Er þetta Zalman unit að virka vel? Ég er með Thermaltake P4 Spark 7+ núna og ég er ekki alveg að fíla hann. Örrinn er í kringum 42° idle og fer svo alveg uppí 70° þegar ég byrja að spila Call of Duty (2000rpm) og þá verð ég að hækka hraðann á viftunni (6000rpm) sem er óbærilegur hávaði. Það sem ég er að leita að er kæling sem kælir vel og er hljóðlát í leiðinni. Eftir að hafa skoðað video review hjá 3dgameman.com þá líst mér vel á Zalman'inn en vildi athuga áður en ég kaupi þetta hvort einhver geti miðlað reynslu sinni af þessu.

Takk.