vesen með skjákort


Höfundur
HómerZim
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Þri 15. Des 2009 18:26
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

vesen með skjákort

Pósturaf HómerZim » Þri 15. Des 2009 18:45

Lennti í því að tölvan ræsir sig, en skjárinn sýnir ekkert. Device managerinn finnur ekki skjákortið hjá mér (bara það sem er í móðurborðinu), þannig að ég búinn að setja það í samband og það virkar (með ömurlegum gæðum) Búinn að prófa setja nýja drivera, ath stillingar í bios, en sá ekkert sem virkaði þannig að tölvan findi aftur rétta skjákortið. (þetta er geforce 8600 GT). Eru menn með einhver góð ráð um hvað ég get gert - eða er kortið bara bilað ? (er einhver önnur leið að finna útur þessu, en að fá annað kort í vélina og prófa?)
Öll góð ráð vel þeginn




Höfundur
HómerZim
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Þri 15. Des 2009 18:26
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: vesen með skjákort

Pósturaf HómerZim » Lau 09. Jan 2010 01:22

Jæja,

Er búinn að reyna allt. (sem mér dettur í hug)
tók skjákortið úr, fór með það í viðgerð (var enn í ábyrgð) en þurfti að borga 1/2 vinnu því það ku ekkert vera að kortinu.

Búinn að update drivera á móðurborði, (sem er gigabyte ga-73pvm-s2h)
(var búinn að update drivera á skjákorti (sem er GeForce 8600 GT))
Buinn að hringla heilan helling í Biosnum, meðal annars resetta hann með því að taka batteríið úr.
- setja init á pci-e rauf
- stilla þannig að GPU veljist ef það er til staðar, annars onboard. (sá ekkert sem afneitaði alveg innbyggðu korti)
Búinn að uninstalla driverum fyrir innbyggða kortið. (vista reyndar finnur þá alltaf aftur)
Búinn að taka kortið úr og setja í nokkrusinnum, og reyna skaka því til í raufinni.

Svo var ég hættur að reyna, þá alltíeinu einn daginn kom skjakortið inn, og hagaði sér eins og það hefði ekkert í skorist.
En næsta dag þá hvarf það aftur og ekkert til þess spurst síðan.

Er einhver með reynslu af svona veseni ? öll góð ráð þeginn :)



Skjámynd

GrimurD
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: vesen með skjákort

Pósturaf GrimurD » Lau 09. Jan 2010 02:19

Getur ekki verið að PCI-E raufin hjá þér sé einfaldlega biluð? Kveiknar ekki ábyggilega á kortinu þegar þú kveikir á tölvunni ? Þetta hljómar amk eins og e-h skonar sambandsleysi(búinn að prufa annað skjákort?).


Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB

Skjámynd

kazgalor
Ofur-Nörd
Póstar: 239
Skráði sig: Lau 15. Ágú 2009 04:38
Reputation: 0
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: vesen með skjákort

Pósturaf kazgalor » Lau 09. Jan 2010 02:24

Hvaða stýrikerfi ertu að nota? Annars er ég sammála fyrri ræðumanni. Það eru miklar líkur á því að það sé einfaldlega eithvað að PCI-e raufinni.


i5 6600k Asus Z170k 16GB DDR4 MSI GTX 1070


SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: vesen með skjákort

Pósturaf SteiniP » Lau 09. Jan 2010 02:47

Prófaðu að disable'a onboard skjákortið í device manager.
Annars sammála síðustu tveimur. Ef þú getur, prófaðu þá PCIe raufina með einhverju öðru korti. PCIe hljóðkorti eða netkorti t.d.




Höfundur
HómerZim
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Þri 15. Des 2009 18:26
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: vesen með skjákort

Pósturaf HómerZim » Lau 09. Jan 2010 12:40

Er með Vista business (6.0.6002 service pack2 build 6002)
Var búinn að "disable" og "uninstall" innbyggða kortið í Device manager.

Ég hef ekki prófað pci-e raufina með öðru korti (aðalega vegna þess að ég á ekki annað pci-e kort - þarf að redda því)
En kortið í raufinni fer í gang (þ.e. viftan í skjákortinu snýst) en það segir kannski bara hálfa söguna.

En setjum svo að ég reddi öðru korti, og það sýnir sömu hegðun - þá ætti raufin að vera vandamálið eins og þið bendið á.
Hvað mynduð þið gera þá? borgar sig að fara með svona í viðgerð ? Eða kaupir maður bara nýtt móðurborð ?




dnz
has spoken...
Póstar: 157
Skráði sig: Fös 02. Okt 2009 17:49
Reputation: 0
Staðsetning: Á B-Long
Staða: Ótengdur

Re: vesen með skjákort

Pósturaf dnz » Lau 09. Jan 2010 13:12

Gæti verið að þetta sé ekki skjákortið? Var nýbúinn að kaupa mér tölvu og setti örgjörvakælinguna of langt frá örranum og hann vildi ekki starta tölvunni. Gæti verið að þetta sé hjá þér, kom nákvæmlega eins og hjá þér bara svartur skjár á startup


Intel Core i7 920 @ 2.66 með Hyper N520 | Gigabyte EX58-UD4P | Corsair 3*4GB DDR3 1600Mhz| Gigabyte GTX770 | Zalman 850W | VelociRaptor 150GB 10.000RPM(System) | Seagate 500GB 7200RPM | WD 400GB 7200RPM | Windows 7 Ultimate 64bit | Coolermaster HAF 932.


SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: vesen með skjákort

Pósturaf SteiniP » Lau 09. Jan 2010 16:27

Kemur einhver mynd frá kortinu í POST, áður en að stýrikerfið keyrir sig upp?
Ef svo er, þá er þetta líklegast eitthvað driver vesen og þú þarft kannski að hreinsa út alla grafík drivera með driver sweeper eða einhverju svipuðu.

Ef ekki þá myndi ég byrja á að prófa að uppfæra biosinn.

Ef þú átt ekkert annað kort þá er kannski einfaldast bara að kíkja með hana á verkstæði og borga 2000 kall í skoðunargjald.