Síminn - Misnotar orðið "Ljósnet".

Allt utan efnis

ingibje
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 355
Skráði sig: Mán 15. Jún 2009 16:52
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Pósturaf ingibje » Þri 02. Mar 2010 02:31

Sallarólegur skrifaði:Fyrst við erum komnir út í ljós umræðuna, afhverju þurfa þessir kaplar að vera svona langt niðri í jörðunni? 2-3m ofan í jörðina þar sem var verið að grafa hjá mér í 108.


whaat 2-3m ég hef slitið einn sem lá 20cm dýpt(vinn á vinnuvél), þá erum við samt bara tala umstrenginn inn í hús. í flestum þeim húsum sem ég hef unnið hjá þá er þetta alltaf bara rétt undir yfirborðinu. þá er ég að tala um appelsínugula ídráttarrörið. það er kannski að þeir vilji hafa strenginn fyrir hverfinn á þessu dýpi sem ég skil samt ekki afhverju.

eitt sem mér hefur líka fundist allveg stórskrítið er afhverju ljósleiðarinn sé ekki kominn í grafarvoginn :l


i7 2600k - Asus P8P67 Pro - Corsair 1600MHz 8GB - GTX 480 - Corsair HX 850w - Corsair 60gb ssd - Asus VG236H 120Hz 3D

Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Pósturaf BjarniTS » Þri 02. Mar 2010 02:37

ingibje skrifaði:whaat 2-3m ég hef slitið einn sem lá 20cm dýpt(vinn á vinnuvél), þá erum við samt bara tala umstrenginn inn í hús. í flestum þeim húsum sem ég hef unnið hjá þá er þetta alltaf bara rétt undir yfirborðinu. þá er ég að tala um appelsínugula ídráttarrörið. það er kannski að þeir vilji hafa strenginn fyrir hverfinn á þessu dýpi sem ég skil samt ekki afhverju.

eitt sem mér hefur líka fundist allveg stórskrítið er afhverju ljósleiðarinn sé ekki kominn í grafarvoginn :l


Slitið ljósleiðara ?
Er það ekki smá bömmer að lenda í :S ?


Nörd


codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 342
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Pósturaf codec » Þri 02. Mar 2010 12:15

Þetta gott mál fyrir þá sem hafa ekki möguleika á ljósleiðara og eflaust til bóta fyrir þá.
Mér finnst samt svoldið villandi hjá þeim að kalla þetta Ljósnet, það gefur til kynna að þú sér að fá ljósleiðara inn í hús sem þú er ekki að fá.
Ég þekki dæmi þess af vinnufélaga, sem eftir samtal við fulltrúa símans stóð í þeirri meiningu að breiðbandið væri að hætta og hann væri að fá ljósleiðara í staðin.

Þetta er í raun bara uppfærsla á gamla breiðbandinu. Ljós í götuskápa og nýr endabúnaður þar sem gefur meiri bandvídd.
Skv. síminn.is þá ertu að fá 50 Mb/s á mun betra verði en þeir hafa boðið áður, en ég hringdi í þá og það er sem sagt 50 niður og 25 upp.
Uppload hraði skiptir líka máli fyrir suma.

Það sem er svo undarlegast í þessu öllu er að það er verið að byggja upp 2 svona "háhraða" net með öllum þeim tilkostnaði sem því fylgir er það ekki svolítil sóun? Það mál er auðvitað gamla pólítískt og viðskiptalegt þrætuepli milli fyrirtækjana og pólítíkusa verður sennilega seint til lykta leitt.




wicket
FanBoy
Póstar: 777
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Pósturaf wicket » Þri 02. Mar 2010 13:30

codec skrifaði:Þetta gott mál fyrir þá sem h
Mér finnst samt svoldið villandi hjá þeim að kalla þetta Ljósnet, það gefur til kynna að þú sér að fá ljósleiðara inn í hús sem þú er ekki að fá.

Það að geta kallað eitthvað Ljósnet þarf að fylgja ákveðnum skilyrðum skv. staðlinum að minnsta kosti.

FTTH = Fiber to the home
FTTB = Fiber to the building / basement
FTTC = Fiber to the curb.

Allt þetta er hluti af staðlinum.

GV notar bæði FTTH og FTTB þar sem það sem að upp á vantar er leyst með öðrum hætti en ljósi.

FTTC er það sem að Síminn virðist vera að gera, að setja ljós í götuskáp og nota koparinn restina í ca 50-400m sem tryggir þessa bandbreidd.

Ég er þó enginn sérfræðingur í þessu, en ég held að ég sé að skilja þetta rétt svona.

Það jákvæða við þetta er að hér er komin heilbrigð samkeppni á þessum bandbreiddar hærri tengingum þar sem að GV hefur haft tögl og haldir. Verðin hljóta að lækka þar sem mér sýnist að þessar nýju leiðir Símans séu mjög vel verðlagðar. Því hljóta allir góðir menn að fagna.

Mætti svo ekki breyta subjectinu á þessum þræði, hann er svolítið villandi miðað við hvað umræðan er svo komin út í.



Skjámynd

Gothiatek
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 311
Skráði sig: Fim 15. Maí 2003 18:14
Reputation: 0
Staðsetning: ptr->curr_loc
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Pósturaf Gothiatek » Þri 02. Mar 2010 13:32

Ég var með ADSL hjá Símanum og er búsettur á Akureyri. Eftir að Tengir tengdi ljósleiðarann í húsið skipti ég yfir í Vodafone. Síminn ætlar sér ekki að tengjast inná önnur ljósleiðaranet sem er þvílíkur fornaldarhugsanaháttur að það hálfa væri nóg - Síminn er væntanlega búinn að tapa fullt af viðskiptavinum á Akureyri sem hafa skipt yfir á ljósleiðara.

En ég bendi á grein í Fréttablaðinu í gær
"Þannig er notast við ljósleiðara 90 til 95 prósenta af leiðinni heim til notandans. Síðan notum við koparinn sem fyrir er það sem eftir er leiðarinnar."


Þetta er semsagt ekki ljósleiðaranet. Það er ekki hægt að kalla þetta ljósleiðaranet þegar síðustu metrarnir eru á kopar og því flöskuháls. Síminn þarf aðeins að passa sig.


pseudo-user on a pseudo-terminal


JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Pósturaf JReykdal » Þri 02. Mar 2010 16:26

Sallarólegur skrifaði:Fyrst við erum komnir út í ljós umræðuna, afhverju þurfa þessir kaplar að vera svona langt niðri í jörðunni? 2-3m ofan í jörðina þar sem var verið að grafa hjá mér í 108.


Fara niður fyrir klakann á veturna. Það er mikil hreyfing á jarðvegi á íslandi vegna frosts og þíðu þannig að það gæti valdið slitum á rörunum ef þau liggja í frosnum jarðvegi.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.


Orri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 932
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 144
Staða: Ótengdur

Re: Síminn - Misnotar orðið "Ljósnet".

Pósturaf Orri » Þri 02. Mar 2010 16:51

Fyrir þá sem tala um að höfuðborgarsvæðið sé með ljósleiðara og þeir á landsbyggðini séu skyldir útundan er ekki alveg rétt.
Ég bý í Mosfellsbæ sem, seinast þegar ég vissi, er partur höfuðborgarsvæðinu og hér eru engir ljósleiðarar.
Það er jú búið að leggja ljósleiðara í Leirvogstunguna sem er nýtt hverfi, en hvergi annarstaðar eftir minni bestu vitund.

Svo virðist enginn vita hvenær á að leggja ljósleiðara hér í Mosó.
Og svo samkvæmt myndinni sem er fyrir neðan fréttina á Pressan.is þá mun þetta "Ljósnet" Símans ekki koma í Mosfellsbæinn fyrr en 2012 ?
Finnst bara hrikalega lélegt að við í Mosó, sem á víst að vera partur af höfuðborgarsvæðinu, fáum ekki "háhraða" nettenginar fyrr en eftir 2 ár.

Ég er ekki að reyna að móðga neinn og endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál :)



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn - Misnotar orðið "Ljósnet".

Pósturaf urban » Þri 02. Mar 2010 17:24

Orri skrifaði:Fyrir þá sem tala um að höfuðborgarsvæðið sé með ljósleiðara og þeir á landsbyggðini séu skyldir útundan er ekki alveg rétt.
Ég bý í Mosfellsbæ sem, seinast þegar ég vissi, er partur höfuðborgarsvæðinu og hér eru engir ljósleiðarar.
Það er jú búið að leggja ljósleiðara í Leirvogstunguna sem er nýtt hverfi, en hvergi annarstaðar eftir minni bestu vitund.

Svo virðist enginn vita hvenær á að leggja ljósleiðara hér í Mosó.
Og svo samkvæmt myndinni sem er fyrir neðan fréttina á Pressan.is þá mun þetta "Ljósnet" Símans ekki koma í Mosfellsbæinn fyrr en 2012 ?
Finnst bara hrikalega lélegt að við í Mosó, sem á víst að vera partur af höfuðborgarsvæðinu, fáum ekki "háhraða" nettenginar fyrr en eftir 2 ár.

Ég er ekki að reyna að móðga neinn og endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál :)



Það er stór hluti höfuðborgarsvæðisins sem að er ekki enn kominn með ljósleiðara.
vesturbærinn t.d.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Síminn - Misnotar orðið "Ljósnet".

Pósturaf ManiO » Þri 02. Mar 2010 18:53

urban skrifaði:

Það er stór hluti höfuðborgarsvæðisins sem að er ekki enn kominn með ljósleiðara.
vesturbærinn t.d.



Hluti af honum er ljósleiðaravæddur.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Síminn - Misnotar orðið "Ljósnet".

Pósturaf chaplin » Þri 02. Mar 2010 19:11

Finnst að google ætti að nota Ísland í little fiber network projectið þeirra. Væri ekki leiðinlegt, annars bíð ég bara eftir því að eitthver ljóstækni verður lögð í götuna mína, orðinn þreyttur að nota tækni sem er úreltari en möllet.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS


codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 342
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Síminn - Misnotar orðið "Ljósnet".

Pósturaf codec » Lau 06. Mar 2010 13:19

ljósnet hk.
Samskiptanet þar sem upplýsingar eru sendar sem ljósmerki eða innrauð merki.

http://tos.sky.is/tos/to/word/isl/3340/

Þeir eru að tegja þetta hugtak nokkuð langt held ég þar sem þetta er alveg jafn mikið ljósnet og gamla breiðbandið var skv. því sem maður hefur heyrt af þessu. Þeir skipta bara um búnað í götukössum og endabúnað.




Meso
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Fös 10. Des 2004 23:50
Reputation: 2
Staðsetning: Ak City
Staða: Ótengdur

Re: Síminn - Misnotar orðið "Ljósnet".

Pósturaf Meso » Lau 06. Mar 2010 14:26

urban skrifaði:

Það er stór hluti höfuðborgarsvæðisins sem að er ekki enn kominn með ljósleiðara.
vesturbærinn t.d.


Ég bý í hfj, ekki kominn ljósleiðari hjá mér, enda erum við "út í sveit" :lol: