Sydney skrifaði:urban skrifaði:
endilega útskýrðu afhverju office (hvort sem að það sé frá microsoft eða open office) er drasl.
ert þú kannski einn af þeim sem að telur að allt er drasl sem að meiri hluti af heiminum notar ?
Mér finnst bara ógeðslega pirrandi þegar forritið sem þú ert að vinna við sé alltaf að "leiðrétta" þig, og með því er það að gera einhverja tóma steypu. LaTeX er basically eins og forritun, en í stað þess að búa til forrit ert þú að búa til ritgerð, skýrslu eða grein. LaTeX er sérstaklega þægilegt í stærðfræði, því að það þarf ekkert að vesenast við einhver equation uppsetingu, þú setur bara math mode með því að gera $ sitthvoru megin við jöfnuna og þá kemur þetta bara upp fluent í textanum.
já þú ert semsagt einn af þeim sem að þolir ekki user friendly dót.
ekki hef ég orðið neitt sérstaklega var við það að office pakkinn sé að leiðrétta mig með einhverri steypu.
ef að þú átt við stafsetningarleiðréttinguna í wörd, þá er sáraeinfalt að slökkva á henni.
fyrir utan það að hvað er svona slæmt við láta leiðrétta villur hjá sér.
ég persónulega hef aldrei skilið afhverju fólk þolir ekki user friendly stuff og vill bara eitthvað "flóknara" og erfiðara. (þó svo að ég viti að fyrir þig sé þetta Latex ekkert endilega flókara núna (ég hef hreinlega ekki skoðað þetta ég er ekki á móti mainstream og user friendly hlutum bara til að vera á móti þeim))
mér finnst þetta að þola ekki að eitthvað forrit leiðrétti mann vera álíka góð rök einsog að segja að ástæða fyrir því að það eigi að fá sér linux kerfi sé að það séu engir vírusar þar.
maður sem að keyrir linux kerfi án vandamála hefur einfaldla nægt töluvit til þess að halda windows vírushreinu
/rant off