Skakkiturn vs. Buy.is
Skakkiturn vs. Buy.is
Sælir,
Hvað finnst mönnum að Buy.is ætti að gera varðandi Apple vörurnar? Nú hefur borist lögfræðibréf þar sem Buy.is er sakað um að vera með ólöglega dreifingu á Apple vörum á Íslandi. Fyrir stuttu síðan kom eigandi Skakkaturns fram með yfirlýsingu á spjallþræði Maclantic um að Skakkiturn myndi í raun þjónusta allar apple vörur sem Buy.is selur nema I-Phone, í eitt ár frá söludegi. Viðræður voru hafnar við Skakkaturn um kaup á ábyrgðarþjónustu fyrir 2.árið þegar fyrra lögfræðibréfið barst. Þeim viðræðum var að sjálfsögðu slitið. Síðan kemur 2.lögfræðibréfið og þar er Buy.is sakað um að fara með rangt mál á vefsíðu sinni þar sem því er haldið fram að Skakkiturn muni sinna ábyrgðarviðhaldi í eitt ár frá söludegi vörunnar. Buy.is er hótað kæru til Neytendastofu vegna þessa. Búið er að taka út spjallþráðinn á Maclantic. Buy.is er jafnframt sakað um að brjóta lög með sölu á Apple vörum á Íslandi.
Er ekki bara langbest fyrir Buy.is að gefast upp og hætta tafarlaust allri sölu á Apple vörum? Á Buy.is að finna sér birgja fyrir Apple vörur innan Evrópusambandsins? Maður spyr sig auðvitað að þessu og fleiru þegar maður á í höggi við jafn ósvífna menn. Það væri gaman að heyra hvað ykkur finnst og þeim sem í kringum ykkur eru.
MBK
Friðjón
Buy.is
Hvað finnst mönnum að Buy.is ætti að gera varðandi Apple vörurnar? Nú hefur borist lögfræðibréf þar sem Buy.is er sakað um að vera með ólöglega dreifingu á Apple vörum á Íslandi. Fyrir stuttu síðan kom eigandi Skakkaturns fram með yfirlýsingu á spjallþræði Maclantic um að Skakkiturn myndi í raun þjónusta allar apple vörur sem Buy.is selur nema I-Phone, í eitt ár frá söludegi. Viðræður voru hafnar við Skakkaturn um kaup á ábyrgðarþjónustu fyrir 2.árið þegar fyrra lögfræðibréfið barst. Þeim viðræðum var að sjálfsögðu slitið. Síðan kemur 2.lögfræðibréfið og þar er Buy.is sakað um að fara með rangt mál á vefsíðu sinni þar sem því er haldið fram að Skakkiturn muni sinna ábyrgðarviðhaldi í eitt ár frá söludegi vörunnar. Buy.is er hótað kæru til Neytendastofu vegna þessa. Búið er að taka út spjallþráðinn á Maclantic. Buy.is er jafnframt sakað um að brjóta lög með sölu á Apple vörum á Íslandi.
Er ekki bara langbest fyrir Buy.is að gefast upp og hætta tafarlaust allri sölu á Apple vörum? Á Buy.is að finna sér birgja fyrir Apple vörur innan Evrópusambandsins? Maður spyr sig auðvitað að þessu og fleiru þegar maður á í höggi við jafn ósvífna menn. Það væri gaman að heyra hvað ykkur finnst og þeim sem í kringum ykkur eru.
MBK
Friðjón
Buy.is
MBK
Friðjón
Friðjón
Re: Skakkiturn vs. Buy.is
Ég myndi hætta og bara halda áfram með PC vörur þar sem að ég giska að þær eru mest selda hjá þér
Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Skakkiturn vs. Buy.is
Það er "Mac Spjallið" hérna Mun ekki sakna Apple varanna.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Skakkiturn vs. Buy.is
Mér finnst alltof auðveldlega sloppið fyrir Skakkaturn ef þú leggst bara á hliðina og hættir að selja Apple. Hver er þín réttarstaða? Er þetta löglegt hjá þeim? Er það ekki frekar þinn birgi í US sem er að brjóta "lög" apple frekar en þú? Ég myndi annaðhvort láta á reyna hvort þetta sé löglegt hjá þeim, eða gefa þeim langan fingur og finna birgja innan EU og auglýsa enn grimmar og reyna að vera með enn meira vöruúrval af apple vörum
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
- Reputation: 1
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Skakkiturn vs. Buy.is
Ég hélt þær væru skyldugir til að taka ábyrgð á öllum eplum, hvort sem það er keypt í Apple, buy.is eða Best Buy í hong kong.
