Spennugjafi, látið í friði?

Skjámynd

Höfundur
kazgalor
Ofur-Nörd
Póstar: 239
Skráði sig: Lau 15. Ágú 2009 04:38
Reputation: 0
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Spennugjafi, látið í friði?

Pósturaf kazgalor » Lau 30. Jan 2010 04:05

Ég er með spennugjafa sem er orðinn jah allavega 2ja ára, ef ekki meira. Hann er svosem algjör lítill hermaður, aldrei klikkað neitt. Vandamálið liggur hinsvegar í vitunni. Þarsem þetta er nútíma spennugjafi þá er viftan staðsett undir honum, og ég hugsa að um 130mm viftu sé að ræða. Sú sama vifta er orðin svo illa skemmd að legan í henni hljómar einsog dönsk fyllibytta á þjóðhátíðardaginn.

Nú, þarsem ég er nú svona fyrir mestann part frekar skynsamur einstaklingur þá dettur mér helst í hug að einfaldlega skipta um viftu, ég meina how hard can it be?
Mér hefur hinsvegar verið sagt að þessir spennugjafar innihaldi þétta og spennu...eithvað sem að drepi mig, spennugjafann og alla í 2ja metra radíus ef að ég svo mikið sem hugsa um að skrúfa hann í sundur, svo ég spyr:

Væri skynsamlegt að reyna að gera þetta sjálfur? Eða á maður að borga fyrir að láta fagmann gera þetta fyrir sig? (Ég reikna með að báðir þessir möguleikar séu margfalt ódýrari en að kaupa nýjann, sem væri líka kannski hálfgert overkill þarsem ekkert annað er að.)

Einsog alltaf þá verð ég innilega þakklátur fyrir alla hjálp/ábendingar!


i5 6600k Asus Z170k 16GB DDR4 MSI GTX 1070


SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Spennugjafi, látið í friði?

Pósturaf SteiniP » Lau 30. Jan 2010 04:32

Best að afhlaða hann bara fyrst.
Taktu hann úr sambandi við innstunguna og ýttu á power takkann framan á tölvunni nokkrum sinnum þangað til vifturnar hætta að snúast, og svo nokkrum sinnum í viðbót.

Það er ekkert þægilegt að fá straum úr þessu. Passaðu þig bara að snerta ekki þéttana, sérstaklega ekki þessa stóru. Það eru þeir sem innihalda mestu spennuna.
s.s. þetta
Mynd



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Spennugjafi, látið í friði?

Pósturaf urban » Lau 30. Jan 2010 05:44

þetta er í raun sára einfalt.

nýr aflgjafi kostar á bilinu 8 - 40 þús krónur (allt eftir því hvernig aflgjafa þú vilt og þarft)


þú veist í raun ekkert hvað þú ert að fara að gera.

þess má geta að þetta með spennuna í aflgjöfum er heilagur sannleikur, hún getur drepið þig auðveldlega.

þannig að spurningin sem að þú þarft að spurja þig er....

er líf þitt meira virði en 8 - 40 þús króna virði ???



og já, til allra hinna sem að finnst ég vera of "easy/rólegur/soft/mikil kelling"
ég sjálfur veit að það er þannig séð tiltöluelga auðvelt að skipta um viftu í aflgjafa EF maður veit hvað maður er að gera.
en það er alltaf spurning um þetta EF


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Spennugjafi, látið í friði?

Pósturaf JReykdal » Lau 30. Jan 2010 13:29

Held að það sé nú frekar meinlaust að opna hann og rannsaka málið.

Stundum er þetta easy as pie. Ætti að sýna sig strax.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Spennugjafi, látið í friði?

Pósturaf Daz » Lau 30. Jan 2010 15:38

JReykdal skrifaði:Held að það sé nú frekar meinlaust að opna hann og rannsaka málið.

Stundum er þetta easy as pie. Ætti að sýna sig strax.


Já, rafmagn drepur mann frekar hratt.




Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Spennugjafi, látið í friði?

Pósturaf Gets » Lau 30. Jan 2010 17:07

Það er ýmislegt hægt ef maður getur spilað soltið af fingrum fram, ég moddaði þennan eftir að viftan sem var aftan á honum stoppaði.
Það hefði verið einfalt að skipta henni út, en það hefði ekkert verið jafn gaman af því :D Ég setti svo aftur stálgrind fyrir gatið að aftan og gúmíborða á stálið utan með nýju viftuni.



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Spennugjafi, látið í friði?

Pósturaf chaplin » Lau 30. Jan 2010 18:02

Getur verið MJÖG hættulegt!

Ef þú ætlar að fara fikta vertu þá ekki með neitt járn/málm ect á þér (hringir, hálsmen ofl!) - Vertu með anti static armband! - Láttu aflgjafa vera straumlausan í góðan tíma áður en þú gerir eitthvað, 2 daga er hugsanlega fínt, gæti þó tekið styttri eða lengri tíma.

Slepptu öllu rugli og fáðu þér nýjan aflgjafa.




Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Spennugjafi, látið í friði?

Pósturaf Blackened » Lau 30. Jan 2010 18:20

rólegir drengir.. það er ekki eins og hann sé að höndla með sprengiefni.. mér þykir það AFSKAPLEGA hæpið að hann myndi deyja þó hann fengi stuð úr svona þétti.. það er kannski óþægilegt.. og hann gæti mögulega fengið brunasár og kannski verið aumur á eftir..
en hann er ekkert að fara að deyja! strákar.. hafiði heyrt um rafbyssur? eru notaðar af löggum víða um heim.. það er 5þúsund volta spenna sem er hleypt á menn í nokkrar sek í einu ;)

mesta hættan við rafmagn er ef að rafmagnið finnur sér leið í gegnum þig og í gegnum hjartað eða hausinn á þér tildæmis ef að þú heldur í jörð öðrumeginn og tekur utanum eitthvað magn af rafmagni með hinni hendinni og rafmagnið flæðir stystu leið í jörð sem það finnur.. í gegnum hjartað á þér og getur valdið hjartsláttartruflunum eða einfaldlega hjartastoppi..

ég gæti ekki talið það hvað ég hef fengið oft stuð og ennþá er ég lifandi ;)

vissulega er hægt að drepa sig á öllu.. en ef að hann er ekki mikið að nudda andlitinu ofaní þetta þá ætti þetta að vera pís of keik ;)



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Spennugjafi, látið í friði?

Pósturaf chaplin » Lau 30. Jan 2010 18:26

Police tasers have 50,000 volts, but that is not harmful. Amperage is what is deadly. Tasers have less than .02 amps, which is 30 times less than the lethal dosage of .7 amps.


Veistu hve mörg amper aflgjafi er eða getur verið?



Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Spennugjafi, látið í friði?

Pósturaf Oak » Lau 30. Jan 2010 18:29

já en hann er ekki svona mörg amper þegar að hann er ekki í sambandi...


i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Spennugjafi, látið í friði?

Pósturaf biturk » Lau 30. Jan 2010 18:37

Oak skrifaði:já en hann er ekki svona mörg amper þegar að hann er ekki í sambandi...


rangt, þéttarnir virka eins og geimsla, getur verið alveg jafn mikil spenna og amper inní þeim sem losnar beint í þig við snertingu ef þú ert ekki varkár.


sama dæmið og að snerta ekki háspennukefli á bíl, draslið í túbusjónvörpum og skjáum og innstunguna heima hjá þér, þetta getur drepið þig ef þú veist ekki hvað þú ert að gera.


ef þú leggur í þetta skaltu hlusta á okkur sem erum að tala hjérna um hætturnar, fyrir utan það hvað það getur verið ógeðslega vont að fá mikinn straum í sig getur þetta drepið þig og því skal framkvæma svona með varúð.


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Spennugjafi, látið í friði?

Pósturaf SteiniP » Lau 30. Jan 2010 19:06

daanielin skrifaði:Vertu með anti static armband!

ALDREI aldrei vera með antistatic arm band þegar verið er að höndla háspennu tæki.



Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Spennugjafi, látið í friði?

Pósturaf Oak » Sun 31. Jan 2010 03:37

þéttir geymir bara spennu...fullt af fólki þar á meðal ég hef fengið gott stuð af þétti en það drepur mann ekki.


i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Spennugjafi, látið í friði?

