda Octaviu Dísel enda að mestu leyti byggðir á Golf og nota VW vélar og parta. Mjög góðir í akstri, nóg pláss og 1.9 dísel vélin er bara snilld í akstri og eyðslu.
Þegar ég sel Golfinn minn verður Octavia Dísel 4x4 mín næstu kaup.
Have spacesuit. Will travel.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 221
- Skráði sig: Mið 07. Jan 2009 16:48
- Reputation: 0
- Staðsetning: Hér og þar
- Staða: Ótengdur
Re: bílar-eyðlsusemi-yaris
Það eru margir búnir að vera að benda á Subaru enda góðir í vetrarakstri með fjórhjóladrifinu og Skoda Octavia diesel sem eyðir litlu innanbæjar. Svo er auðvitað hægt að fá aðeins eldri bíl sem er stórskemmtilegur í akstri OG eyðir litlu eins og td þessi BMW http://www.bilasolur.is/CarDetails.aspx ... &schpage=1
Að keyra svona bíl og að keyra hina 2 er ekki sambærilegt að mínu viti en ég viðurkenni hins vegar að ég finn ekki eintak með þessu boddý sem er ódýrara e 3.500.000. Þessi er frábær fjölskyldubíll, frábær i aksti og eyðir litlu. Tikkar í alla reitina finnst mér.
Að keyra svona bíl og að keyra hina 2 er ekki sambærilegt að mínu viti en ég viðurkenni hins vegar að ég finn ekki eintak með þessu boddý sem er ódýrara e 3.500.000. Þessi er frábær fjölskyldubíll, frábær i aksti og eyðir litlu. Tikkar í alla reitina finnst mér.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6352
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 160
- Staða: Ótengdur
Re: bílar-eyðlsusemi-yaris
Allt rétt svosem það sem þú segir um BMW-inn. Gleymir samt aðalgallanum við E60 body-ið, sem er hvað það er heeeeerfilega ljótt.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 221
- Skráði sig: Mið 07. Jan 2009 16:48
- Reputation: 0
- Staðsetning: Hér og þar
- Staða: Ótengdur
Re: bílar-eyðlsusemi-yaris
AntiTrust skrifaði:Allt rétt svosem það sem þú segir um BMW-inn. Gleymir samt aðalgallanum við E60 body-ið, sem er hvað það er heeeeerfilega ljótt.
Það er auðvitað smekksatriði og mun fleirum finnst það fallegt en ekki þó svo að margir hafi sopið hveljur þegar hann kom nýr á markað. Venst nokkuð vel