Þ.e.a.s ef þær ætla að kalla sig löggildan þjónustuaðila.
Þ.e.a.s ef þær ætla að kalla sig löggildan þjónustuaðila.
-
- Vaktari
- Póstar: 2192
- Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
- Reputation: 0
- Staðsetning: /dev/random
- Staða: Ótengdur
Re: Skakkiturn vs. Buy.is
hehehe alltaf jafn gaman að sjá Mac-haters skrifa við svona þræði
En það er bara eitt sem mig langar að vita og það er hvort þið hafið átt tölvur frá Apple eða hafið einhverja reynslu af því sem þið eruð að tjá ykkur um? Er ekkert að reyna að vera með bögg eða neitt en langar bara að vita það. Veit að gardar er Linux maður en spurningin er hvort hann hafi prufað SnowLeopard almennilega.
Tek fram að ég er alls ekki neinn Mac-fanboy. Keypti mér Macbook því ég er hrifinn af UNIX kerfum og langaði að prufa Mac einu sinni. Þegar ég var í leit að fartölvu fyrir skólann að þá var skásti kosturinn að láta smygla Macbook í gegnum tollinn fyrir mig.
Eftir að hafa notað Mac í 4 mánuði að þá hef ég fátt að setja útá það nema að það má vera meira customizeable líkt og Linux kerfin. UNIX/LINUX tekur M$ í rassgatið anytime fyrir utan leiki...en þá er bara að dualboota eða vaxa úr grasi og hætta að spila tölvuleiki!
En BACK ON TOPIC...að þá hvet ég þig Friðjón til þess að sjá hver réttarstaða þín er og ef að Skakkiturn er að skjóta sig í fótinn og mun tapa málinu samkvæmt lögum að þá skaltu láta þá kæra þig og vinna þetta mál. Skakkiturn er ekkert annað en djöfullsins einokunarkompaný sem á að taka úr umferð.
En það er bara eitt sem mig langar að vita og það er hvort þið hafið átt tölvur frá Apple eða hafið einhverja reynslu af því sem þið eruð að tjá ykkur um? Er ekkert að reyna að vera með bögg eða neitt en langar bara að vita það. Veit að gardar er Linux maður en spurningin er hvort hann hafi prufað SnowLeopard almennilega.
Tek fram að ég er alls ekki neinn Mac-fanboy. Keypti mér Macbook því ég er hrifinn af UNIX kerfum og langaði að prufa Mac einu sinni. Þegar ég var í leit að fartölvu fyrir skólann að þá var skásti kosturinn að láta smygla Macbook í gegnum tollinn fyrir mig.
Eftir að hafa notað Mac í 4 mánuði að þá hef ég fátt að setja útá það nema að það má vera meira customizeable líkt og Linux kerfin. UNIX/LINUX tekur M$ í rassgatið anytime fyrir utan leiki...en þá er bara að dualboota eða vaxa úr grasi og hætta að spila tölvuleiki!
En BACK ON TOPIC...að þá hvet ég þig Friðjón til þess að sjá hver réttarstaða þín er og ef að Skakkiturn er að skjóta sig í fótinn og mun tapa málinu samkvæmt lögum að þá skaltu láta þá kæra þig og vinna þetta mál. Skakkiturn er ekkert annað en djöfullsins einokunarkompaný sem á að taka úr umferð.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16575
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Skakkiturn vs. Buy.is
Auðvitað væri auðveldasta leiðin að hætta bara. Og sleppa við kostnað og vesen.
En værir þú sáttur þannig? Ég er ekki sáttur með Icesave, ég vil láta reyna á þetta fyrir dómstólum.
Mér finnst þetta eiginlega vera orðið prinsippmál að beygja sig ekki "fyrirfram" undir þetta ofríki Herra Ákasonar.