Pósturaf CendenZ » Sun 31. Jan 2010 11:51

Oak skrifaði:þéttir geymir bara spennu...fullt af fólki þar á meðal ég hef fengið gott stuð af þétti en það drepur mann ekki.


Þéttarr úr litlum rafmagnstækjum og þéttar úr psu-m eru ekki beint sambærilegir :|
Annars er svosem ekkert að því að opna PSU-ið og skoða.. bara passa sig að vera ekkert að koma við neitt nema viftuna og tengt henni.

btw, skiptir engu hvort þú sért jarðtengdur eða í gúmmístígvélum eða hvaðeina, í psum er bæði dc+ og -, svo ef þú kemur við rangan hlut þá er komin leið í gegn og þú færð stuð :wink:

Lestu þetta:
http://www.repairfaq.org/REPAIR/F_SwitcherPS.html
http://www.qrp4u.de/docs/en/smps_new/




Arnarr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 367
Skráði sig: Þri 12. Okt 2004 21:28
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Spennugjafi, látið í friði?

Pósturaf Arnarr » Sun 31. Jan 2010 12:10

biturk skrifaði:
Oak skrifaði:já en hann er ekki svona mörg amper þegar að hann er ekki í sambandi...


rangt, þéttarnir virka eins og geimsla, getur verið alveg jafn mikil spenna og amper inní þeim sem losnar beint í þig við snertingu ef þú ert ekki varkár.


sama dæmið og að snerta ekki háspennukefli á bíl, draslið í túbusjónvörpum og skjáum og innstunguna heima hjá þér, þetta getur drepið þig ef þú veist ekki hvað þú ert að gera.


ef þú leggur í þetta skaltu hlusta á okkur sem erum að tala hjérna um hætturnar, fyrir utan það hvað það getur verið ógeðslega vont að fá mikinn straum í sig getur þetta drepið þig og því skal framkvæma svona með varúð.


Flestir þéttar missa mjög fljótt hleðsluna eftir að straumurinn hefur verið rofinn... mjög sniðugt eins og einhver tók framm hér að ýta nokkrum sinnum á kveiki takkan á tölvuni eftir að búið er að aftengja rafmagnssnúruna, það tekur þá alla þá spennu sem eftir er í honum og í guðana bænum ALDREI vera með anti static armband ef þú ert að eiga við háspennu!




tomas.arnason
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Lau 06. Feb 2010 17:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Spennugjafi, látið í friði?

Pósturaf tomas.arnason » Sun 07. Feb 2010 01:13

Arnarr skrifaði:Flestir þéttar missa mjög fljótt hleðsluna eftir að straumurinn hefur verið rofinn... mjög sniðugt eins og einhver tók framm hér að ýta nokkrum sinnum á kveiki takkan á tölvuni eftir að búið er að aftengja rafmagnssnúruna, það tekur þá alla þá spennu sem eftir er í honum og í guðana bænum ALDREI vera með anti static armband ef þú ert að eiga við háspennu!


Þéttar geta nú haldið spennu í marga mánuði ... Ætti að vera nóg að slökkva á spennugjafanum og hafa eitthvað tengt á útgangana, til þess að klára rásina í spennugjafanum og þannig afhlaða þéttana.

Tek undir þetta með anti-static armbandið, hugsaðu þetta lógísk, þú ert með armbandið í vinstri, og ert að fikta með hægri. Hvað er á milli ... Jú hjartað í þér, sem er nokkuð viðkvæmt fyrir leiðrétting - straumpúlsum. En þar sem þetta er jafnspenna er þetta bara einn púls, ekki 50 á sekúndu eins og ef um innstungu væri að ræða.

Sagt er að 30mA geti drepið þig, 60W ljósapera tekur 260mA (60/230). Maður finnur lítið fyrir spennu undir 50 voltum.
Síðast breytt af tomas.arnason á Sun 07. Feb 2010 03:19, breytt samtals 1 sinni.


MacBook Pro 2.53 Ghz (Mid 2009)
iMac G4 1 Ghz (2003)
Machintosh LC II 16 Mhz (1992)

Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3362
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Spennugjafi, látið í friði?

