Of mikill hiti á skjákorti.


Höfundur
Zeratul
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Mán 29. Mar 2010 19:48
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Of mikill hiti á skjákorti.

Pósturaf Zeratul » Mán 29. Mar 2010 19:51

Heil og sæl.


Nú er mál með vexti að ég setti upp Modern Warfare 2 og spila hann slatta en allt í einu frýs tölvan og ekkert hægt að gera, kemur bara nánast svartur skjár, minnir reyndar að í eitt skiptið hafi liturinn verið eitthvað öðruvísi, þetta var svosem ágætis tilbreyting frá "blue screen of death" sem ég hef stundum fengið, en við önnur tækifæri.

Anywho, ég googla dótið og flestir virðast vera að segja að leikurinn eigi það til að hita skjákortið of mikið, þannig að á endanum sæki ég mér Speedfan til að fylgjast með hitanum.

Eitthvað virðast mælingarnar þar vera skrítnar þar sem að ég get bara breytt hraðanum á einni viftu, er með 5 viftur þegar ég er með hliðina á kassanum en forritið sýnir bara fjórar og að ein sé ekki í gangi en þær eru allar í gangi. Fæ ekki miklar upplýsingar um hvaða hiti er hvað nema skjákortið og örgjörvinn, ekkert ambient heldur bara temp 1- 3 og þess má til gamans geta að temp3 er í heilum -128°c sem mér finnst pínu undarlegt.

Það sem mér finnst hinsvegar verra er að þegar vélin er "idle" þá sýnir hún hitan á skjákortinu í um 72°c sem mér finnst ekkert sérstaklega þægilegt. Það virðist ekki breyta miklu hvort ég sé með hliðina og viftuna á henni tengda eða ekki.

Ég er með nvidia geforce 8800 gts skjákort, en tölvan er keypt í tölvulistanum en ekki af mér þannig að ég hef ekki ábyrgðarskírteini.

Allar vifturnar virðast vera í botni þótt ég geti bara breytt hraðanum á einni þeirra (stóra sem kælir móðurborðið) þannig að ég skil ekki alveg afhverju skjákortið er svona heitt. Þessi tölva er sett saman og seld í tölvulistanum sem pakki.

Það sem mig vantar semsagt að vita er afhverju þetta getur verið svona og hvað ég get gert til að laga þetta. Mér skilst að stundum hafi þessi kort verið seld yfirklukkuð en ég kann voðalega lítið á svoleiðis.

Takk fyrir.



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Of mikill hiti á skjákorti.

Pósturaf GullMoli » Mán 29. Mar 2010 20:11

Sæll.

Ég er einmitt líka með tvö 8800 gts kort og eitt þeirra hitnar alveg gífurlega mikið (hefur farið yfir 100°C undir load).

Það sem ég mæli með því að þú gerir er að sækja forrit sem kallast EVGA Precision. Þar geturu séð allar upplýsingar um kortið og m.a. stillt hraðann á skjákortsviftunni. Ég held að default hraðinn sé 60%, prufaðu að setja hann í 100% og athuga hvort þetta lagist ekki þá (þarft að ýta á "Auto" takkann til þess að geta stillt hraðann).

DL linkur fyrir forritið: http://downloads.guru3d.com/downloadget ... 5dbf2bf1df

Vonandi lagast þetta hjá þér.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


Höfundur
Zeratul
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Mán 29. Mar 2010 19:48
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Of mikill hiti á skjákorti.

Pósturaf Zeratul » Mán 29. Mar 2010 21:09

Takk kærlega fyrir þetta, er búinn að ná að lækka hitann niður í 53°c sem er reyndar heldur mikið ennþá, ætla að prófa að setja hliðina á og sjá hvort sú vifta breyti einhverju. Getur þú samt nokkuð sagt mér hvort ég geti hraðað eitthvað á hinum viftunum eða hvort þær séu allar í 100%? Það virkar nefnilega bara að fikta í einni viftunni með Speedfan.