En þú verður að fylgja þinni sannfæringu og fara þá leið sem þú telur vera þá bestu fyrir þig. Ef þú talar við lögspekinga sem segja þér að þetta sé vonlaust, þú tapir peningum og tíma þá myndi ég gleyma þessu. En ef þeir segja að líkur séu á að þú vinnir og brjótir þar niður þessa einokun sem hér er í gangi þá myndi ég ekki hugsa mig tvisvar um.
Hvaða ákvörðum sem þú tekur þá er eitt alveg á hreinu þú ert með fólkið á bak við þig og því meira sem eigendur skakkaturns hamast í að reyna að stoppa þig því meiri óleik eru þeir að gera sjálfum sér.
Fólk er ekki heimkst, það fylgsti með.
Gangi þér sem allra best, hvaða ákvörðun sem mun verða ofan á hjá þér.
En værir þú sáttur þannig? Ég er ekki sáttur með Icesave, ég vil láta reyna á þetta fyrir dómstólum.
Mér finnst þetta eiginlega vera orðið prinsippmál að beygja sig ekki "fyrirfram" undir þetta ofríki Herra Ákasonar.
En þú verður að fylgja þinni sannfæringu og fara þá leið sem þú telur vera þá bestu fyrir þig. Ef þú talar við lögspekinga sem segja þér að þetta sé vonlaust, þú tapir peningum og tíma þá myndi ég gleyma þessu. En ef þeir segja að líkur séu á að þú vinnir og brjótir þar niður þessa einokun sem hér er í gangi þá myndi ég ekki hugsa mig tvisvar um.
Hvaða ákvörðum sem þú tekur þá er eitt alveg á hreinu þú ert með fólkið á bak við þig og því meira sem eigendur skakkaturns hamast í að reyna að stoppa þig því meiri óleik eru þeir að gera sjálfum sér.
Fólk er ekki heimkst, það fylgsti með.
Gangi þér sem allra best, hvaða ákvörðun sem mun verða ofan á hjá þér.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 347
- Skráði sig: Fös 13. Feb 2009 17:23
- Reputation: 0
- Staðsetning: hérna
- Staða: Ótengdur
Re: Skakkiturn vs. Buy.is
ertu löglegur ef þú finnur EU birgja? ef svo er mæli ég með því og selur enn fastar og skakkiturninn getur ekki gert neitt við því!.
Re: Skakkiturn vs. Buy.is
Ég get ekki séð að buy.is gæti staðið í máli gegn Skakkaturn/Apple.
Líklegt er að yfirlýsing á spjallþræðinum um ábyrgð verði gott sem ógild hvað lagakerfið varðar.
Eigendur og umboðsaðilar Apple merkisins hér sem og á öðrum stöðum virðast ganga verulega langt til að ganga í skugga um að þeir ráði algjörlega yfir dreifingu og verðlagningu á Apple vörum.
Hvort sem þú vinnur mál gegn Apple/Skakkaturn fyrir dómstóli á íslandi þá mun það líklega hafa takmörkuð raunveruleg áhrif. Svo lengi sem Apple stendur við bakið á Skakkaturn geta þeir stöðvað innflutning þinn með að beita birgja þinn þrýsting (neitun á að selja honum vöruna eða gera það á mjög háu verði).
Að finna birgja innan evrópu mun eflaust skila sér í hærra innkaupsverði og um leið og eitthvað marktækt magn byrjar að fara í gegnum buy.is er líklegt að Skakkiturn byrji aftur að toga í spotta til að stöðva það.
Miðað við þessar forsendur er ekki órökrétt að telja þetta besta leikinn í stöðunni:
Hætta að minnsta kosti í bili að selja Apple vörur, skoða verð hjá evrópskum birgjum, fá álit neytendastofu(það er þó yfirleitt bara leiðbeinandi), fá álit lögmanns hvort að það standist evrópsk lög að banna þér að selja apple vörur innfluttar frá evrópu.
Reynist svo að Apple geti ekki með lögum stöðvað aðila á íslandi í að flytja inn Apple vörur frá evrópu og selja þá er ennþá eftir vandamálið með birgjaþrýsting. En það væri seinni tíma mál sem má leysa með öðrum ráðum.
Aðgerðir Skakkaturns virðast hér fara saman við aðferðir Apple til svona mála.
Líklegt er að yfirlýsing á spjallþræðinum um ábyrgð verði gott sem ógild hvað lagakerfið varðar.
