Ljosleidari vs ADSL (Arbae)

Skjámynd

Höfundur
Senko
has spoken...
Póstar: 179
Skráði sig: Mán 28. Jan 2008 22:33
Reputation: 0
Staðsetning: Kef
Staða: Ótengdur

Ljosleidari vs ADSL (Arbae)

Pósturaf Senko » Mið 24. Feb 2010 18:20

Godan daeginn,
Nu er madur ad fara flytja og naturulega er naudsynlegt ad kynna ser internet 'option'a sem madur hefur, eg hef verid ad nota taeplega 7mbit tengingu hja vodafone i 2 ar (throttle ut af slaemri linu). Eg er ad fara flytja i arbaeinn og thar er sett up ljosleidara tenging fra Vodafone, eg nota nu adalega netid bara til ad spila leiki thannig stability>speed, en annars vaeri nu cool ad hafa nice download fyrir 'occasional occasions'. Tha spyr eg, hvort a madur ad fa ser ljosleidara eda bara klassist ADSL? - Hefur einhver haft reynslu a ljosleidara hja Vodafone i arbaenum?

Eg er rett ad vona ad ljosleidarinn se ekki ad bila stanslaust, og ekki finnst mer thad snidugt heldur ef thessi 'up ad' 50mbit tenging er alltaf i 10-12mbit (tha gaeti madur alveg eins fengid ser ADSL). Eg semsagt kem her til ad leyta rada, comment eru vel theginn, takk fyrir. (og afsakid islenskuna, bjo erlendis i morg ar og hef ekki entha nad ad koma henni i lag ;p)



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2727
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Ljosleidari vs ADSL (Arbae)

Pósturaf SolidFeather » Mið 24. Feb 2010 19:09

Ég er einmitt í svipuðum pælingum nema bara í breiðholtinu. Er ljósleiðarinn eitthvað að virka?



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Ljosleidari vs ADSL (Arbae)

Pósturaf Gúrú » Mið 24. Feb 2010 19:25

Senko skrifaði:Eg er rett ad vona ad ljosleidarinn se ekki ad bila stanslaust, og ekki finnst mer thad snidugt heldur ef thessi 'up ad' 50mbit tenging er alltaf i 10-12mbit

Aldrei heyrt af því, hefði nú haldið að ljósleiðarinn væri að fá stanslaust 50Mb (allavegana innanlands) 100% tímans.
Ljósleiðarinn bilar alls ekki stanslaust, hef lent í því þrisvar núna á tveimur árum, og eftir að Vodafone fengu routera sem að höndla 50Mbs throughput þá get ég ekki annað en gjörsamlega mælt með þessu á allan hátt yfir ADSL.
Sjáðu nú bara verðmuninn, þetta er með inniföldnum gjöldum*
                                     Gagnamagn                       Krónur
    12Mb ADSL               10GB                            4.224
                                   30GB                            5.232
                                   70GB                            6.420
                                   120GB                          7.449

    50Mb ljós               10GB                         5.122
                                 30GB                         6130 
                                 70GB                         7.138
                                 120GB                       8347

*=Ef að þú tekur binditímann og færð frían router.


Modus ponens

Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2780
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 126
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljosleidari vs ADSL (Arbae)

Pósturaf zedro » Mið 24. Feb 2010 19:28

Ljós ekki spurning! Hérna er helv. gott vídjó.
http://www.gagnaveita.is/Heimili/

Er með ljós frá vodaphone og gæti ekki verið sáttari :twisted:
Einnig ef þú ert með allt dótið heimasími, gsm og net hjá voda þá er það (eða var það allavega) ódýrara en ADSL.
Eini gallinn sem ég veit um er að ef ljósið dettur niður útaf einhverjum orsökum þá dettur ALLT út, sími, sjónvarp og net :lol:


Kísildalur.is þar sem nördin versla

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3759
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ljosleidari vs ADSL (Arbae)

Pósturaf Pandemic » Mið 24. Feb 2010 19:52

Ljós er æði, mæli með því


**pirringur**
En eitt sem pirrar mig rosalega, Af hverju í fjandanum notaru ekki íslenska stafi? Það er ekki eins og of löng útlanda dvöl hamli þér að breyta th í þ og ae í æ.



Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1404
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 42
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ljosleidari vs ADSL (Arbae)

Pósturaf ZoRzEr » Mið 24. Feb 2010 20:05

Ljós er yndislegt. Ekki hika við að fá þér það.


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3117
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljosleidari vs ADSL (Arbae)

Pósturaf hagur » Mið 24. Feb 2010 20:06

SolidFeather skrifaði:Ég er einmitt í svipuðum pælingum nema bara í breiðholtinu. Er ljósleiðarinn eitthvað að virka?


Ég er í 109 með 50mbit ljósleiðara í gegnum Vodafone. Varðandi stability, þá skulum við bara orða það þannig að í þetta tæpa ár sem ég hef haft ljósleiðarann hef ég bara einu sinni verið netlaus og það var þegar ég sló óvart rafmagninu út hérna í íbúðinni :lol:

Ef þú getur valið á milli ljósleiðara og ADSL þá er það bara alls ekki nokkur einasta spurning. ADSL er gömul og úreld tækni sem notar 50 ára gamla koparvíra í misgóðu ástandi. Þarf að segja eitthvað meira?



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4330
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Tengdur

Re: Ljosleidari vs ADSL (Arbae)

Pósturaf chaplin » Mið 24. Feb 2010 20:21

ADSL er outplayed. Fylgdu ljósinu, farðu réttu leið. Því miður er ljósið ekki í boði hjá mér, helv. 201 kóp!


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1068
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Ljosleidari vs ADSL (Arbae)

Pósturaf Hargo » Mið 24. Feb 2010 20:39

Hef ekkert nema gott um ljósleiðarann hjá Vodafone að segja. Eftir að ég fékk router sem höndlar 50Mbps throughput hefur ekkert klikkað hjá mér, er með Zyxel NBGN420 router. Er í Vodafone Gull, þ.e.a.s. með öll mín viðskipti á sama stað og þá er þetta örlítið ódýrara en hraðasta ADSL tengingin (þá tel ég með gjaldið sem maður borgar til Gagnaveitu Reykjavíkur, það er einhver rúmur 2000kall minnir mig).

Ljósið fær mitt atkvæði, ekki spurning!



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Ljosleidari vs ADSL (Arbae)

Pósturaf Gúrú » Mið 24. Feb 2010 20:40

Hargo skrifaði:2000 kall


Það er 2410kr.


Modus ponens


IsakRJ
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 21:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ljosleidari vs ADSL (Arbae)

Pósturaf IsakRJ » Mið 24. Feb 2010 20:59

Mæli hiklaust með LJÓSI !!!!
Ég er með 50/50 hér í vesturbæ og allt mitt hjá Voda.




akarnid
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Lau 04. Nóv 2006 22:35
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Ljosleidari vs ADSL (Arbae)

Pósturaf akarnid » Mið 24. Feb 2010 22:21

Ljós all the way ef þú getur það.

Plús að ef þú ert að fara að flytja í Ásana, og þá sérstaklega Ásana sem byrja á S og upp úr, þá er það vandræðahverfi dauðans og glatað ADSL þar.



Skjámynd

Höfundur
Senko
has spoken...
Póstar: 179
Skráði sig: Mán 28. Jan 2008 22:33
Reputation: 0
Staðsetning: Kef
Staða: Ótengdur

Re: Ljosleidari vs ADSL (Arbae)

Pósturaf Senko » Mið 24. Feb 2010 22:52

Frabaert feedback, takk fyrir thetta, fae mer ljos hja voda a morgunn.

@Pandemic
Sorry lyklabordid hja mer er og hefur alltaf verid stillt a ensku ;p.



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2727
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Ljosleidari vs ADSL (Arbae)

Pósturaf SolidFeather » Mið 24. Feb 2010 22:59

En er einhver hérna sem er með lélega línu inní sitt hús? Ég er bara með 6Mb tengingu því línan virðist ekki höndla meira. Breytist það eitthvað við ljósleiðaratengingu?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3117
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljosleidari vs ADSL (Arbae)

Pósturaf hagur » Mið 24. Feb 2010 23:37

Það er ekki til neitt sem heitir lélegur ljósleiðari ... þ.e það er ekki verið að nýta eldgamlar og oft handónýtar lagnir. Þegar ljósleiðari er lagður, þá er auðvitað lagður nýr leiðari inn í hvert hús.




oskarom
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Mán 05. Mar 2007 18:51
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljosleidari vs ADSL (Arbae)

Pósturaf oskarom » Mið 24. Feb 2010 23:48

Senko skrifaði:Godan daeginn,
Nu er madur ad fara flytja og naturulega er naudsynlegt ad kynna ser internet 'option'a sem madur hefur, eg hef verid ad nota taeplega 7mbit tengingu hja vodafone i 2 ar (throttle ut af slaemri linu). Eg er ad fara flytja i arbaeinn og thar er sett up ljosleidara tenging fra Vodafone, eg nota nu adalega netid bara til ad spila leiki thannig stability>speed, en annars vaeri nu cool ad hafa nice download fyrir 'occasional occasions'. Tha spyr eg, hvort a madur ad fa ser ljosleidara eda bara klassist ADSL? - Hefur einhver haft reynslu a ljosleidara hja Vodafone i arbaenum?

Eg er rett ad vona ad ljosleidarinn se ekki ad bila stanslaust, og ekki finnst mer thad snidugt heldur ef thessi 'up ad' 50mbit tenging er alltaf i 10-12mbit (tha gaeti madur alveg eins fengid ser ADSL). Eg semsagt kem her til ad leyta rada, comment eru vel theginn, takk fyrir. (og afsakid islenskuna, bjo erlendis i morg ar og hef ekki entha nad ad koma henni i lag ;p)


"bila stanslaust"
Hvar færðu þá hugmynd? Ljósleiðarar eru ljósárum framar en kopar í afköstum stöðuleika og svartíma. Ljósleiðarar er fluttningsmiðillinn sem er notaður í öll net sem skiptamáli.

"og ekki finnst mer thad snidugt heldur ef thessi 'up ad' 50mbit tenging er alltaf i 10-12mbit"
Bíddu og hvernig virkar ADSL, þú færð bara það sem grey koparlínudraslið ræður við, s.s. hraðinn er háður viðnámi eða með öðrum orðum fjarlægð frá símstöð. Alveg sama hvort tæknin heitir ADSL 2, ADSL 2+ eða ADSL 392+++ þá færðu ekkert meira ef þú ert visst langt frá símstöðinni.

En ég get samt sagt þér að þessi "upp að" klausa er þarna vegna þess að þeir eru ekki með endalausa bandbreidd á milli tengistöðva. En hún er þó nægilega mikil að þú ert mjöööög ólíklega að fara að finna fyrir einhverri hraðatakmörkun. En aftur á móti er ekkert svona fjarlægðar bull í gangi, ef það er boðið uppá ljósleiðartengingu í þínu húsi á annaðborð færðu þennan hraða sem þú kaupir.

SolidFeather skrifaði:En er einhver hérna sem er með lélega línu inní sitt hús? Ég er bara með 6Mb tengingu því línan virðist ekki höndla meira. Breytist það eitthvað við ljósleiðaratengingu?


Þetta svar meikar ekkert sens hjá þér...

Ertu með lélaga línu?? hvað þá símalínu?

Lagast það með ljósleiðaratengingu?
Nei væntanlega ekki, ljósleiðaratengingin lagar ekki símalínuna þín og kemur í raun símalínum ekki neitt við. Þetta er algjörlega annað dæmi sem kemur inní hús til þín.

