Netkortavandamál í Lenovo N100 3000

Skjámynd

Höfundur
BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Netkortavandamál í Lenovo N100 3000

Pósturaf BjarniTS » Sun 14. Mar 2010 17:50

lspci í ubuntu gefur mér netkortið :
03:00.0 Network controller: Intel Corporation PRO/Wireless 3945ABG [Golan] Network Connection (rev 02)
(Er ekki að setja upp linux en finnst oft þægilegt að nota það til að komast að svona hlutum)


Sótti driver fyrir það og það kemur eðlilega inn í device manager , allt virðist í lagi , nema það að tölvan finnur aldrei þráðlaus net.
Er að nota bara sjálfgefna windows tólið til að reyna að tengjast.

Mynd

Er búinn að setja upp driver , bæði frá heimasíðu framleiðanda vélarinnar , og einnig af intel síðunni :
http://downloadcenter.intel.com/detail_ ... =&lang=eng

Nú blikkar wifi ljósið alltaf á nokkra sec fresti , í stað þess að loga stöðugt eins og til dæmis bluethooth ljósið gerir.(takkinn er stilltur á ON hjá mér)
Mynd

Hvað gæti verið að ?

Er með stýrikerfi
Windows XP pro sp2


Nörd

Skjámynd

Höfundur
BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Netkortavandamál í Lenovo N100 3000

Pósturaf BjarniTS » Mán 15. Mar 2010 02:01

bjarni@bjarni-laptop:~$ w
19:39:41 up 31 min, 2 users, load average: 0.01, 0.14, 0.28
USER TTY FROM LOGIN@ IDLE JCPU PCPU WHAT
bjarni tty7 :0 19:09 32:01 52.02s 0.78s gnome-session
bjarni pts/0 :0.0 19:14 0.00s 0.43s 0.03s w
bjarni@bjarni-laptop:~$
Síðast breytt af BjarniTS á Mið 28. Apr 2010 19:40, breytt samtals 3 sinnum.


Nörd

Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Netkortavandamál í Lenovo N100 3000

Pósturaf Hargo » Mán 15. Mar 2010 02:11

Ég reyndar lenti ekki í alveg eins vandamáli en örlítið svipuðu.

Er með Thinkpad T400 og reyndi alltaf að nota wireless windows tólið til að finna þráðlaus net. Hún fann alltaf net en ég gat aldrei tengst þeim. Það var ekki fyrr en ég notaði tólið sem fylgir Lenovo drivernum (heitir Lenovo's Internet Connection hjá mér) sem mér tókst að tengjast.

Ertu búinn að prófa að leita að vandamálinu eða pósta þræði á Lenovo Forums? Hefur oft bjargað mér, starfsmenn Lenovo skoða spjallborðin reglulega og stundum fær maður svar beint frá þeim.

Ansi oft góðir spekingar hérna líka.



Skjámynd

Höfundur
BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Netkortavandamál í Lenovo N100 3000

Pósturaf BjarniTS » Þri 16. Mar 2010 21:32

Hargo skrifaði:Ég reyndar lenti ekki í alveg eins vandamáli en örlítið svipuðu.

Er með Thinkpad T400 og reyndi alltaf að nota wireless windows tólið til að finna þráðlaus net. Hún fann alltaf net en ég gat aldrei tengst þeim. Það var ekki fyrr en ég notaði tólið sem fylgir Lenovo drivernum (heitir Lenovo's Internet Connection hjá mér) sem mér tókst að tengjast.

Ertu búinn að prófa að leita að vandamálinu eða pósta þræði á Lenovo Forums? Hefur oft bjargað mér, starfsmenn Lenovo skoða spjallborðin reglulega og stundum fær maður svar beint frá þeim.

Ansi oft góðir spekingar hérna líka.


Takk kærlega fyrir þetta svar.
ER reyndar ekki ennþá búinn að prufa að skrifa á Lenovo spjallið og ég ætla að sjá hvað menn segja hérna , en þakka mikið fyrir ábendinguna.

ThinkVantage Access Connections
Það er það sem ég nota núna og sótti af Lenovo Support síðunni fyrir mína vél.
Hann finnur engar tengingar

Tók upp kortið og það er af gerðinni :
KARTA wi-fi ANATEL WM3945ABG MOW2

Ps
Skiptir einhverju máli hvort að það er skjár á vélinni ?
Er með fartölvu sem er með skjá sem er brotinn af og ég er búinn að skrúfa hann bara snyrtilega af vélinni.
Þessi AUX og Main tengi á netkortinu , sem að tengjast svo vanarlega í skjáinn , hvert er þeirra hlutverk í raun ?


Nörd

Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Netkortavandamál í Lenovo N100 3000

Pósturaf Revenant » Þri 16. Mar 2010 21:39

BjarniTS skrifaði:Þessi AUX og Main tengi á netkortinu , sem að tengjast svo vanarlega í skjáinn , hvert er þeirra hlutverk í raun ?


Ég geri ráð fyrir að annað þeirra sé loftnetið fyrir netkortið. Gæti útskýrt afhverju þú færð ekki neitt merki.

Prófaðu að nota forrit eins og inSSIDer til að sjá hvort netkortið sé að picka upp einhver þráðlaus net.