Eigendur og umboðsaðilar Apple merkisins hér sem og á öðrum stöðum virðast ganga verulega langt til að ganga í skugga um að þeir ráði algjörlega yfir dreifingu og verðlagningu á Apple vörum.
Hvort sem þú vinnur mál gegn Apple/Skakkaturn fyrir dómstóli á íslandi þá mun það líklega hafa takmörkuð raunveruleg áhrif. Svo lengi sem Apple stendur við bakið á Skakkaturn geta þeir stöðvað innflutning þinn með að beita birgja þinn þrýsting (neitun á að selja honum vöruna eða gera það á mjög háu verði).
Að finna birgja innan evrópu mun eflaust skila sér í hærra innkaupsverði og um leið og eitthvað marktækt magn byrjar að fara í gegnum buy.is er líklegt að Skakkiturn byrji aftur að toga í spotta til að stöðva það.
Miðað við þessar forsendur er ekki órökrétt að telja þetta besta leikinn í stöðunni:
Hætta að minnsta kosti í bili að selja Apple vörur, skoða verð hjá evrópskum birgjum, fá álit neytendastofu(það er þó yfirleitt bara leiðbeinandi), fá álit lögmanns hvort að það standist evrópsk lög að banna þér að selja apple vörur innfluttar frá evrópu.
Reynist svo að Apple geti ekki með lögum stöðvað aðila á íslandi í að flytja inn Apple vörur frá evrópu og selja þá er ennþá eftir vandamálið með birgjaþrýsting. En það væri seinni tíma mál sem má leysa með öðrum ráðum.
Aðgerðir Skakkaturns virðast hér fara saman við aðferðir Apple til svona mála.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 239
- Skráði sig: Lau 15. Ágú 2009 04:38
- Reputation: 0
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Skakkiturn vs. Buy.is
Er semsagt ólöglegt að stunda samkeppni við þessa fáránlega overpriced apple búð? Ef svo er, þá myndi ég bara hætta með þetta apple dót. En þeir segja að dótið sé í ábyrgð í 1 ár, samkv. íslenskum lögum verður allt að vera í ábyrgð í 2 ár..
Annars finnst mér þetta frábær umfjöllun fyrir apple búðina...okrarar sem verða brjálaðir yfir samkeppni, og gera það af verkum að fólki dettur ekki í hug að versla við þá. Ég segi go buy.is.
Annars finnst mér þetta frábær umfjöllun fyrir apple búðina...okrarar sem verða brjálaðir yfir samkeppni, og gera það af verkum að fólki dettur ekki í hug að versla við þá. Ég segi go buy.is.
i5 6600k Asus Z170k 16GB DDR4 MSI GTX 1070
-
- Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Skakkiturn vs. Buy.is
coldcut skrifaði:...en þá er bara að dualboota eða vaxa úr grasi og hætta að spila tölvuleiki!
...
-
- Nörd
- Póstar: 136
- Skráði sig: Lau 01. Nóv 2008 22:13
- Reputation: 0
- Staðsetning: Rkjnes
- Staða: Ótengdur
Re: Skakkiturn vs. Buy.is
Hvernig er það,
Er ekki þó nokkuð af ‘‘vörum‘‘ sem eru ‘‘Apple compatable‘‘ þe. ekki framleitt af Apple en gert fyrir Apple vélar.
Td. EVGA skjákort, minni, harðir diskar osfr.
Sumsé sleppa vörunum sem Apple framleiða sjálfir en bjóða þá frekar upp á hitt dótið.
Ég neita að trúa því að fjöldi Apple notenda í einka-geiranum sé það stór að það taki því að vera í málferlum vegna þeirra.
Apple notendurnir í Fyrirtækjageiranum eru ekki svo mikið að spá í hvað hlutirnir kosta,
þannig að þeir versla við Skakkaturnin hvort eð er.
Er ekki þó nokkuð af ‘‘vörum‘‘ sem eru ‘‘Apple compatable‘‘ þe. ekki framleitt af Apple en gert fyrir Apple vélar.
Td. EVGA skjákort, minni, harðir diskar osfr.
Sumsé sleppa vörunum sem Apple framleiða sjálfir en bjóða þá frekar upp á hitt dótið.
Ég neita að trúa því að fjöldi Apple notenda í einka-geiranum sé það stór að það taki því að vera í málferlum vegna þeirra.
Apple notendurnir í Fyrirtækjageiranum eru ekki svo mikið að spá í hvað hlutirnir kosta,
þannig að þeir versla við Skakkaturnin hvort eð er.
Re: Skakkiturn vs. Buy.is
Ég mundi bera þetta undir samkeppniseftirlitið.
Þetta er samkeppnishamlandi og kemur á einokun á markaðinum.
Það er fáránlegt að einhverjir einkaaðilar geti samið sín á milli til að koma slíku á.
Minn skilningur á þessu máli er eftirfarandi:
Sá sem selur þér Apple vörur í USA er að brjóta samninginn sem hann gerði (líklega) við Apple um að selja ekki vörur til endursölu, sérstaklega ekki utan USA.
Þú aftur á móti ert ekki að brjóta neina samninga og engin lög.
Það má svo einnig benda á að þú ert að kaupa vörur af smásala erlendis og í litlu magni (eins og staðan er).
Skaðinn er aðallega tilfinnalegur hjá Skakkaturni því verðlagning þeirra verður gegnsærri, þ.e.a.s hversu svakaleg álagning þeirra er, það finnst þeim óþolandi.
Ef ég væri þú þá mundi ég fara í hart, fara þó varlega í allan kostnað og sjá hvernig íslenskir dómstólar gætu rökstutt það að stöðva þinn innflutning á einhverri vöru vegna saminga sem koma þér ekkert við.
Þetta er samkeppnishamlandi og kemur á einokun á markaðinum.
Það er fáránlegt að einhverjir einkaaðilar geti samið sín á milli til að koma slíku á.
Minn skilningur á þessu máli er eftirfarandi:
Sá sem selur þér Apple vörur í USA er að brjóta samninginn sem hann gerði (líklega) við Apple um að selja ekki vörur til endursölu, sérstaklega ekki utan USA.
Þú aftur á móti ert ekki að brjóta neina samninga og engin lög.
Það má svo einnig benda á að þú ert að kaupa vörur af smásala erlendis og í litlu magni (eins og staðan er).
Skaðinn er aðallega tilfinnalegur hjá Skakkaturni því verðlagning þeirra verður gegnsærri, þ.e.a.s hversu svakaleg álagning þeirra er, það finnst þeim óþolandi.
Ef ég væri þú þá mundi ég fara í hart, fara þó varlega í allan kostnað og sjá hvernig íslenskir dómstólar gætu rökstutt það að stöðva þinn innflutning á einhverri vöru vegna saminga sem koma þér ekkert við.
Re: Skakkiturn vs. Buy.is
Sælir,
já, við látum ekki bugast og sjáum hvað verður.
takk fyrir stuðninginn.
MBK
Friðjón
Buy.is
já, við látum ekki bugast og sjáum hvað verður.
takk fyrir stuðninginn.
MBK
Friðjón
Buy.is
MBK
Friðjón
Friðjón
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16575
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
UPDATE!
Reykjavík 14. janúar 2010
Marteinn Másson hrl.
Lágmúla 7
108 Reykjavík
Varðar: Kröfur Skakkaturns ehf. skv. bréfi dags. 22.12.2009 til FBG ehf.
Í tilefni af bréfi yðar, dags 29.12.2009 þar sem þér óskið eftir afriti af umboðssamningi umbj.m. og Apple sem krafa umbj.m. byggist á skal bent á að í samningnum eru ýmis atriði sem eru trúnaðarmál og varða ekki þennan ágreining.Er því ekki unnt að afhenda samninginn í heild sinni til yðar. Hins vegar, eru eftirgreind ákvæði í samningnum sem varða heimildir umbj.m. til þess að gæta hagsmuna Apple í þessu máli;
„
Framangreind ákvæði samningsins eru skýr um að 1) umbj.m. má ekki selja vörur sem markaðssettar eru utan EES og að honum beri að tilkynna Apple um samhliða innflutning og 2) umbj.m. sé rétt og skylt að vernda hugverkarétt Apple. Í framangreindu felst að umbj.m. getur gert þær kröfur f.h. Apple að umbj.y. láti þegar af samhliða innflutningi til Íslands frá sölusvæðum utan EES.
Að því er varðar staðhæfingar yðar um meintar yfirlýsingar umbj.m. á „Maclantic spjallþræðinum“ um að umbj.m. veitti þjónustu fyrir allar vörur sem FBG ehf. selur, þá er því mótmælt að umbj.m. hafi gefið einhverjar yfirlýsingar um að ábyrgjast eða þjónusta samhliða innfluttar Apple vörur. Hvað svo sem öðru líður er ljóst að yfirlýsing um þjónustu, væri hún gefin, felur ekki í sér ábyrgð á vörunni eins og ranglega staðhæft er á vefsíðu umbj.y. Stendur því eftir að yfirlýsing umbj.y. fer gegn lögum nr. 57/2005.
Þess er óskað að umbj.y. staðfesti við undirritaðan eigi síður en n.k. mánudag að hann fallist á stöðvun innflutnings og sölu á Apple vörum frá USA. Ella verður lögð fram lögbannskrafa og kvörtun til Neytendastofu án fyrirvara.
Virðingarfyllst,
Hróbjartur Jónatansson hrl.
Marteinn Másson hrl.
Lágmúla 7
108 Reykjavík
Varðar: Kröfur Skakkaturns ehf. skv. bréfi dags. 22.12.2009 til FBG ehf.
Í tilefni af bréfi yðar, dags 29.12.2009 þar sem þér óskið eftir afriti af umboðssamningi umbj.m. og Apple sem krafa umbj.m. byggist á skal bent á að í samningnum eru ýmis atriði sem eru trúnaðarmál og varða ekki þennan ágreining.Er því ekki unnt að afhenda samninginn í heild sinni til yðar. Hins vegar, eru eftirgreind ákvæði í samningnum sem varða heimildir umbj.m. til þess að gæta hagsmuna Apple í þessu máli;
„
Framangreind ákvæði samningsins eru skýr um að 1) umbj.m. má ekki selja vörur sem markaðssettar eru utan EES og að honum beri að tilkynna Apple um samhliða innflutning og 2) umbj.m. sé rétt og skylt að vernda hugverkarétt Apple. Í framangreindu felst að umbj.m. getur gert þær kröfur f.h. Apple að umbj.y. láti þegar af samhliða innflutningi til Íslands frá sölusvæðum utan EES.
Að því er varðar staðhæfingar yðar um meintar yfirlýsingar umbj.m. á „Maclantic spjallþræðinum“ um að umbj.m. veitti þjónustu fyrir allar vörur sem FBG ehf. selur, þá er því mótmælt að umbj.m. hafi gefið einhverjar yfirlýsingar um að ábyrgjast eða þjónusta samhliða innfluttar Apple vörur. Hvað svo sem öðru líður er ljóst að yfirlýsing um þjónustu, væri hún gefin, felur ekki í sér ábyrgð á vörunni eins og ranglega staðhæft er á vefsíðu umbj.y. Stendur því eftir að yfirlýsing umbj.y. fer gegn lögum nr. 57/2005.
Þess er óskað að umbj.y. staðfesti við undirritaðan eigi síður en n.k. mánudag að hann fallist á stöðvun innflutnings og sölu á Apple vörum frá USA. Ella verður lögð fram lögbannskrafa og kvörtun til Neytendastofu án fyrirvara.
Virðingarfyllst,
Hróbjartur Jónatansson hrl.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2859
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Reputation: 217
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
Re: Skakkiturn vs. Buy.is
Ég hugsa að Skakkiturninn hafi misst töluverðan fjölda af viðskiptavinum við þennan gjörning. Ég álykta að þetta standist hugsanlega ekki rétthærri lög, þ.e. það er samningafrelsi að því bundnu að rétthærri lög séu ekki brotinn.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 387
- Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
- Reputation: 83
- Staða: Ótengdur
Re: Skakkiturn vs. Buy.is
Þetta er drullukompaní sem hefur hvort eð er ekkert verið að taka ábyrgð á neinu.
Þeir t.d. taka ekki ábyrgð á neinu sem gamla kennitalan seldi og það eru rosalega margir sem eiga mac vélar, ipod ofl sem hafa bilað og fá ekkert út úr ábyrgð því "gamla"fyrirtækið seldi þetta.
