Ég er sammála flestum hérna þó ég hafi ekki mikla reynslu af tölvukaupum, fékk alveg æðislega þjónustu í Kísildal þegar ég keypti lappann. Svo þegar ég rústaði honum næstum því, þurfti að láta gera við og það tókst ekki alveg, þá þurfti ég ekki að borga krónu í viðbót í seinna skiptið
Man nú þegar ég var að byrja í tölvunum og verslaði mína fyrstu tölvu í Tölvukjör, þurfti svo að láta laga bæði sjónvarpskort í henni og eitthvað vírus/windows vesen, þá fékk ég tölvuna mjög svipaða til baka
Það var í fyrsta og eina skiptið sem ég fór með eigin tölvu í viðgerð, fyrir utan lappavesenið. En það eru breyttir tímar núna og gott að vita að sumir taka vinnu sína alvarlega og bjóða manni úrvalsþjónustu
En svo eins og ég hef nefnt hér í öðrum þræði þá hef ég slæma reynslu af Start, fékk ekki rétt móðurborð
En sem betur fer fékk ég réttan kassa, hefði líka örugglega tekið eftir því ef svo væri ekki
Annars hef ég oftast verslað við Att, er meðal annars að bíða eftir sendingu frá þeim núna ásamt einni sendingu frá Kísildalnum
Verslaði samt upphaflega mest við Computer.is, þegar búðirnar voru mun færri og sérstaklega vegna þess að þá var hún ódýrust. Svo fékk ég snilldargóða viðgerðarþjónustu, fékk amk. fullt af hlutum bætta þrátt fyrir að bilun eða eyðilegging væri fikti mínu að kenna
Fékk t.d. aflgjafa bættan eftir að ég fiktaði óvart í straumtakkanum (230v/115v takkinn), missti svo líka nýkeyptan disk einu sinni og fékk hann bættan, það tók reyndar ár þar sem það þurfti að senda hann út, en betra seint en aldrei
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]