Enn og aftur takk kærlega fyrir :)



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Of mikill hiti á skjákorti.

Pósturaf GullMoli » Mán 29. Mar 2010 21:15

53°C er alveg þokkalegt bara, mín kort eru alltaf um 60°C idle.

Annars nota ég ekki forrit til að fikta með vifturnar mínar (aðra en skjákorts) heldur er ég með manual stillingu fyrir allt :P Þú gætir prufað að kíkja í BIOS, annars er möguleiki á því að vifturnar séu ekki með möguleika á hraðastillingu og þá eru þær alltaf á 100%.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


halldorjonz
</Snillingur>
Póstar: 1006
Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
Reputation: 19
Staðsetning: Heima
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Of mikill hiti á skjákorti.

Pósturaf halldorjonz » Mán 29. Mar 2010 21:18

Næs, vissi ekki að þessu, skjákortið mitt var í 60° idle með 36% snúningsviftu. Setti þetta í 55% og núna sýnist mér það vera vera 49~51° idle.




k0fuz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 994
Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
Reputation: 19
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Of mikill hiti á skjákorti.

Pósturaf k0fuz » Þri 30. Mar 2010 00:58

já ég lika, þetta er að gera gæfu munin hjá mér, var að pæla samt þegar maður stillir þetta t.d. í 60% og lokar forritinu, helst þetta í 60% ? viftu hraðinn þ.e.a.s.


ASRock Z790 Pro RS WiFi | Intel i5 13600K @ 5.1GHz | Noctua NH-D14 | Gainward GeForce RTX 3060Ti Ghost OC | 2x16GB G.Skill Ripjaws S5 5600MHz DDR5 | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | BenQ Zowie 25" XL2546 240Hz | 650W Corsair RM650x PSU.


vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Of mikill hiti á skjákorti.

Pósturaf vesley » Þri 30. Mar 2010 01:28

sæktu HWmonitor og farðu í eitthvern leik eða stress test eins og Furmark. og gáðu hvað MAX temp verður. gæti jafnvel verið að kortið þitt sé fullt af ryki, getur safnast ryk á milli viftu og kælieiningar í 8800gts kortunum.



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Of mikill hiti á skjákorti.

Pósturaf GullMoli » Þri 30. Mar 2010 12:10

k0fuz skrifaði:já ég lika, þetta er að gera gæfu munin hjá mér, var að pæla samt þegar maður stillir þetta t.d. í 60% og lokar forritinu, helst þetta í 60% ? viftu hraðinn þ.e.a.s.


Já það gerir það, þú getur líka hakað við "Apply at windows startup" sem er undir öllum línuritunum. Þá verður viftuhraðinn alltaf sá sami þótt þú slökkvir á tölvunni.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Of mikill hiti á skjákorti.

Pósturaf chaplin » Þri 30. Mar 2010 12:46

Ég náði mínu 8800GTS úr 62°c í ca. 46°c @ idle eftir að ég skipti um kælikrem og þreif það. Hraðinn á viftunum er held ég 20-30% - minnir að það slefi í 70°c @ load en þá er viftan max á 70%..

Til að skipta um kælikrem:
- Skrúfa allar skrúfur af.
- Hita kortið í smá stund með hárblásara (léttara að taka kælinguna af, menn hafa brotið kortið sín við að fjarlægja kælinguna af köldum kortum)
- Þrífa kælihausinn VEL. Ég setti mitt bara ofnaí vask fullan af vatni, hristi og skrúbbaði, þetta er bara járn svo engar áhyggjur.
- Taka ALLT hitaleiðandi krem af, hjá mér var ótrúlega mikið magn af því, líklegast ástæðan afhverju það hitnaði svona skelfilega mikið.
- Setja ca. 3 dropa MAX af hitaleiðandi kremi og dreifa mjög vel! Ég notaði MX-2.
- Setja allt dótið aftur saman og report results. ;)


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS