Hérna er smá bútur úr Tölvuheimi úr grein um Viðar Pétursson sem hefur hlotið MVP viðurkenningu fimm ár í röð. Í greininni er verið að tala um öryggismál og að MVP menn fái aðgang að hluta grunnkóða hugbúnaðar Microsoft. Í viðtali þar við hann stendur ma.
Tölvuheimur nr. 82 bls 36 skrifaði:Öryggismál voru ofarlega á baugi í ráðstefnunni í Redmond í Apríl síðastliðnum. Viðar segir ástæðuna fyrir því einfalda. "Microsoft er æ ofan í æ ásakað fyrir að vera með gloppur í hugbúnaðinum. Það er svosem skiljanlegt enda eru forritin mörg og flókin. Málið er líka að allir eru að nota þetta! Það nennir enginn að nota linux enda þarf töluvert meira en meðalkunnáttu aðeins til að opna skjal. Ef kóði hugbúnaðar frá Linux er hins vegar skoðaður koma í ljós mikklir öryggisgallar. En það nennir einfaldlega einginn að ráðast á það þar sem nánast einginn verður fyrir skakkaföllum. Það segir sig þessvegna sjálft að þar sem hugbúnaður frá Microsoft er í mun meiri notkun enn meiri áhersla er lögð á að finna galla í hugbúnaðinum með vírusum, kæfum og þess háttar," segir Viðar...
Það er sumt rétt og annað rangt í þessu að mínu mati, hvað finnst ykkur?