Er með Acer 5920G fartölvu sem hefur orðið alveg sjóðandi heit þegar ég er að spila Mass Effect 2.
Leikurinn gengur alveg hnökralaust en tölvan verður alveg sjóðandi heit og var t.d. komin í 92°C áðan.
Hún drepur á sér þegar hún er orðin svona heit og getur þetta verið mjög pirrandi.
Hef verið að skoða kælipúða undir tölvuna og fleira svipað en er að spá hvort einhver viti einhver góð ráð.
Ég hef líka prófað að setja upp Speedfan en þegar ég ætla að stilla viftuhraðann á hæsta stig þá kemur viftan ekki fram í forritinu sem ég skil ekki alveg afhverju.
En allavega ef einhver lumar á góðum ráðum yrði ég þakklátur
Of heit fartölva
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1544
- Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
- Reputation: 17
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 355
- Skráði sig: Mán 15. Jún 2009 16:52
- Reputation: 13
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Of heit fartölva
það eru líklegast ekkert allir sem treysta sér í það
i7 2600k - Asus P8P67 Pro - Corsair 1600MHz 8GB - GTX 480 - Corsair HX 850w - Corsair 60gb ssd - Asus VG236H 120Hz 3D
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 921
- Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
- Reputation: 0
- Staðsetning: Keflavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Of heit fartölva
Prufa þetta en ert þú ekki annars að nota tölvuna á borði ??
**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard
Re: Of heit fartölva
Ég var í sömu vandræðum fyrir einni viku, þú tekur bara svona dós með þjöppuðu lofti (compressed air) og blæst inn í loftgötin. Tók mína úr 92°-97° niður í 40°-50°
Ef þú ert ekki með þjappað loft geturðu blásið fast í loftgötin eða fundið eitthvað sem blæs lofti hratt.
Þetta er svona dós sem ég er að tala um
Ef þú ert ekki með þjappað loft geturðu blásið fast í loftgötin eða fundið eitthvað sem blæs lofti hratt.
Þetta er svona dós sem ég er að tala um
Re: Of heit fartölva
Hvernig er viftan þín að haga sér ?
Er hún að gefa þér skrítin hljóð eða er hún að blása óstöðugt eða óeðlilega heyrist þér ?
Speedfan hefur sjaldnast virkað fyrir mig í fartölvum , í þínum sporum myndi ég hætta að nota þessa vél þar til að þú ert búinn að annaðhvort
a) Kaupa þér nýja viftu og láta skipta um hana.
b) Láta einhvern sem að kann til verka hreinsa viftuna.
Mín reynsla er samt sú að gjarnan er gott að skipta út viftum og rykhreinsa svo ef að vélin er farin að hita sig um of.
Svo er ekki alltaf ráðlagt að láta viftuna snúast mjög hratt í einhverjum loftæfingum.
Fleiri með sömu vangaveltur og þú :
http://forum.notebookreview.com/showthread.php?t=140508
Er hún að gefa þér skrítin hljóð eða er hún að blása óstöðugt eða óeðlilega heyrist þér ?
Speedfan hefur sjaldnast virkað fyrir mig í fartölvum , í þínum sporum myndi ég hætta að nota þessa vél þar til að þú ert búinn að annaðhvort
a) Kaupa þér nýja viftu og láta skipta um hana.
b) Láta einhvern sem að kann til verka hreinsa viftuna.
Mín reynsla er samt sú að gjarnan er gott að skipta út viftum og rykhreinsa svo ef að vélin er farin að hita sig um of.
Svo er ekki alltaf ráðlagt að láta viftuna snúast mjög hratt í einhverjum loftæfingum.
Fleiri með sömu vangaveltur og þú :
http://forum.notebookreview.com/showthread.php?t=140508
Nörd
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
- Reputation: 1
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Of heit fartölva
Enginn skrifaði:Ég var í sömu vandræðum fyrir einni viku, þú tekur bara svona dós með þjöppuðu lofti (compressed air) og blæst inn í loftgötin. Tók mína úr 92°-97° niður í 40°-50°
Ef þú ert ekki með þjappað loft geturðu blásið fast í loftgötin eða fundið eitthvað sem blæs lofti hratt.
Þetta er svona dós sem ég er að tala um
Þetta er það heimskulegasta sem ég hef heyrt.