Færðu betri hraða á ljósleiðara en ADSL yfir símalínu??
Uhh já takmörk ljósleiðara eru langt frá því að vera fundin en ADSL er löngu dautt, eina sem hefur þróast þar er að menn ná að pumpa meiri bandvídd í gegn á kostnað drægni. Eins og í þínu dæmi ertu líklegast það langt frá símstöð sem þíðir að það er meira viðnám á símalínunni þinni en hjá tildæmis aðila sem býr nær símstöðinni og þar afleiðandi nærðu bara 6Mb tengingu max.




Starman
has spoken...
Póstar: 166
Skráði sig: Þri 07. Okt 2008 01:40
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Ljosleidari vs ADSL (Arbae)

Pósturaf Starman » Fim 25. Feb 2010 00:24

Þeir sem eru að selja þjónustu inn á ljósleiðarnet Orkuveitunnar eru Vodafone, Tal og Hringiðan. Að mínu mati er það ekki spurning ef þú átt völ á því að taka ljósleiðara heima hjá þér. Af einhverjum furðulegum ástæðum sem ég kann ekki að nefna vill Síminn ekki selja neina þjónusta inn á þetta ljósleiðaranet. Sem er alveg magnað þar sem nær allir taka ljósleiðara ef hann er í boði, þannig að þetta er bara tap-tap staða fyrir þá, missa Internet sölu, leigu á kopar línu og jafnvel IP-TV.



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2727
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Ljosleidari vs ADSL (Arbae)

Pósturaf SolidFeather » Lau 27. Feb 2010 22:04

Jæja þið sannfærðuð mig, sótti um ljósið í dag hjá Vodafone. Þykir þó verst hvað þessi afruglari þeirra er lítill og aumingjalegur, ekkert HDMI tengi á honum.



Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2780
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 126
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljosleidari vs ADSL (Arbae)

Pósturaf zedro » Lau 27. Feb 2010 22:32

SolidFeather skrifaði:Jæja þið sannfærðuð mig, sótti um ljósið í dag hjá Vodafone. Þykir þó verst hvað þessi afruglari þeirra er lítill og aumingjalegur, ekkert HDMI tengi á honum.

Átt að geta fengið "betri" afruglara minnir mig :-k


Kísildalur.is þar sem nördin versla


Starman
has spoken...
Póstar: 166
Skráði sig: Þri 07. Okt 2008 01:40
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Ljosleidari vs ADSL (Arbae)

Pósturaf Starman » Lau 27. Feb 2010 23:35

Þú þarft að panta HD áskrift , þá færðu HD myndlykil, hann kostar meira á mánuði en standard lykill. Sá myndlykill er með HDMI tengi.

Myndlykillinn og HD
Með ADSL tengingu er fjöldi myndlykla takmarkaður við einn á hverja símalínu, en með ljósleiðaratengingu bjóðast allt að 3 myndlyklar á hvert heimili og birtast allar stöðvar á öllum lyklum. Við bjóðum einnig upp á HD myndlykil fyrir þá sem eru tengdir um ljósleiðara (nánar um HD).

http://www.vodafone.is/sjonvarp/digitalplus/hd




oskarom
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Mán 05. Mar 2007 18:51
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljosleidari vs ADSL (Arbae)

Pósturaf oskarom » Sun 28. Feb 2010 02:24

Starman skrifaði:Þeir sem eru að selja þjónustu inn á ljósleiðarnet Orkuveitunnar eru Vodafone, Tal og Hringiðan. Að mínu mati er það ekki spurning ef þú átt völ á því að taka ljósleiðara heima hjá þér. Af einhverjum furðulegum ástæðum sem ég kann ekki að nefna vill Síminn ekki selja neina þjónusta inn á þetta ljósleiðaranet. Sem er alveg magnað þar sem nær allir taka ljósleiðara ef hann er í boði, þannig að þetta er bara tap-tap staða fyrir þá, missa Internet sölu, leigu á kopar línu og jafnvel IP-TV.