Pósturaf mercury » Sun 07. Feb 2010 02:02

það er yfirleitt ekki spennan "volt" sem drepur þig heldur straumurinn "amper". ég myndi bara láta þetta eiga sig og kaupa nýjan ;)



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Spennugjafi, látið í friði?

Pósturaf Danni V8 » Sun 07. Feb 2010 02:42

Ég fékk einu sinni straum úr pínu litlum þétti back in the days þegar ég var að læra grunndeild rafiðnaðs í skólanum. Það var BARA óþæginlegt og ég öskraði eins og lítil smástelpa fyrir framan alla :oops: En það var bara einhver kid stuff þéttir miðað við þessa sem eru notaðir í aflgjöfum...


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2409
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 156
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Spennugjafi, látið í friði?

Pósturaf Black » Fim 18. Feb 2010 20:57

ég hef fengið rafstuð svo oft úr alskonar raftækjum og manni bregður bara,, hef fengið rafstuð frá þéttum úr Gítarmagnara.. t.d það var ekkert þægilgt en maður fer ekkert að grenja sko :8)

Taktu þetta í sundur drengur og skoðaðu fiktaðu og lærðu ! :twisted:


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Spennugjafi, látið í friði?

Pósturaf Gúrú » Fim 18. Feb 2010 21:32

Black skrifaði:ég hef fengið rafstuð svo oft úr alskonar raftækjum og manni bregður bara,, hef fengið rafstuð frá þéttum úr Gítarmagnara.. t.d það var ekkert þægilgt en maður fer ekkert að grenja sko :8)
Taktu þetta í sundur drengur og skoðaðu fiktaðu og lærðu ! :twisted:

Sennilega versta advice sem að litið hefur vaktina.


Modus ponens

Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Spennugjafi, látið í friði?

Pósturaf GullMoli » Fim 18. Feb 2010 23:25

Jesús.. prufaðu bara að skrúfa skrúfurnar úr og opna aflgjafann, ef þú sérð að þetta er ekkert mál þá ætti þetta ekki að vera neitt mál. Passaðu þig bara þegar þú unpluggar viftuna, þeas ef að henni er stungið í samband, og svo líka þegar þú ætlar að stinga nýrri í samband.

Ég lenti reyndar í því að nýja viftan virkaði ekkert í tenginu í aflgjafanum sjálfum svo ég leiddi bara snúruna út úr honum og tengdi eins og hverja aðra viftu í 12 pinna tengi :P Virkar fínt og er mjög sáttur.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


starionturbo
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
Reputation: 8
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: Spennugjafi, látið í friði?

Pósturaf starionturbo » Fös 19. Feb 2010 01:00

Haha vá djöfulsins bullið hérna inná maður.

Mynd hér fyrr í þræðinum er af þétti sem er 120 µA og 400 Volt sem jafngildir um 0.048 watt.

Þess má geta að kubba batteríin sem menn hafa örugglega prufað að skella framan á tunguna á sér eru um það bil 5 watt.

Þéttir í PSU hefur enga hleðslu 2 mínútum eftir að það er rofið rafmagn frá honum.

Hef haldið í báða póla á 12dcv, 5 farad þétti sem var fullhlaðinn án þess að finna eitthvað fyrir því

Horfið of mikið á bíómyndir.

Passa sig samt á litihum packs, það getur actually meitt þig!


Foobar

Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2409
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 156
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Spennugjafi, látið í friði?

Pósturaf Black » Fös 19. Feb 2010 03:01

starionturbo skrifaði:Haha vá djöfulsins bullið hérna inná maður.

Mynd hér fyrr í þræðinum er af þétti sem er 120 µA og 400 Volt sem jafngildir um 0.048 watt.

Þess má geta að kubba batteríin sem menn hafa örugglega prufað að skella framan á tunguna á sér eru um það bil 5 watt.

Þéttir í PSU hefur enga hleðslu 2 mínútum eftir að það er rofið rafmagn frá honum.

Hef haldið í báða póla á 12dcv, 5 farad þétti sem var fullhlaðinn án þess að finna eitthvað fyrir því

Horfið of mikið á bíómyndir.

Passa sig samt á litihum packs, það getur actually meitt þig!


Loksins! maður með viti


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |