Sælir strákar
þannig er mál með vexti að ég gaf kærustunni Nintendo Wii í jólagjöf, nema hvað að hún á bara gamalt 20" United túbusjónvarp, ekkert upp á það að klaga nema hvað að það er ekki alveg sama skemmtunin að spila á slíku sjónvarpi
Svo ég ætlaði að athuga hvort einhver ætti gamalt ca. 28" túbusjónvarp eða álíka sem honum vantaði að losna við gefins eða fyrir einhverja smápeninga
Veit ekki hvort þetta er fullmikil bjartsýni eða ekki, kemur bara í ljós
Vona að þið hafið allir haft það frábært yfir hátíðarnar og hlakka til að heyra í ykkur á þessu nýja flotta ári.
Beztu kveðjur,
Klemmi
Vantar sjónvarp
Re: Vantar sjónvarp
ég er búinn að sjá marga vera að auglýsa á barnalandi túbusjónvörp fyrir slikk ef að þú varst ekki búinn að kíkja þangað
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 4197
- Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
- Reputation: 1351
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar sjónvarp
JohnnyX skrifaði:ég er búinn að sjá marga vera að auglýsa á barnalandi túbusjónvörp fyrir slikk ef að þú varst ekki búinn að kíkja þangað
Búinn að vera að skoða það en virðist flest allt vera farið En ég held áfram að fylgjast með og þakka fyrir ábendinguna