oskarom skrifaði:Tja ég er nú ekki alveg sammála því að venjuleg heimilistölva hafa ekkert að gera með meira en 100Mbit... en það er bara mín skoðun....
Á meðan 100Mb/s nettenging þýðir ca 12,5MB/s eru flestir borðtölvu harðir diskar að ráða við 80-120MB/s sem er umtalsvert meira og er jafnframt að slá uppí efri mörkin á gigabit tengingum.
Þetta snýst ekki um að fólk sé að ná í mikið magn efnis heldur að þegar þú þarft að hlaða einhverju niður þarftu ekki að bíða eftir því. Það er framtíðin í netmálum.
Þessi pæling hjá Google er algjör snilld, þeir eru þvílíkt að stuða stóru aðilana þarna úti og er í raun að vekja athygli á því að það er lítið mál að setja upp alvöru net á meðan þessir örfáu stóru þarna úti okra á öllu netsambandi sem þeir selja yfir löngu úreld kopar net. Einnig ætla þeir að hafa þetta opið net sem þýðir að hver sem er getur komið þarna inn og orðið ISP.
kv.
Oskar
Tja, þetta er ekki árið 2200 þegar vefsíður verða ~500MB,
HD Video straumar eru varla mikið meira en 20Mbit á sek og vefsíður fara lítið yfir 100KB í dag.
Ég er bara að segja, að í dag, þá er ekki þörf á meiru en 50 mbit/s fyrir venjulega heimilistölvu, burt séð frá því hvort vélin ráði við það eða ekki.
En svona til að skjóta því aðeins niður, þá er ekkert saman sem merki á milli hraða harðadisksins og hraða netsins. Þú þarft einfaldlega góðann vélbúnað til að processa mikinn hraða.
Seinast þegar ég krosstengdi tvær vélar á gigabit netkortum náði ég ekki meiri hraða en 15-20MB á sek, enda báðar heimilisvélar.
En eins og ég var að reyna segja, þá var það ekki hvort vélarnar ráði við það, heldur hvort það nýtist mönnum.