Fyrsta Linux distroið sem ég lét upp var Redhat með vmware en vmware var með svo mikla stæla að það virkaði eiginlega ekki neitt. Svo prófaði ég að láta upp Slackware á serverinn minn og með mikilli hjálp frá ithmos hefur mér tekist að læra á það.
Næst lét ég upp Windows og Redhat á pc vélina mína og allt virkaði þá nema að mér fannst Redhat ekkert skemmtilegt og ég var ekkert að læra í því. Síðan ætlaði ég að láta upp SuSE en það gekk ekki þar sem það var ekki alveg að supporta netkortið mitt.(Vandamál sem ég leysti síðar). Þar sem ég náði ekki að láta upp SuSE þá prófaði ég Gentoo og það voru ítarlegar leiðbeiningar um installið á http://www.gentoo.org en ég var svo heppinn að hann ithmos hafði prentað þær leiðbeiningar út þegar hann lét upp Gentoo og hann gaf mér leiðbeiningarnar.
Fyrsta install af Gentoo misheppnaðist hjá mér en það var útaf því að ég lét Grub eitthvað vitlaust upp og ekkert virkaði, hvorki windows né Gentoo. En í annað skiptið gekk allt betur og því mæli ég með Gentoo fyrir hvern þann sem hefur áhuga á að læra eitthvað á Linux og geta bjargað sér í því en ekki Redhat þar sem mér fannt ég læra ekkert í því.
Hef ekki reynslu af Mandrake svo að ég get ekki commentað það.