Western Digital HD H.264 vandamál


Geita_Pétur
Nörd
Póstar: 108
Skráði sig: Fim 07. Okt 2004 00:44
Reputation: 0
Staðsetning: Island
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital HD H.264 vandamál

Pósturaf Geita_Pétur » Fim 19. Nóv 2009 21:55

Spáið í þaða... krónan og gengið eru í ruglinu en samt kostar þessi WD Live FJÖRTÍUÞÚSUNDKALL!!!! þegar hann kostar t.d. ekki nema $120 í bestbuy... Það er FIMMTÁNÞÚSUNDKALL!!!

Ég get keypt tvo í USA (og ætla gera það þar sem ég er að fara þangað í næstu viku) og samt átt tíuþúsundkall afgangs miðað við hvað einn svona kosta hér.

Þetta er náttúrulega ekki alveg í lagi svona djöfulleg álagning. Djöfulsins okurland þetta sker sem við búum á.
http://www.bestbuy.com/site/Western+Digital+-+WD+TV+Live+Media+Player/9539591.p?id=1218121172453&skuId=9539591&st=wd%20live&cp=1&lp=1



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital HD H.264 vandamál

Pósturaf Halli25 » Fös 20. Nóv 2009 11:19

Veit ekki hvaða rugl BestBuy er í en verð beint frá WD er 149$

og þar sem þetta er media spilari lendir þetta í IPOD tolli

149$*125(gengi)*10% frakt ca.*1,35(tollar og gjöld)* 1,245(vsk.)= 34.4434+ 1 ár aukalega í ábyrgð= 39990??


Starfsmaður @ IOD


ElbaRado
Ofur-Nörd
Póstar: 202
Skráði sig: Mið 16. Mar 2005 15:28
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital HD H.264 vandamál

Pósturaf ElbaRado » Fös 20. Nóv 2009 12:28

Já þessir tollar eru það sem hækkar þetta uppúr öllu valdi.




Geita_Pétur
Nörd
Póstar: 108
Skráði sig: Fim 07. Okt 2004 00:44
Reputation: 0
Staðsetning: Island
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital HD H.264 vandamál

Pósturaf Geita_Pétur » Fim 26. Nóv 2009 21:54

faraldur skrifaði:Veit ekki hvaða rugl BestBuy er í en verð beint frá WD er 149$

og þar sem þetta er media spilari lendir þetta í IPOD tolli

149$*125(gengi)*10% frakt ca.*1,35(tollar og gjöld)* 1,245(vsk.)= 34.4434+ 1 ár aukalega í ábyrgð= 39990??


$149 er smásöluverð svo að innflytjendur hljóta fá þetta á lægra verði.
Bestbuy er eflaust stórkaupandi og fær þetta því á betra verði en aðrir, en búðarverð hjá þeim er reyndar $149 og online verð $119, ég er nýkominn frá USA og keypti mér tvo svona, einn fyrir stofuna og einn fyrir svefnherbergið og fékk þá meira að segja á $119 þó að ég keypti þá in store :D

En afhverju ætti þetta að lenda í ipod tolli? Er ipod tollurinn ekki hár vegna þess að það er storage device? WD TV og WD TV LIVE eru ekki storage device og ættu því ekki að lenda í þessu tollaflokki.