Þarna geturðu bæði eyðilagt viftuna með því að láta snúast hraðar en legurnar ráða við og ert að sjá til þess að rykið leggist jafnt yfir allan vélbúnaðinn.
OP ég mæli með því að þú látir fagmann skipta um kælikrem og rykhreinsa fyrir þig, ef þú ert ekki vanur svona sjálfur.
Re: Of heit fartölva
Það er mjög algengt vandamál á nýlegum fartölvum í dag að ristin sem viftan blæs út um (sem virkar eins og vatnskassi í svona "silent" pipe systemi) er með mjög mjóum raufum og stíflast af ryki innann frá. Þegar hún er orðin mjög stífluð fer tölvan að verða mjög heit og viftan er nánast alltaf í gangi.
En það er ekki þar með sagt að það borgi sig að fara með tölvuna á verkstæði. Yfirleitt er hægt að opna lok fyrir neðan viftuna og þarf ekki einu sinni alltaf að taka viftuna úr til að hreinsa þetta. Rykið safnast í hálfgerðan púða innst á ristinni og best er að nota gamlan tannbursta eða eyrnapinna til að ná því útúr raufunum. Yfirleitt er það algjört overkill með nýlegar tölvur að láta skipta um kælikrem og e-ð en ég er þó sammála því að það er afburðar heimskulegt að sprauta öllu rykinu aftur inn í tölvuna.
En það er ekki þar með sagt að það borgi sig að fara með tölvuna á verkstæði. Yfirleitt er hægt að opna lok fyrir neðan viftuna og þarf ekki einu sinni alltaf að taka viftuna úr til að hreinsa þetta. Rykið safnast í hálfgerðan púða innst á ristinni og best er að nota gamlan tannbursta eða eyrnapinna til að ná því útúr raufunum. Yfirleitt er það algjört overkill með nýlegar tölvur að láta skipta um kælikrem og e-ð en ég er þó sammála því að það er afburðar heimskulegt að sprauta öllu rykinu aftur inn í tölvuna.
Re: Of heit fartölva
SteiniP skrifaði:Enginn skrifaði:Ég var í sömu vandræðum fyrir einni viku, þú tekur bara svona dós með þjöppuðu lofti (compressed air) og blæst inn í loftgötin. Tók mína úr 92°-97° niður í 40°-50°
Ef þú ert ekki með þjappað loft geturðu blásið fast í loftgötin eða fundið eitthvað sem blæs lofti hratt.
Þetta er svona dós sem ég er að tala um
Þetta er það heimskulegasta sem ég hef heyrt.
Þarna geturðu bæði eyðilagt viftuna með því að láta snúast hraðar en legurnar ráða við og ert að sjá til þess að rykið leggist jafnt yfir allan vélbúnaðinn.
OP ég mæli með því að þú látir fagmann skipta um kælikrem og rykhreinsa fyrir þig, ef þú ert ekki vanur svona sjálfur.
Ég tók mína úr 90° í idle niður í 40°-50°, ég er bara frekar sáttur.
Re: Of heit fartölva
átti nákvæmlega þessa vél.. ég þurfti að hreinsa hana 1 sinni á 3mánaðafresti.. það er peace of cake .. ein plata undir henni og það er svona "síja" sem að stíflast af ryki.. ekkert mál.
....
Re: Of heit fartölva
Ég var með svipað vandamál í gömlu fartölvunni minni. Ég tók hana í sundur, skrapaði gamalt kælikrem af örranum og setti nýtt. Svínvirkaði, viftan þarf ekki einu sinni alltaf að vera í gangi eins og áður þar sem heatsinkið sem liggur ofan á virtist taka mun meira af hitanum. Varð hljóðlátari fyrir vikið en áður fyrr var viftan alltaf sífellt á fullu en virtist gera lítið gagn.
En ég skil vel að allir treysti sér ekki í þessa aðgerð. Þetta var eldri fartölva (er með nýja núna) þannig að ég lét bara vaða, lærði ýmislegt í leiðinni. Lærði það the hard way að maður á alltaf að stinga öllu extra vel í samband áður en maður setur tölvuna aftur saman. Í fyrstu tilraun setti ég ekki viftuna nægilega vel í samband og var búinn að skrúfa allt shittið saman aftur þegar ég áttaði mig á því, fartölvan var allt í einu voða silent hehe. En það skaðaði lítið, hún keyrði alveg án viftunnar þar sem heatsinkið tók mun betur við hitanum út af nýja kælikreminu en ég auðvitað opnaði hana strax aftur og lagaði þetta.
En mér hefði líka verið svona nett sama ef ég hefði skemmt eitthvað í þessari fartölvu. Aðalmálið er bara að fara varlega og passa upp á skrúfurnar. Gott að taka myndir af aðgerðinni eftir hvern part sem þú tekur af tölvunni til að geta stuðst við eitthvað þegar þú setur hana saman aftur. Það er misgott aðgengi að þessum vélbúnaðarhlutum eftir gerð fartölvanna. Sumar eru vel hannaðar og með praktískar leiðir til að komast að hlutunum - aðrar þarf liggur við að strípa alveg til að komast að ákveðnum vélbúnaðarparti.
Ég átti líka einu sinni Toshiba leikjafartölvu. Hún átti það til að hitna mikið í þyngstu leikjunum. Ég notaðist við svona USB kælimottu með viftum til að kæla hana. Mín kælimotta var ekki svona fancy og flott eins og þessi sem er linkuð inn á hjá Tölvutækni, en þú gætir prófað svona græju ef þú treystir þér ekki í að opna tölvuna.
En ég skil vel að allir treysti sér ekki í þessa aðgerð. Þetta var eldri fartölva (er með nýja núna) þannig að ég lét bara vaða, lærði ýmislegt í leiðinni. Lærði það the hard way að maður á alltaf að stinga öllu extra vel í samband áður en maður setur tölvuna aftur saman. Í fyrstu tilraun setti ég ekki viftuna nægilega vel í samband og var búinn að skrúfa allt shittið saman aftur þegar ég áttaði mig á því, fartölvan var allt í einu voða silent hehe. En það skaðaði lítið, hún keyrði alveg án viftunnar þar sem heatsinkið tók mun betur við hitanum út af nýja kælikreminu en ég auðvitað opnaði hana strax aftur og lagaði þetta.
En mér hefði líka verið svona nett sama ef ég hefði skemmt eitthvað í þessari fartölvu. Aðalmálið er bara að fara varlega og passa upp á skrúfurnar. Gott að taka myndir af aðgerðinni eftir hvern part sem þú tekur af tölvunni til að geta stuðst við eitthvað þegar þú setur hana saman aftur. Það er misgott aðgengi að þessum vélbúnaðarhlutum eftir gerð fartölvanna. Sumar eru vel hannaðar og með praktískar leiðir til að komast að hlutunum - aðrar þarf liggur við að strípa alveg til að komast að ákveðnum vélbúnaðarparti.
Ég átti líka einu sinni Toshiba leikjafartölvu. Hún átti það til að hitna mikið í þyngstu leikjunum. Ég notaðist við svona USB kælimottu með viftum til að kæla hana. Mín kælimotta var ekki svona fancy og flott eins og þessi sem er linkuð inn á hjá Tölvutækni, en þú gætir prófað svona græju ef þú treystir þér ekki í að opna tölvuna.
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 57
- Skráði sig: Mið 14. Jún 2006 02:31
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Of heit fartölva
Elmar hvernig gerðirðu þetta nákvæmlega?
Var að prófa þetta og ég tók plötuna af botninum, notaði ryksugu á mjög lágum krafti og ryksugaði í kringum viftuna.
Sé ekki mikinn mun á hitastiginu. Gerði ég eitthvað vitlaust?
Var að prófa þetta og ég tók plötuna af botninum, notaði ryksugu á mjög lágum krafti og ryksugaði í kringum viftuna.
Sé ekki mikinn mun á hitastiginu. Gerði ég eitthvað vitlaust?
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Of heit fartölva
nessinn skrifaði:Elmar hvernig gerðirðu þetta nákvæmlega?
Var að prófa þetta og ég tók plötuna af botninum, notaði ryksugu á mjög lágum krafti og ryksugaði í kringum viftuna.
Sé ekki mikinn mun á hitastiginu. Gerði ég eitthvað vitlaust?
Tókstu rykvegginn sem myndast oftast upp við útblástursgrillið?