Jæja, ég er að keyra á gömlum larfi sem að hugsanlega er að verða kominn tími á að uppfæra eitthvað. Ég er ekki mikill vélbúnaðarsérfræðingur, þannig að ég ákvað að athuga hvaða ráð vaktarmenn hafa mér til aðstoðar.
Þarf aðallega að geta leikið mér, og einnig þarf tölvan auðveldlega að geta keyrt samhliða nokkur forrit. Ég er til dæmis oft að keyra tvo leiki í einu ásamt vafra og öðru tilfallandi.
Í dag er ég að nota tölvu með eftirfarandi vélbúnaði:
ASUS Socket939 A8N-SLI móðurborð
AMD's Athlon 64 3500+ örgjörvi
Nvidia Geforce 7200 skjákort
2x 1gb 400mhz ddr minni
Svo er einhver sata diskur í þessu, skiptir litlu.
Þetta er enginn þjarkur en hefur dugað mér fínt í gegnum wow, wc3, heroes of newerth, cs, css, l4d, l4d2, dragon age: origins, oblivion, civ4 o.fl. En ég fann það til dæmis í dragon age, að hún er ekki alveg nýjasta sort lengur. Núna er sc2 handan við hornið, og þrátt fyrir að tölvan keyri betuna fínt þá væri ég alveg til í að geta sett hlutina ofar en medium.
En ég er ekki að fara að eyða háum fjárhæðum í uppfærslu. Ég er að leita að þeim tímapunkti, þegar ég get keypt mér turn (má alveg vera notaður ) fyrir svona 40-60 þúsund, sem að er veruleg framför frá því sem að ég er að nota núna. Get líka alveg hent vél saman sjálfur þannig að þetta þarf ekkert að vera eitthvað tilboð, en ég er nokkuð viss um að ég þurfi að uppfæra sjálfan kassann líka, er með einhvern frekar lítinn og krúttlegan.
Þarf ég kannski að bíða aðeins lengur þangað til að tölvur sem að eru talsvert betri en mín eru komnar niður í þennan verðflokk?
Hvenær á ég að uppfæra?
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
- Reputation: 1
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvenær á ég að uppfæra?
Besti tíminn til að uppfæra er akkúrat núna
Þú getur endalaust beðið eftir því að eitthvað betra komi út en staðreyndin er sú að þú getur fengið mun öflugri tölvu en þú ert með án þess að þurfa að selja nýra. En það er lítið nothæft í gömlu fyrir utan kannski kassann.
Það væri gott að vita budgetið hjá þér svo maður geti hent einhverju saman.
Þú getur endalaust beðið eftir því að eitthvað betra komi út en staðreyndin er sú að þú getur fengið mun öflugri tölvu en þú ert með án þess að þurfa að selja nýra. En það er lítið nothæft í gömlu fyrir utan kannski kassann.
Það væri gott að vita budgetið hjá þér svo maður geti hent einhverju saman.
Síðast breytt af SteiniP á Sun 07. Mar 2010 02:07, breytt samtals 1 sinni.
Re: Hvenær á ég að uppfæra?
Molfo skrifaði:Sunnudaginn 11. júlí.. allllllllllllllsss ekki seinna...
Fyrir eða eftir hádegi?
-
- BMW
- Póstar: 2511
- Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
- Reputation: 14
- Staðsetning: Mosó
- Staða: Ótengdur
Re: Hvenær á ég að uppfæra?
SteiniP skrifaði:Besti tíminn til að uppfæra er akkúrat núna
Þú getur endalaust beðið eftir því að eitthvað betra komi út en staðreyndin er sú að þú getur fengið mun öflugri tölvu en þú ert með án þess að þurfa að selja nýra. En það er lítið nothæft í gömlu fyrir utan kannski kassann.
Það væri gott að vita budgetið hjá þér svo maður geti hent einhverju saman.
Var hann ekki að tala um einhvern 40-60 kall ?
Tölvan mín er ekki lengur töff.
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 29
- Skráði sig: Lau 06. Mar 2010 00:50
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Hvenær á ég að uppfæra?
Glazier skrifaði:SteiniP skrifaði:Besti tíminn til að uppfæra er akkúrat núna
Þú getur endalaust beðið eftir því að eitthvað betra komi út en staðreyndin er sú að þú getur fengið mun öflugri tölvu en þú ert með án þess að þurfa að selja nýra. En það er lítið nothæft í gömlu fyrir utan kannski kassann.
Það væri gott að vita budgetið hjá þér svo maður geti hent einhverju saman.
Var hann ekki að tala um einhvern 40-60 kall ?
Mikið rétt. Turn fyrir svona 40-60 þúsund er á því bili sem að ég er að hugsa um. Eins og þið kannski sjáið þá hef ég verið að spila nýlega leiki á gamla jálknum, þannig að ég er ekki einn af þeim sem að ærist við að sjá smá frame-drop. Ég er núna að spila á vél sem að var hot stuff fyrir 5-6 árum, en vil uppfæra í vél sem að var hot stuff fyrir 1-3 árum... ef þið skiljið hvað ég á við
Ég þakka svörin og alla aðstoð sem að mér fróðari menn geta veitt.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1775
- Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
- Reputation: 141
- Staða: Ótengdur
Re: Hvenær á ég að uppfæra?
Þú ert ekki að fara að fá futureproof turn fyrir 40-60k.
Safnaðu aðeins lengur, í svona 100-180k, þá gætiru mögulega fengið turn sem er nokkuð framtíðarvænn.
Safnaðu aðeins lengur, í svona 100-180k, þá gætiru mögulega fengið turn sem er nokkuð framtíðarvænn.
PS4
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 29
- Skráði sig: Lau 06. Mar 2010 00:50
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Hvenær á ég að uppfæra?
blitz skrifaði:Þú ert ekki að fara að fá futureproof turn fyrir 40-60k.
Safnaðu aðeins lengur, í svona 100-180k, þá gætiru mögulega fengið turn sem er nokkuð framtíðarvænn.
Er ekki að leita að future proof turni
Vantar bara þokkalegan turn sem er upgrade frá því sem ég er með nú þegar til að nota næstu 2 árin eða svo.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
- Reputation: 1
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvenær á ég að uppfæra?
Þú færð i mesta lagi ágætis skrifstofuturn fyrir 60k. Ég legg til að þú kaupir notað. Getur fengið sæmilega leikjavél notaða fyrir þennan pening.