Spurning varðandi PSU voltage

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Spurning varðandi PSU voltage

Pósturaf DoofuZ » Fös 18. Des 2009 23:56

Ég sit í þessum skrifuðu orðum fyrir framan tölvuna hans pabba en hann var eitthvað að tala um það um daginn að hún væri að frjósa pínu öðru hverju svo ég ákvað að athuga málið aðeins. Við fyrstu sýn sé ég lítið að, diskurinn er við góða heilsu samkvæmt SpeedFan og þar sé ég einnig að einu hitatölurnar sem koma þar, Local og Remote Temp, eru bæði í 35 gráðum í idle og þessi tölva er svotil eingöngu í idle, bara notuð í netið, svo þetta er allt saman svaka gott :)

En svo leit ég á voltage tölurnar og þrátt fyrir að ég viti nú ekki mikið um þær tölur að þá sá ég nú eitthvað bogið við eina þeirra og svo sé ég ekki betur, eftir smá fræðslu af Wikipedia, að þarna sé eitthvað vandamál á ferðinni :| Málið er að ég sé +2.5V sem SpeedFan segir mér að sé bara 1.48V, er það ekki slæmt? Eða skiptir ákkúrat þessi spenna engu máli?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Safnari
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2008 22:13
Reputation: 0
Staðsetning: Rkjnes
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi PSU voltage

Pósturaf Safnari » Lau 19. Des 2009 00:17

Athyglisvert, hvaða spenna á að vera 2.5V, getur það verið ddr minnið ?
Út úr spennugjafanum eiga að koma
+12, +5, +3.3, -12 stundum líka -5, tolerancana sérðu hér
http://pcsupport.about.com/od/insidethe ... erance.htm
Einu spennurnar sem móðurborðið "breytir" síðan er gildið fyrir minnið (td. fyrir ddr2 1.8V) og örran.
Athugaðu hvað CPUID Hardware Monitor segir um ástandið
http://www.cpuid.com/hwmonitor.php



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi PSU voltage

Pósturaf DoofuZ » Lau 19. Des 2009 00:41

Já, sæææll! :shock: Hardware Monitor segir mér ekki BAUN í BALA :? Það kemur bara ekkert þar.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Safnari
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2008 22:13
Reputation: 0
Staðsetning: Rkjnes
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi PSU voltage

Pósturaf Safnari » Lau 19. Des 2009 00:54

Það er nú með þetta eins og annað, stundum virkar það stundum ekki.
En ég setti upp speedfan hjá mér, og viti menn
samkvæmt speedfan eru +12Voltin mín að rokka milli 1.22V og 2.37Volt
Ekki beint traustvekjandi. Digitalmælirinn minn sýnir þó sanleikann sem er 12.16V
Kæmi mér ekki á óvart að speedfan sé að skrökva að þér líka.
En hvað stendur vinstra megin við +2.5V sem speedfan segir að sé 1.48V ?



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi PSU voltage

Pósturaf DoofuZ » Lau 19. Des 2009 02:47

Hvað meinaru með vinstra megin? Það stendur bara +2.5V: 1,48V :-k


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Safnari
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2008 22:13
Reputation: 0
Staðsetning: Rkjnes
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi PSU voltage

Pósturaf Safnari » Lau 19. Des 2009 10:42

Þú meinar, það stendur þá bara +2.5V = 1,48V
Rosa er ég hræddur um að þetta sé fullorðið móðurborð með AGP skjákorti.
Einu 2.5 volta notendurnir voru DDR1 minni og AGP 2x skjákort.
Það sem gæti verið að stríða þér er að AGP 4x og 8x kortin nota bara 1.5 til 1.7V
Miðað síðan við að þú sagðir í byrjun að hún frosnaði "stundum" þá er ég helst farin að halda að það sé ekkert vélrænt að vélinni.
Þ.e. ef einhver íhlutur sem þyrfti 2.5V, til að líða vel, fengi stöðugt bara 1.48V þá væri vélin altaf frjósandi.
Nei án þess að vita meira um vélbúnaðin, þá er ég orðin sannfærður um að þetta er AGP skjákort sem biður um og fær 1.5 V
(1.48 rúnað upp í 1.5) Speedfan er síðan bara að reporta þá spennu sem AGP kortið er að fá.
Case closed