Ástæðan fyrir því er einföld sem má í raun rekja til hversu ótrúlega ílla var staðið að einkavæðingu Símans. Þrátt fyrir að Síminn og Míla séu í dag sitthvort fyrirtækið eru þau í eigu sama eignarhalds félags, Skipta. Það að einkaaðilar eiga með öllu lang stærsta fjarskiptanet landsinns er í raun ótrúlegur skandall... sérstaklega þar sem við búum við hrikalega fákeppni og lélega löggjöf. Jújú einkarekstur er í mörgum tilfellum góður en ekki í þessu tilfelli þar sem það er enginn alvöru grundvöllur fyrir því að reka samskonar fjarskiptanet hlið við hlið í þesu pínulitla þjóðfélagi. En það er önnur saga.

Síminn færi aldrei útí það að selja þjónustu sína á ljósleiðara neti Gagnaveitu Reykjavíkur, þeir geta það alveg ef þeir hefðu áhuga það er enginn sem bannar þeim það. En þá fer tengigjaldið frá Mílu og til Gagnaveitur Reykjavíkur, sem væri auðvita ekki gott fyrir Mílu. Ef það væri heilbrigð stjórnun á þessum fyrirtækjum og Síminn og Míla væru ekki í eigu sama aðila væri sagan örugglega önnur.

Þannig sé ég þetta allavega

Ef það væri einhver hugur í þessum ráðherratuskum þá væri Míla tekin útúr Skipti sem er í eigu Exista sem núna er Ríkisfyrirtæki ef ég man rétt. Gagnaveita Reykjavíkur lögð niður og stofnað væri nýtt opinbert félag sem tæki yfir bæði þessi net og héldi áfram ljósleiðaravæðingu landsinns og kemur okkur í alvöru mál.

kv.
Oskar



Skjámynd

Nothing
spjallið.is
Póstar: 442
Skráði sig: Mið 17. Sep 2008 23:09
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Ljosleidari vs ADSL (Arbae)

Pósturaf Nothing » Sun 28. Feb 2010 09:06

Senko skrifaði:Godan daeginn,
Nu er madur ad fara flytja og naturulega er naudsynlegt ad kynna ser internet 'option'a sem madur hefur, eg hef verid ad nota taeplega 7mbit tengingu hja vodafone i 2 ar (throttle ut af slaemri linu). Eg er ad fara flytja i arbaeinn og thar er sett up ljosleidara tenging fra Vodafone, eg nota nu adalega netid bara til ad spila leiki thannig stability>speed, en annars vaeri nu cool ad hafa nice download fyrir 'occasional occasions'. Tha spyr eg, hvort a madur ad fa ser ljosleidara eda bara klassist ADSL? - Hefur einhver haft reynslu a ljosleidara hja Vodafone i arbaenum?

Eg er rett ad vona ad ljosleidarinn se ekki ad bila stanslaust, og ekki finnst mer thad snidugt heldur ef thessi 'up ad' 50mbit tenging er alltaf i 10-12mbit (tha gaeti madur alveg eins fengid ser ADSL). Eg semsagt kem her til ad leyta rada, comment eru vel theginn, takk fyrir. (og afsakid islenskuna, bjo erlendis i morg ar og hef ekki entha nad ad koma henni i lag ;p)


Athugaðu fyrst hvort það sé ljósleiðaratenging í húsinum, ég hef heyrt að það er ekki kominn ljósleiðara tenging í mest allan selásinn í Árbænum.


Aðalvél: I5-760 | Gigabyte P55A-UD3 | G.Skill Ripjaws 2x4GB CL7 | PNY GTX 460 1GB | X-fi XG | 2.5TB | Thermaltake 650w
Gagnavél: Intel Q6600 | Gigabyte EP31-DS3L | Geil 2x2GB 800MHZ | PNY 9600GT | 1TB | Coolermaster 500w