Nýgræðlingaspurning - Intel vs AMD

Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf skipio » Mið 17. Des 2003 13:13

gnarr skrifaði:ég giska frekar á 50k


Newegg selur á $219. Dollarinn er á 73-74 núna. Bætum við 24,5% vask og fáum 20.000. Þar sem allt er miklu dýrara á Íslandi ætti verðið að vera c.a. 25.000. Í mesta lagi 30.000.




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Mið 17. Des 2003 16:27

20.000 tops, það er líka skattur í USA sem þarf ekki að borga hérna.



Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf elv » Mið 17. Des 2003 16:55

gumol skrifaði:20.000 tops, það er líka skattur í USA sem þarf ekki að borga hérna.



Hann er 7% svo það munar nú ekki um hann :(



Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf skipio » Mið 17. Des 2003 19:35

Eini skatturinn sem mögulega þarf að borga af vörum í Bandaríkjunum er söluskattur en hann er þá innheimtur af viðkomandi ríki (NY, CA, o.s.frv.) eða borg en þá aðeins að varan sé seld innan ríkisins. Ef náungi í Kaliforníu pantar vöru frá Flórída þarf hann ekki að borga neinn söluskatt. Söluskatturinn er breytilegur milli ríkja og sumstaðar er hann 0%.

Ef við berum t.d. saman verð á PIV örgjörvum á Newegg og ódýrasta verðinu á Íslandi sjáum við að álagið á verðið m/v eins og það gerist úti er í kringum 20%. Sem dæmi getum við litið á PIV 3.0Ghz (800FSB) sem kostar 30.000 á Fróni en hjá Newegg kostar hann $271. Ef við margföldum með genginu í dag (72,85) og vaskinum (1,245) fáum við $271*72,85*1,245=24.579 krónur sem þýðir það að örgjörvinn er seldur með um 20% álagi á Íslandi m/v verðið í Bandaríkjunum. Mismunurinn á öðrum PIV (800FSB) örgjörvum er mjög svipaður, rokkar frá 19% dýrara til 29% dýrara á Íslandi.

Ef við miðum við sama margföldunarstuðuð á Athlon 64 3000+ ætti hann að kosta um 24.000 krónur sem er afar nálægt 25.000 kr. sem ég kom fyrst með.