1.5TB keyrir ekki í gang lengur


Höfundur
Drrrrrrrrrrrrr
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Fim 11. Mar 2010 00:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

1.5TB keyrir ekki í gang lengur

Pósturaf Drrrrrrrrrrrrr » Fös 12. Mar 2010 05:21

Á frábæran HDD sem ég keypti fyrir nokkrum mánuðum. Samsung 1.5TB EcoGreen Serial-ATA II, 32MB buffer, 5400sn. Hann þoldi merkilega mikið, sem flakkari, en að því kom að hann nálin hætti að lesa plöturnar -- eða eitthvað þannig, hann s.s. gerir tilraun til að snúast í gang en nær því ekki þó ítrekaðar tilraunir séu. Fór að láta svona loksins eftir að dyravörður á kaffihúsi barði á töskuna mína til ath hvort ég væri með bjór í henni (en förum ekki út í það, hah). Slæmt að tapa rúmum 20 þúsundum eftir stuttan tíma, en verra þykir mér að missa allt kvikmynda og tónlistasafnið.
Get ég gert eitthvað?

Hef lesið ansi mikið um að það að frysta diska sem eru svona geri manni kleift að ná af þeim gögnunum. Kannast einhver við það? Gefið ráð?


Já og ég veit, backup, backup, backup (ég á alveg ehð af þessum gögnum á öðrum diskum). Ætlaði alltaf að kaupa annan eins sem lægi ónotaður með öllum gögnunum á. En svona fór þetta og ég læri af þessu, ferðast ekki með HDD framar án þess að hann sé í einhverjum mjúkum-hörðum umbúðum.



Skjámynd

sakaxxx
FanBoy
Póstar: 752
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 16:22
Reputation: 3
Staða: Tengdur

Re: 1.5TB keyrir ekki í gang lengur

Pósturaf sakaxxx » Fös 12. Mar 2010 11:12

ég hef fryst disk sem var með click of death þ.e hann var handónytur ég komst ekki inn í hann. allavega ég prófaði að frysta hann og komst inn í hann í ca 40 sek og gat bjargað einhverju smotterí
en þú munt bara fá eina tilraun vegna þess að strax og ég tók diskin úr frystinum lagðist mjög mikil raki á hann og efitr ca minótu var hann rennblautur. ég mundi allavega ekki tíma 20þús króna disk í þetta nema þú ert með eithvað mjög mikilvægt


2600k gtx780 16gb

sjónvarps Intel Core2 Quad q6600 @3.0 Gtx660
  ▲
▲ ▲

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: 1.5TB keyrir ekki í gang lengur

Pósturaf dori » Fös 12. Mar 2010 11:30

Setja hann í poka í frystinn, þá blotnar hann ekki (jafn mikið allavega). Ef diskurinn snýr sér ekki í gang núna eru allar tilraunir betra en ekkert.



Skjámynd

bAZik
Tölvutryllir
Póstar: 691
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 20:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: 1.5TB keyrir ekki í gang lengur

Pósturaf bAZik » Fös 12. Mar 2010 14:09

Gæti verið að diskurinn sé með ónýta sectora mjög framarlega, lenti í þessu fyrir um 2 vikum, notaði HDD Regenerator til að fixa þá, komst svo inná diskinn með ubuntu live cd og bjargaði 1tb a sjónvarpsefni.

Mæli með að þú gerir það sama (tekur samt langan tíma að keyra regen á allan diskinn).