Það er ekki hægt að segja einhverjum að hann megi ekki flytja inn eitthvað merki því það er bara ekki til neitt sem heitir EINKAumboð lengur þannig að hann getur ekkert bannað þér að selja mac hérna.
Hann aftur á móti getur neitað að bæta vélar sem þú selur, það ert þú sem þarft að gera það.
Ég vona að þú ætlir ekki að hætta sölu á þessum vélum, ekki það að ég kunni vel við þær heldur bara það að ég er svo á móti því sem þessi drullusokkur hefur verið að gera í viðskiptum svo þú mátt alveg velgja honum undir uggum.
Þeir t.d. taka ekki ábyrgð á neinu sem gamla kennitalan seldi og það eru rosalega margir sem eiga mac vélar, ipod ofl sem hafa bilað og fá ekkert út úr ábyrgð því "gamla"fyrirtækið seldi þetta.
Það er ekki hægt að segja einhverjum að hann megi ekki flytja inn eitthvað merki því það er bara ekki til neitt sem heitir EINKAumboð lengur þannig að hann getur ekkert bannað þér að selja mac hérna.
Hann aftur á móti getur neitað að bæta vélar sem þú selur, það ert þú sem þarft að gera það.
Ég vona að þú ætlir ekki að hætta sölu á þessum vélum, ekki það að ég kunni vel við þær heldur bara það að ég er svo á móti því sem þessi drullusokkur hefur verið að gera í viðskiptum svo þú mátt alveg velgja honum undir uggum.
-
- Vaktari
- Póstar: 2192
- Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
- Reputation: 0
- Staðsetning: /dev/random
- Staða: Ótengdur
Re: Skakkiturn vs. Buy.is
Það eina sem ég sé í stöðunni er að fá einhvern gáfaðan lögfræðing til þess að leggjast yfir þetta og sjá hvort að samningur Apple við Skakka Turn standist íslensk neytenda/umboðs lög.
Ef að hann gerir það ekki að þá er bara að fara í hart en annars er Friðjóni nauðugur sá kostur að hætta að selja Apple-vörur
Ef að hann gerir það ekki að þá er bara að fara í hart en annars er Friðjóni nauðugur sá kostur að hætta að selja Apple-vörur
-
- Besserwisser
- Póstar: 3963
- Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
- Reputation: 0
- Staðsetning: Seltjarnarnes
- Staða: Ótengdur
Re: Skakkiturn vs. Buy.is
coldcut skrifaði:...en annars er Friðjóni nauðugur sá kostur að hætta að selja Apple-vörur
Frá BNA. Ef hann finnur seljanda innan ESB er hann í kjör aðstöðu. En þetta er eflaust stórt ef.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
Re: Skakkiturn vs. Buy.is
Talaðu bara við samkeppniseftirlitið og ef þeir segja að þeir muni ekkert gera þá bara hættiru að selja þetta. Algjör óþarfi að fara borga lögfræðingi fyrir einhvað sem að ég held að bæði BT og Elko hafa reynt. Ef þið haldið að Microsoft sé slæmt þá er Apple 100 sinnum verri, annars held ég að Mac sé alltaf að líkjast PC tölvum meir og meir. Þeir nota Intel örgjörva, venjulega diska og annað. Eina von Apple er að halda áfram að selja þessa ljótu hommalegu tölvukassa og stýrikerfið sem á að vera svo æðislegt og láta það bara virka almennilega á PC tölvum.
Re: Skakkiturn vs. Buy.is
Blákaldar staðreindir málsins.
1) Skakkiturn þarf ekki að veita neina ábyrgð endurgjaldslaust.
2) Buy.is má flytja inn Aplle vörur og selja af vild enda ekkert sem stöðvar, hamlar eða skerðir frelsi BUY.is í þessu máli.
3) Buy.is er ekki viðurkenndur þjónustuaðili Apple á Íslandi, ég mundi taka það fram í á vef BUY.is en skv. lögum er 2 ár neytendaábyrgð á framleiðslugöllum.
4) Ég mundi leggja ögn meira á Apple vörurnar og greiða fyrir tryggingu eða eiga pening til að skipta út því sem bilar (og selja skilavarning til niðurrifs á spjallvaktinni).
5) Ég mundi ráðfæra mig við lögfræðing, þú ert í Win/Win aðstöðu þar sem Skakkiturn ÞARF að eltast við þig skv. þessum samningi til að rækja skuldbindingu við Apple. Þeir eru búnir að fara á hausinn einusinni og það er ekki eins og peningar vaxi á tránnum, sérstakelga ekki þegar þú ert að taka þá í rassgatið.
6) Ég mundi hafa samband beint við Apple og kanna möguleikana á að fá að yfirtaka samning Skakkaturns, líklega er fyrirtækið búið að skipta um kennitölu og hugsanlega var ekki fengið leyfi hjá Aplle fyrir að Skakkiturn mundi yfirtaka samninginn = opnar dyr.
7) Leita til samkeppnisyfirvalda hér á Íslandi áður en ég færi til lögfræðingsins og kanna hvort ég hefði mögulega gert e-h rangt.
Bara ekki gefa þetta eftir.
En svo er alltaf möguleiki á að kaupa tölvurnar, opna kassann og selja þær sem notaðar = þú þyrftir að greiða VSK af innkaupsverðinu við innflutninginn en öll ábyrgðarþjónusta yrði eins og hjá þeim sem kaupa vélar í USA... hjá viðurkenndum þjónustuaðila + reyna láta nótu erlendis frá fylgja (ef mögulegt)
1) Skakkiturn þarf ekki að veita neina ábyrgð endurgjaldslaust.
2) Buy.is má flytja inn Aplle vörur og selja af vild enda ekkert sem stöðvar, hamlar eða skerðir frelsi BUY.is í þessu máli.
3) Buy.is er ekki viðurkenndur þjónustuaðili Apple á Íslandi, ég mundi taka það fram í á vef BUY.is en skv. lögum er 2 ár neytendaábyrgð á framleiðslugöllum.
4) Ég mundi leggja ögn meira á Apple vörurnar og greiða fyrir tryggingu eða eiga pening til að skipta út því sem bilar (og selja skilavarning til niðurrifs á spjallvaktinni).
5) Ég mundi ráðfæra mig við lögfræðing, þú ert í Win/Win aðstöðu þar sem Skakkiturn ÞARF að eltast við þig skv. þessum samningi til að rækja skuldbindingu við Apple. Þeir eru búnir að fara á hausinn einusinni og það er ekki eins og peningar vaxi á tránnum, sérstakelga ekki þegar þú ert að taka þá í rassgatið.
6) Ég mundi hafa samband beint við Apple og kanna möguleikana á að fá að yfirtaka samning Skakkaturns, líklega er fyrirtækið búið að skipta um kennitölu og hugsanlega var ekki fengið leyfi hjá Aplle fyrir að Skakkiturn mundi yfirtaka samninginn = opnar dyr.
7) Leita til samkeppnisyfirvalda hér á Íslandi áður en ég færi til lögfræðingsins og kanna hvort ég hefði mögulega gert e-h rangt.
Bara ekki gefa þetta eftir.
En svo er alltaf möguleiki á að kaupa tölvurnar, opna kassann og selja þær sem notaðar = þú þyrftir að greiða VSK af innkaupsverðinu við innflutninginn en öll ábyrgðarþjónusta yrði eins og hjá þeim sem kaupa vélar í USA... hjá viðurkenndum þjónustuaðila + reyna láta nótu erlendis frá fylgja (ef mögulegt)
-
- Fiktari
- Póstar: 66
- Skráði sig: Mán 28. Mar 2005 19:14
- Reputation: 0
- Staðsetning: RVK
- Staða: Ótengdur
Re: Skakkiturn vs. Buy.is
RadoX skrifaði:Talaðu bara við samkeppniseftirlitið og ef þeir segja að þeir muni ekkert gera þá bara hættiru að selja þetta. Algjör óþarfi að fara borga lögfræðingi fyrir einhvað sem að ég held að bæði BT og Elko hafa reynt. Ef þið haldið að Microsoft sé slæmt þá er Apple 100 sinnum verri, annars held ég að Mac sé alltaf að líkjast PC tölvum meir og meir. Þeir nota Intel örgjörva, venjulega diska og annað. Eina von Apple er að halda áfram að selja þessa ljótu hommalegu tölvukassa og stýrikerfið sem á að vera svo æðislegt og láta það bara virka almennilega á PC tölvum.
Þú ert fáviti.
--------------------