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Netkortavandamál í Lenovo N100 3000

Pósturaf Danni V8 » Þri 16. Mar 2010 21:45

Í öllum fartölvum sem ég hef tekið í sundur hefur loftnetið farið upp í rammann kringum skjáinn og fyrir mörgum árum síðan, þegar ég keypti fartölvu með biluðu Wifi, þá sá ég einmitt að verkstæðið sem að gerði við hana tók rammann í kringum skjáinn af (þeir rispuðu skjáinn í leiðinni og settu of stóra skrúfu á einn staðinn svo hún fór í gegn).

Er ekki bara málið að þú tókst loftnetið úr með skjánum?


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

Höfundur
BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Netkortavandamál í Lenovo N100 3000

Pósturaf BjarniTS » Þri 16. Mar 2010 21:47

Jú heyri þið rólegir á snilldinni , auðvitað.
Djöfull getur maður verið heimskur.


Hérna , Loftetið er það Main , eða AUX ?

Main er svört snúra , og Aux er hvít , er það ekki rétt hjá mér ?

Er einhver spes endi á þessu loftneti ? Er nóg að hafa annað tengt ?


Nörd

Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Netkortavandamál í Lenovo N100 3000

Pósturaf Danni V8 » Þri 16. Mar 2010 22:18

Bæði eru loftnet. Main er það sem oftast vinstra megin á skjánum og AUX hægra megin. Svo eru til tölvur með aðeins eitt loftnet sem er efst, aðrar með main einhverstaðar í skjánum og aux í body-inu.

En ég myndi tengja bæði og koma fyrir á einhverjum góðum stað ef þú ætlar ekki að vera með skjáinn á tölvunni.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

Höfundur
BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Netkortavandamál í Lenovo N100 3000

Pósturaf BjarniTS » Þri 16. Mar 2010 22:59

Revenant skrifaði:
BjarniTS skrifaði:Þessi AUX og Main tengi á netkortinu , sem að tengjast svo vanarlega í skjáinn , hvert er þeirra hlutverk í raun ?


Ég geri ráð fyrir að annað þeirra sé loftnetið fyrir netkortið. Gæti útskýrt afhverju þú færð ekki neitt merki.

Prófaðu að nota forrit eins og inSSIDer til að sjá hvort netkortið sé að picka upp einhver þráðlaus net.


Takk fyrir þetta , get notað þetta geri ég ráð fyrir sem tól bara til að sjá hvort að ég sé að ná sambandi yfir höfuð.

En annars , er með 2 myndir.
Kortið :
Mynd

Endarnir :
Mynd

-
Eins og sést þarna þá lyggja endarnir bara á plötur sem annars væru fastar við skjáinn , en ég verð ekki var við neina "nema" eða "skynjara".
Það er kannski bara eðlilegt ?

Annars þá finnst mér líka Þetta blikk vera að segja mér eitthvað , að ljósið blikki , wifi ljósið.
það var strákur í skólanum í dag með eins tölvu og ég og ljósið hjá honum það blikkaði ekki :(


Nörd

Skjámynd

Höfundur
BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Netkortavandamál í Lenovo N100 3000

Pósturaf BjarniTS » Lau 03. Apr 2010 00:42

Inssider gefur mér :
Mynd

Hvað í gæti verið að koma í veg fyrir að wifi tólið sem kemur af heimasíðu framleiðanda virkar ekki ?
- Ég næ aldrei að tengjast netinu með því og það finnur engin net.
Upplýsingarnar frá Inssider , segja þær mér ekki að ég sé með kortið rétt tengt og allt eigi að vera í lagi ?
- ég get ekki tengst netum með þessu inssider er það ?

WiFi merkið framan á tölvunni blikkar ennþá , hvað þýðir blikkið ?

með von um smá svar :(

- Bjarni


Nörd

Skjámynd

Höfundur
BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Netkortavandamál í Lenovo N100 3000

Pósturaf BjarniTS » Lau 03. Apr 2010 02:51

Her i Ubuntu virkar allt fint og vel.

Nenni samt ekki ad redda language daeminu tvi ad eg er bara a livecd.

Hernaaa

Eg tok virana sem eru eins og sjast a myndinni bara jarnvirar med plasthud.

Eg tok ta inn i velina og vafdi ta saman vid netkortid , framhja minnunum og undir lyklabordid og leiddi ta ut og let enda rett vid viftuna i velinni ekki langt fra CPU og heat sink.

Vid hvada hitastig bradna svona virar og er eg nokkud ad taka einhverja ahaettu ad radi med ad *Fela* virana i velinni ?


Nörd

Skjámynd

Höfundur
BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Netkortavandamál í Lenovo N100 3000

Pósturaf BjarniTS » Lau 03. Apr 2010 23:13

Leyst ,
Þannig er mál með vexti að netkortasnúrurnar sem að voru upp í skjáinn hafa verið tengdar þar í "loftnet" og ef að maður hefur ekki slíkt þá er netsambandið bara ekki gott , að vöðla þessum netsnúrum um vélina það borgar sig varla.

Þannig að ég er ekki að nota lengur netkortið í vélinni , er bara með wifi spjald í henni núna sem að virkar fínt.


Nörd